Morgunblaðið - 14.06.1985, Page 50

Morgunblaðið - 14.06.1985, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚNt 1985 _ 3-2& „Kaffr handa mér, og hftnn aetlcxrcÁfd 5krin>cuSamlol<u... Tvo di'ska, -fcaídc. " ást er ... ... að yeta þagað svo- litla stund. TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved «1985 tos Angeles Times Syndicate Þetta á að vera glaðningur fyrir konuna niína og ég ætla að hringja til hennar frá Suðurhafs- eyjum! Reyndar var ég eini hárskerinn hér í bænum! HÖGNI HREKKVÍSI \\ T 1 ,ÉG HEF OFNÆMI KÖTTUM* Hvað á maðurinn við? Kristinn Vilhjálmsson skrifar: Velvakandi góður! Guðmundur Einarsson, sem slysaðist inn á Alþingi fyrir svo- kallað Bandalag jafnaðarmanna, lýsti því yfir í útvarpi í morgun að hann teldi að alþingismenn ættu ekki að segja fólki reglur eða stuðla að því að bægja frá því hættum og óláni. Hvað á maðurinn við? Er ekki löggjafarþingið sífellt að setja lög, það er boð og bönn? Er það ekki einmitt hlutverk þess? Á það ekki að stuðla að gróandi þjóðlífi? Er ekki Alþingi til dæmis nýbúið að setja lög sem takmarka frelsi manna til tóbaksreykinga? Og er ekki búið að banna trillukörlum víðs vegar um land að róa um helgar? A þetta rugl í þingskörungunum kannski bara við þegar hagsmunir áfengisseljenda eru annars vegar? Ýmislegt má bæta í borginni Ragnar Benediktsson ritar: Fyrir nokkru benti ég á ýmis- legt sem betur mætti fara í borg- inni, t.d. í alþingishúsgarðinum. Garðyrkjustjóri borgarinnar brást vel við þessum ábendingum eins og hans var von og vísa. Nýir bekkir eru nú fyrir löngu komnir í garðinn. Fyrir slíkt ber að þakka og fyrir það sem vel er gert. 17. júní nálgast nú óðum. Við Menntaskólann liggja steinstöplar niður í brekkunni við Amt- mannsstíginn eins og fornaldar- minjar. Leyfi ég mér að benda húsameistara ríkisins á að lag- færa þetta fyrir þjóðhátíðardag- inn ef hægt er. Leitt er ef þetta dregst öllu lengur. Við dómkirkjuna er verið að gróðursetja blóm og einnig er prýtt í kringum minnismerki Hallgríms Péturssonar. Þyrfti einnig að lagfæra minnismerkið áður en það veðrast meira. Ekki er það ómerkara en minnismerki sem send eru erlendis til viðgerða. En sennilega er fjárskortur orsök þessarar tafar á framkvæmdunum og ekki er hægt að heimfæra þetta til líknarmála, sem nauðsyn ber að sinna. Fréttastofa útvarpsins áróðursmeistari bjórsins Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir iiggja hér í dálkunum. Árni Helgason, Stykkishólmi, skrifar: Sennilega er fréttastofa út- varpsins sterkasti áróðursmeist- ari fyrir samþykkt bjórfrum- varpsins og verði það samþykkt á hún ábyggilega hönk upp í bakið á bruggverksmiðjunum, sem rísa í framhaldi af samþykkt frum- varpsins. Nýjasta áróðurinn fékk maður að heyra í fréttum útvarpsins klukkan 16.00 sl. mánudag. Þar var sagt eitthvað á þá leið að nú væru flokkarnir á fundum, senni- lega yrðu kvöldfundir og þá vænt- anlega tekið fyrir bjórfrumvarpið og það afgreitt. „Við bíðum spennt," sagði fréttamaður og átti þar við fréttastofuna. Önnur mál voru ekki nefnd í þessari frétt enda ekki eins mikilvæg að dómi fréttastofunnar. Segiði svo að fréttamenn útvarps viti ekki hvað til síns friðar heyrir enda verða þeir sennilega miklu andríkari með ölkollunina sér við hlið á fréttastofunni og ættu því ekki að vera eins spenntir í framtíðinni þar sem kollan er til staðar við ritvélina. En meðal annarra orða, hvernig skyldi nú vinur minn, útvarps- stjóri, líta á svona fréttaflutning?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.