Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.06.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1985 33 MorgunblftÖid/Úlfar Ragnar H. Ragnars tekur fyrstu skóflustunguna að tónlistarskóla á ísafírði. að skólahúsið komist upp. Þá flutti Guðmundur Sveinsson, forseti bæjarstjórnar, ávarp. Síð- an tók Ragnar H. Ragnar fyrstu skóflustunguna, ákveðið og með styrkri hendi. Síðan hvatti hann ísfirðinga lögeggjan um að koma skólahúsinu upp og treysta með því menningu og framfarir í þess- um bæ. Mannfjöldinn fagnaði þessum ástsæla heiðursborgara sínum með langvarandi klappi. Að lokum lék lúðrasveit Tónlist- arskólans „I faðmi fjalla blárra", og tók mannfjöldinn undir. Úlfar húsið í rfsfólks og verður gengið endanlega frá kaupum á tækjum um leið og fjár- veiting fæst. Reyndar mun þegar vera fyrir hendi fé í sjóði fyrir u.þ.b. helmingi tækjanna, en margir aðilar hafa á undanförnum árum gefið Landspítalanum veg- legar gjafir í þessum tilgangi. Samtímis undirbúningi á heim- flutningi hjartaskurðlækninga hefur verið unnið að endurbótum á rannsóknaraðstöðu fyrir hjarta- sjúklinga. Keypt hefur verið full- komið hjartaþræðingartæki, sem væntanlega verður tekið í notkun í sumar, í hinni nýju W-byggingu Landspítalans. Þegar allar þessar framkvæmd- ir verða að fullu komnar í gagnið munu nær allar hjartaaðgerðir fara fram hérlendis. Aðeins sjúkl- inga með bilaðar hjartalokur og meðfædda hjartagalla verður eftir sem áður að senda utan. Matthías Bjarnason heilbrigð- isráðherra lagði á það áherslu að þótt hér væri um miklar fjárfest- ingar að ræða væru þær þjóð- hagslega mjög hagkvæmar. Á undanförnum árum hafi hjarta- sjúklingum fjölgað mjög. Þannig hafi á síðasta ári samtals 203 hjartasjúklingar farið í aðgerð er- lendis og kostnaður tryggingak- erfisins af þessum ferðum numið 76 milljónum króna. „Er þá ótal- inn sá mikli kostnaður, erfiðleikar og þjáningar, sem sjúklingarnir og aðstandendur þeirra verða að þola,“ sagði Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra að lokum. eiðsluráðslaga: |ar til hins verra :lunarráðs mismunandi markmiða í málefn- um landbúnaðar og fjárhagslegum áhrifum frumvarpsins á kjör bænda. Verzlunarráð dregur í efa rétt landbúnaðarráðherra til að ákveða samtímis að hver einstak- ur bóndi skuli fá óbreytanlegt verð fyrir framleiðslu sína og að hann megi aðeins framleiða tiltek- ið magn búvöru. í þessu sambandi er bent á ákvæði stjórnarskrár- innar um atvinnufrelsi. í umsögninni er sagt að með frumvarpinu sé verið að velta vanda mjólkur- og sauðfjárfram- leiðenda yfir á herðar annarra búgreina, en með því skapast hætta á að vandamál landbúnað- arins verði steypt í heilsteypt kerfi og festist í sessi. Þá er bent á að áður en ákvæðum gildandi laga, sem tengjast mjólkursölusvæðum, er breytt sé nauðsynlegt að fyrir liggi ótvíræður úrskurður um eignarhald allra mjólkurbúa. Jafnframt er gagnrýnd sú hug- mynd að lögskipa verkaskiptingu afurðastöðvanna, en með því tekur löggjafinn á sig óskoraða ábyrgð á afkomu þeirra. Að mati Verzlun- arráðs er það ekki til þess fallið að auka framleiðni stöðvanna eða herða sókn þeirra til hagkvæmari reksturs. Samkvæmt áliti Verzlunarráðs eru nokkur atriði i frumvarpinu er horfa í rétta átt, svo sem að verð- lagning búvara í smásölu er gefin frjáls, losað er um möguleika á innflutningi grænmetis og að felld eru niður ákvæði um að leyfi þurfi til að stunda heildsölu með bú- vöru. Á móti þessu koma hins veg- ar aðrar breytingar sem horfa í öfuga átt. