Morgunblaðið - 14.06.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1985
21
Þakkað fyrir veturinn
— eftirÖnnu
Snorradóttur
Á sínum tíma sögðum við:
„Gleðilegt sumar og þökk fyrir
veturinn." Það er vel meðan þessi
fallegi siður helst. En einhvern
veginn finnst mér, að það sé komið
úr tísku að þakka. Hví skyldi mað-
ur líka vera að þakka? Er þetta
ekki allt sjálfsagt: Líf, fæða, ást-
vinir, heilsa, starf, skemmtun og
andleg næring? Ekki er því fljót-
svarað, en sennilega er enginn
með bréf uppá öll þessi gæði, sem
nefnd voru. Er ekki orðið frekar
fátítt að menn þakki fyrir mat-
inn? Er ekki algengara að heyra
eða lesa um aðfinnslur fremur en
þakklæti? Samt er hver dagur svo
stórkostleg gjöf, að við ættum
sennilega að beygja höfuð okkar
og þakka hvern morgun og hvert
kvöld.
Núna þessa síðustu maídaga
hefi ég verið að velta þvi fyrir
mér, hve margt það er sem mig
langar að þakka að loknum vetri.
Og auk þess, sem hver og einn á í
eigin brjósti, rennir hugurinn sér
á flugi yfir alla þá miklu fjöl-
breytni, sem borgin hefir boðið
uppá í vetur á sviði lista. Fjöldi
stórgóðra tónleika af margvíslegri
gerð, óperusýningar, listasýningar
fjölmargar og áhugaverðar og síð-
ast en ekki síst leiksýningar. {
raun hefir listalífið verið svo mik-
ið og fjölskrúðugt að oft hefir rek-
’85 nefndin:
Hátíðafundur
70 ÁR VERÐA liðin frá því íslenskar
konur öðluðust kostningarétt og
kjörgengi 19. júní. Af þessu tilefni
efnir ’85 nefndin, samstarfsnefnd
um lok kvennaáratugar SÞ, til hátíð-
arfundar á Þingvöllum á afmælis-
daginn.
Fundurinn verður í Bolabás og
hefst kl. 20.00. Þar mun koma
fram í fyrsta sinn Lúðrasveit
kvenna, sem skipuð er konum úr
Lúðrasveit verkalýðsins og Svan-
inum. Kristín Ástgeirsdóttir
sagnfræðingur flytur erindi um 70
ára afmæli kosningaréttar
kvenna. María Pétursdóttir, full-
trúi ’85 nefndarinnar, og Elín
Bruusgaard, rithöfundur frá Nor-
egi, flytja ávörp og konur úr
ist hvert á annars horn fyrir þá,
sem vilja njóta sem flests og því
stundum erfitt að komast yfir,
þótt vilji og löngun væru á sínum
stað. Þessar listgreinar, sem hér
eru nefndar, eru allar meiðir af
sama tré, listsköpun heitir það
víst og breiðir lim sitt víða okkur
til andlegrar sálubótar. Orðsins
list lesum við á bókum, og það er
gleðiefni, hve ljóðið stendur sig vel
á myndbandaöld. Bókasöfn um
land allt stuðla að jöfnuði þegn-
anna til þess að njóta góðra bóka.
Tónlistina má hljóðrita og víða
eru til hljómflutningstæki. Hrós á
Ríkisútvarpið skilið fyrir að út-
varpa tónleikum sinfóníuhljóm-
sveitarinnar okkar sama kvöld og
þeir fara fram, þótt ekki sé nema
hálf dagskrá. Eg þekki konu úti á
landi, sem fer í sparikjólinn sinn
þessi kvöld, sest í góðan stól, lokar
augum og lætur sig dreyma, að
hún sé stödd í hljómleikasal þar
sem atburðurinn er að gerast.
Aö kyssa kærustuna
í síma
Einhvern tíma heyrði ég haft
eftir einhverjum gárunga, þegar
rætt var um kvikmyndir og leik-
hús, að það væri eins og að kyssa
kærustuna sína í síma að sjá leik í
kvikmynd samanborið við að vera
í leikhúsi á leiksýningu. Hvað sem
þessu líður er víst óhætt að stað-
hæfa, að hver einasta leiksýning á
sviði er einstök og verður aldrei
endurtekin á nákvæmlega sama
hátt. Kannski er það þetta, sem
og fjársöfnun
Kvenfélagi Lágafellssóknar sýna
þjóðbúninga frá 19. öld. Að lokum
verður almennur söngur.
