Morgunblaðið - 14.06.1985, Síða 16

Morgunblaðið - 14.06.1985, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNf 1985 Hestamót á Gaddstaðaflöt við Hellu: íslandsmótið og félags- mót Geysis ÞAÐ verdur mikið um að vera á Gaddstaðaflötum, félagssvæói Geysis, um helgina, en þar veróur haldió íslandsmót í hestaíþróttum auk þess sem Geysir veróur meó sitt árlega félagsmót meó gæóinga- keppni og kappreióum. Islandsmótið hefst í dag föstu- dag klukkan 10 með hlýðnikeppni unglinga og fullorðinna. Eftir há- degi byrjar forkeppni í fjórgangi og fimmgangi. Á laugardag verður keppt í tölti á sama tíma, á öðrum um helgina sýndir. Keppt í gæðingaskeiði og úrslit í tölti. Síðast á dagskránni eru svo úrslit kappreiða og á mót- unum að verða lokið um klukkan 19 á sunnudag. í samtali við Magnús Halldórs- son á Brekkum, sem er mótstjóri íslandsmótsins, kom fram að þátttaka er góð og verða í keppn- inni margir bestu gæðingar sunn- an- og vestanlands. Alls eru kepp- endur í fullorðinsflokki 53 og 25 unglingar. Sagðist Magnús eiga Morgunblaftið/Valdimar Unglingar h-.fa ávallt fjölmennt á íslandsmótin og svo veróur einnig nú. Verður væntanlega einhver af þessum keppendum sem kepptu hjá Fák um hvítasunnuna meðal keppenda. velli verða gæðingar hjá Geysi dæmdir. Eftir hádegi verða úrslit í fjór- og fimmgangi. Um klukkan sautján hefjast síðan undanrásir kappreiða. Á sunnudag verður keppt í hindrunarstökki og hóp- reið Geysis verður klukkan 13 og að henni lokinni verða gæðingar von á skemmtilegri keppni og minntist hann sérstaklega á hindrunarstökkið sem verið hefur hornreka allt frá upphafi ís- landsmóta. Á laugardagskvöldið verður haldinn dansleikur á veg- um hestamannafélagsins Geysis í Hvoli. Morgunbladið/Júlíus Hans Indrióason, forstöðumaóur söhi- og markaðsdeildar Flugleióa, Karl H. Sandberg, yfirmaóur söludeildar SAS í Noregi, og Skarphéóinn Árnason, forstjóri Flugleiða I Noregi. Sölustjórar SAS í Noregi halda fund í Reykjavík: Förum héðan með meiri þekkingu á landi og þjóð — segir Karl H. Sandberg, yfirmaður söludeildar SAS í Noregi SÖLUSTJÓRAR SAS í Noregi héldu sinn fyrsta fund utan Noregs hér á landi fyrir stuttu. Markaðsmál SAS í Noregi var aöalefni fundarins en auk þess fór fram kynning á íslandi, sem feröamannalandi. „Fundinn sitja allir okkar bestu sölumenn og héðan fara þeir með þekkingu á iandi og þjóð, sem þeir ekki höfðu fyrir. Með komu okkar hingað hefur myndast jákvætt samband milli SAS og Flugleiða, sem mætti líkja við landvinninga ef rétt er á málunum haldið,“ sagði Karl H. Sandberg, yfirmað- ur söludeildar SAS í Noregi. „Ég er ekki viss um að Norðurlandabú- ar geri sér almennt grein fyrir hvað samvinna landanna hefur jákvæða þyðingu gagnvart öðrum þjóðum. Við erum fámennar smá- þjóðir í norðri og verðum að standa og vinna saman." Samvinna milli Flugleiða og SAS hefur alla tíð verið mikil og sem dæmi má nefna að fyrir þremur árum hófst samvinna milli félaganna um flug einu sinni í viku frá Ósló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi til Grænlands. Það er eini samningur sinnar tegund- ar, sem SAS hefur gert við erlent flugfélag. Auk þess er samkomu- lag milli flugfélaganna að fylla upp sæti hvort hjá öðru á öllum flugleiðum allan ársins hring. I máli Karls H. Sandberg kom fram að ferðamenn og ferða- mannaiðnaðurinn væri af hinu góða. Ferðalög leiddu til frekari skilnings milli þjóða, sem aftur drægi úr stríðsógnun í heiminum. Með það í huga hefðu Norðmenn á undanförnum árum lagt áherslu á að kynna ferðamönnum þjóð og þjóðsiði, því náttúrufegurð lands- ins væri ekki endalaust hægt að selja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.