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir TONY CATTERAL Ógnar Stoltenberg Kohl kanzlara? FLOKKUR kristilegra demókrata (CDU) í Vestur-Þýzkalandi, sem hefur nýlega orðið fyrir því áfalli að bíða tvívegis ósigur í fylkiskosningum, reynir nú að vinna bug á atvinnuleysi, sem er um þessar mundir í kringum níu til tíu af hundraði. Atvinnuleysi er hiklaust talið mesta áhyggjuefni þeirra kjósenda, sem komu til liðs við CDU í stórum stíl í þingkosning- unum 1983 og hafa síðan snúið við honum baki. Annað helzta áhyggjuefni þeirra er slakir for- ystuhæfileikar, sem Helmut Kohl kanzlari er talinn sýna. Ágreiningur um hvað til bragðs eigi að taka hefur aftur valdið alvarlegum erfiðleikum í samsteypustjórn CDU og frjálsra demókrata (FDP). Kristilegir demókratar eru staðráðnir í að halda fast við þá stefnu að koma lagi á fjármál ríkisins og treysta fjárhagsstöðu þess, en það táknar að haldið verður áfram að grynnka á ríkis- skuldum. Þessari stefnu er fylgt fremur fyrir frumkvæði Ger- hards Stoltenberg fjármálaráð- herra en Kohls kanzlara. Á hinn bóginn hefur myndazt óvænt bandalag FDP og systur- flokks CDU, Kristilega sósíal- sambandsins (CSU) í Bæjara- landi, sem venjulega eru hat- rammir óvinir. Þeir gera sér grein fyrir því að gera verður eitthvað áþreifanlegt og fljótt. Leiðtogi CSU, Franz Josef Strauss, hefur gert harða hríð að stjórninni í Bonn frá höfuð- stöðvum sínum í Múnchen, en það er ein eftirlætisskemmtun hans. Strauss hefur haldið því fram að engin ástæða sé til þess að „koma lagi á óreiðuna, sem síð- asta stjórn sósíaldemókrata skildi eftir sig, til þess eins að koma þeim aftur til valda með því móti.“ Strauss hefur hvatt eindregið til þess, ásamt frjálsum demó- krötum og fulltrúum atvinnu- lífsins, að tekjuskattur verði lækkaður um 6,5000 milljónir dala í einum áfanga í janúar á næsta ári. Stoltenberg vill á hinn bóginn að tekjuskattur verði lækkaður í tveimur áföngum, í síðara skipti 1988. Þeir segja allir að þetta muni stórauka eftirspurn innanlands. Þýzka vinnuveitendasambandið telur að þetta muni hafa mikla tekjuaukningu í för með sér fyrir ríkisstjórnina. Stjórn kristilegra demókrata komst að þeirri niðurstöðu á skyndifundi fyrir nokkrum dög- um að bezt yrði að ráðast fyrst gegn atvinnuleysi í byggingariðnaðinum. Atvinnuleysi hefur sjaldan verið eins mikið í vestur-þýzkum byggingariðnaði og stjórnvöld hafa á prjónum áætlanir um að endurnýja hverfi í borgum. Hagfræðingar vísa þessum hugmyndum á bug og segja að þetta sé „lausn frá síðasta ára- tug“. Þeir halda því fram að byggingariðnaðurinn gegni ekki eins þýðingarmiklu hlutverki og áður. Þeir telja ekki að mikið peningamagn muni komast i umferð og benda á niðurskurð Stoltenbergs á fjárlögum. Ef Strauss er alvara með mót- bárum sínum gegn skattalækkun í tveimur áföngum gæti hann orðið Kohl erfiður. Fulltrúar Bæjaralands eru í oddaaðstöðu í efri deild sam- bandsþingsins í Bonn, Bundes- rat, sem fær frumvarpið til með- ferðar í þessum mánuði. Þingmenn samsteypustjórnar Kohls í efri deildinni hlýða ekki alltaf flokksaga og ekki er víst að þeir geri það þegar atkvæða- greiðsla fer fram um frumvarp- ið. Stoltenberg kemur til greina sem næsti leiðtogi CDU, en í svipinn heldur hann tryggð við Kohl. Ef kanzlarinn lætur það viðgangast að spillt verði fyrir tilraunum hans er hins vegar Gerhard Stoltenberg. líklegt að Stoltenberg snúist gegn honum. Nú þegar hefur orðið vart við vaxandi óánægjuraddir í höfuö- borgum fylkjanna. Eitt nýlegt dæmi: upplýsingar um umræður á lokuðum fundi þingmanna CDU í Hessen, þar sem flokkur- inn er í stjórnarandstöðu, „láku“ til helzta stuðningsblaðs flokks- ins, Frankfurter Allgemeine Zeitung. Það sem Kohl sá í blaðinu get- ur ekki hafa verið ánægjuleg lesning fyrir hann. í fyrsta lagi var hvatt til þess að stjórnin yrði endurskipulögð. Kohl hefur þráfaldlega neitað að verða við kröfum um slíkt. í öðru lagi var sagt að Kohl yrði að sýna meiri forystuhæfi- leika í kanzlaraembættinu. Því var haldið fram að ekki væri nóg að „bjartsýni stafaði frá kanzl- aranum“. Einnig var sagt að það væri ekki nóg að hann kæmi fram í hlutverki „glaðværs kanzlara". Höfundur er fréttaritari brezka blaásins Obserrer í Bonn. Franz-Josef Strauss í hópi blaðamanna. V ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.