Á blaðamannafundi sl. þriðju-
dag, þar sem þessi fundur var
kynntur, kom einnig fram að ’85
nefndin gengst um þessar mundir
fyrir fjársöfnun, sem er liður í al-
þjóðlegri áætlun um að nýta
myndbandatækni til að koma
fræðsluefni til ólæsra kvenna í
þróunarlöndunum. Stefnt er að
því að safna alls kr. 250.000, en
þegar hafa safnast nær 100.000
krónur. Merki til ágóða fyrir söfn-
un þessa verða seld á fundinum á
Þingvöllum og víðar, en einnig má
koma framlögum á gíróreikning
nr. 003538 í útibúi Samvinnubank-
ans við Suðurlandsbraut.
„Agnes barn guðs“: Guðrún Gísla-
dóttir sem nunnan
„í raun hefur listalífið
verið svo mikið og fjöl-
skrúðugt að oft hefir
rekist hvert á annars
horn fyrir þá, sem vilja
njóta sem flests og því
stundum erfitt að kom-
ast yfir, þótt vilji og
löngun væru á sínum
stað.“
gerir leikhúsið svo heillandi —
það er list andartaksins, list
augnabliksins. Þótt leiksýning
gangi 50 sinnum eða jafn vel 100
sinnum er hún aldrei nákvæmlega
eins og þetta stafar að sjálfsögðu
af því, að það eru lifandi mann-
eskjur sem fara með texta, hreyfa
sig, tjá sig og flytja boðskap eða
skemmtan eða hvað annað í hvert
sinn. Þetta gildir að vísu einnig
um tónlistina og einu gegnir, hve
oft við heyrum fiðlukonsert Beet-
hovens eða píanókonserta Mozarts
— tónlistin er aldrei nákvæmlega
eins, hvorki þegar bornir eru sam-
an flytjendur eða sami listamaður
á í hlut. En þá er hægt að hljóð-
rita, þegar best tekst til og gefa
okkur kost á að heyra aftur og
aftur. Raunar telja sumir tónlist-
arunnendur hljóðritanir oft á tið-
um svolítið gabb, þar sé hægt „ð
endurtaka, lagfæra og klipp-. sam-
an nær endalaust, og þeir sem svo
hugsa vilja helst aðeins hljóð-
ritanir, sem gerðar. eru á tónleik-
um — þær einar séu ósviknar,
segja þeir.
Leikhúsin og sjónvarpið
Ef borin er saman aðstaða tón-
listarinnar og orðsins listar ann-
ars vegar og leiklistarinnar hins
vegar, á leiklistin óneitanlega
svolítið í vök að verjast. Við verð-
um að fara í leikhúsið en getum
ekki fengið það til okkar. Eða er
það ekki? Raunar má spyrja
margs þegar hér er komið sögu,
því að nútímatæknin, og þar á ég
að sjálfsögðu við sjónvarpstækn-
ina, gerir okkur kleift að fá leik-
húsið inn í stofu til okkar. Og þeg-
ar hugsað er til þeirra mörgu, sem
ekki komast í leikhús, vaknar sú
spurning m.a. hvers vegna í ósköp-
unum ekki er meiri og nánari
samvinna milli sjónvarpsins og
leikhúsanna. Og hér er ekki aðeins
átt við leikhús höfuðborgarinnar,
heldur leikhús út um allt land.
Undirrituð minnist með gleði
frábærra leiksýninga á Akureyri í
fyrravetur og nú er sagan um
Edith Piaf með Eddu Þórarins-
dóttur í fullum gangi þar og þykir
hafa tekist afburðavel.
Þótt undirrituð sæi ekki nándar
nærri allar leiksýningar vetrarins,
því miður, voru þær samt nokkrar
og sú, sem stendur upp úr í minn-
ingunni er sýning LR á „Agnes
barn guðs“ þar sem þrjár leikkon-
ur skiluðu erfiðum hlutverkum
með miklum sóma en það voru
þær Sigríður Hagalín, Guðrún
Ásmundsdóttir og síðast en ekki
síst hin unga leikkona Guðrún
Gísladóttir. Þessar leikkonur
skildu eftir mynd, sem ljómar á.
Leikhúsmaður sagði mér þau tíð-
indi, að þessi sýning hefði staðið
sjónvarpinu til boða en það ekki
séð sér fært að þiggja. Þetta vekur
nokkra furðu, því að hér var á ferð
framúrskarandi sýning en jafn-
framt mannfá. Sjónvarpstæknin
getur varðveitt sviðsmyndir og
leik okkar bestu leikara, en aldrei
veit neinn, hvenær of seint er að
taka til hendi. Nú er Guðrún
Gísladóttir farin út í hinn stóra
heim á stefnumót við frægan
kvikmyndaleikstjóra. Við eigum
marga afbragðs leikara, sem yljað
hafa okkur um hjartarætur ára-
tugum saman en gerist nú roskið
fólk og fer að heltast úr lestinni
hvað úr hverju.
Að fara yfir lækinn
að sækja vatn
Önnur sýning hjá LR kemur í
hugann, þegar rætt er um sam-
starf sjónvarps og leikhúss, en það
er „Rommý“ þar sem Sigríður
Hagalín og Gísli Halldórsson fóru
á kostum. Það sem vekur furðu er,
að þetta sama leikrit var sýnt í
sjónvarpinu, og það var sýning af
leiksviði, en sú sýning var ekki úr
Iðnó, heldur New York, ef ég man
rétt. Er þetta nú ekki eitthvað í
ætt við það, að fara yfir lækinn til
að sækja vatn? Eða er þetta sömu
ættar og sú staðreynd, að íslenskir
framleiðendur iðnvara ýmiss kon-
ar nota erlend nöfn til þess að var-
an seljist betur?
Skyldum við ekki vilja gefa tölu-
vert mikið fyrir að eiga á filmu
okkar bestu leiksýningar með
listafólki á borð við Lárus Páls-
son, Brynjólf Jóhannesson, Harald
Björnsson, Öldu Möller, Soffíu
Guðlaugsdóttur, Arndísi Björns-
dóttur, Indriða Waage, Gest
Pálsson, Gunnþóru og Friðfinn og
öll hin, sem horfnir eru? Ansi er
ég hrædd um, að þetta þætti á
okkar tímum hinn mesti fjársjóð-
ur og um leið lifandi leiklistarsaga
fyrir alla, sem vilja skilja sam-
hengið og þróunina.
Að bjóða þjóðinni
í leikhús
Enginn nema sjónvarpið getur
boðið allri þjóðinni í leikhús. Þótt
nauðsynlegt sé að kynnast leik-
mennt annara þjóða er engu síður
mikilvægt að þekkja og vita, hvað
er að gerast í okkar eigin leikhús-
um. Þótt hér hafi aðeins verið
drepið á tvær leiksýningar, er það
í raun réttri nokkur tilviljun, því
að eflaust má nefna fjölda sýn-
inga, sem hægt hefði verið að taka
til flutnings fyrir alþjóð, og sýna
þá að sjálfsögðu á leikhústíma, en
á það atriði verður aldrei of oft
minnst. Hin sögulega hlið málsins
er einnig mikilvæg, og sú mikla
gróska í leikhúslífi okkar einmitt
nú og sú listsköpun sem fer fram í
leikhúsinu er sannarlega þess
virði að varðveittar séu einhverjar
sýnilegar heimildir þar um. Sjón-
varpsboð í leikhús er stuðningur
við þessa listgrein en ekki sam-
keppni, eins og ætla mætti í fljótu
bragði og það er stuðningur sem
ber að veita þessari listgrein and-
artaksins eða augnabliksins og
öllu því ágæta fólki sem vinnur í
leikhúsunum okkar.
Höíundur er húsmóðir í Keykjarík.
KÁPUSALAN
Ný Gazella
BORGARTÚNI 22
SÍMI 23509 Næg bílastæði