Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.06.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚ-Nl 1985. SL VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Pinotex VERNDAR VIÐINN OG GÓÐA SKAPIÐ Heimilið aftur til vegs og virðingar Bréf frá Hagsmunanefnd heima- vinnandi húsmæðra: „Jafnréttissinni" beinir þeim spurningum til Hagsmunanefndar heimavinnandi húsmæðra í Vel- vakanda fimmtudaginn 30. maí sl. hvað nefndin hyggist gera til að hefja heimilin aftur til vegs og virðingar. Ennfremur hvort í nefndinni sé kona sem sé heima- vinnandi eingöngu. Því er til að svara að á sl. hausti hélt nefndin fjölsótta ráðstefnu á Hótel Sögu um hagsmuna- og rétt- indamál heimavinnandi hús- mæðra. Var ráðstefnan öllum opin. Var af því tilefni m.a. talað við formann nefndarinnar í út- varpi og sjónvarpi og fréttir af ráðstefnunni komu í ölium dag- blöðunum. Þá var og öllum þing- mönnum sent bréf með beiðni um að taka á þessum málum. Á yfirstandandi þingi hafa komið fram 2 frumvörp og ein þingsályktunartillaga, sem varða þessi mál og bíða umfjöllunar og afgreiðslu Alþingis. Þá vill nefndin benda jafnrétt- issinna á að lesa grein sem nefnist Húsmóðirin, fjölskyldan og heim- ilið og send hefur verið öllum dagblöðum, en þar er skýrt nánar hvað fyrir nefndinni vakir. í nefndinni eru tvær konur, sem eingöngu eru heimavinnandi hús- mæður og þrjár, sem eru og hafa verið bæði heima og útivinnandi. Jafnréttissinni, segðu okkur þitt rétta nafn, svo jafnréttið ríki og vertu svo velkominn í baráttuna með okkur. Karlar jafnt sem konur hafa sýnt þessu máli áhuga enda eigum við eitt sameiginlegt, börnin okkar, og það eru fyrst og fremst þau sem við höfum í huga, að þau fái að kynnast því hvað raunveru- legt heimili er. í hagsmunanefnd heimavinn- andi húsmæðra eru: Helga Guð- mundsdóttir formaður, Dóra Guð- mundsdóttir, Halldóra Steinsdótt- ir, Ragna Jónsdóttir, Sigríður Bergmann. þar margt að finna og finnst mér synd að sjá allan þennan fatnað barnanna liggja þarna án þess kannski að foreldrar viti um það. Þetta voru mjög góðar flíkur, vettlingar, sokkar, lopapeysur og fleira þess háttar. Ég vil því hvetja foreldra barnanna að fara nú og skoða svo að þessu verði ekki hent. Ég fann þarna ýmislegt, sem ég vissi alls ekki að vantaði hjá mér. Bréfin ekki birt Dóra hringdi: Ég hef sent bréf í þáttinn „Lög unga fólksins" tvisvar sinnum, en þau hafa aldrei verið birt. Af hverju ekki? Aumkunarverð múgamennska Guðmundur Bjarnason, Stórási 20, Garðabæ, hringdi: Mér þykir vægast sagt aumt þegar háttsettir menn, lærðir sem leikir, hafa engin önnur úr- ræði en að skella símtóli á komi til erfiðleika í símtalinu. Klúbbarnir eru „Hjá Hirti“ Duran Duran- og Wham-klúbb- arnir hringdu: Kæri Velvakandi. Duran Duran- og Wham-klúbbarnir eru ekki leng- ur í Traffic eða á vegum Traffic. Þeir eru nú á vegum Hjartar Hjartarsonar sem á búðina „Hjá Hirti“. Heimilisfang okkar, klúbbanna, er: Wham- (eða Dur- an Duran-klúbbur), P.O. Box 1301121 Reykjavík. Óskilamunir í ísaksskóla Marjatta ísberg hringdi: Ég á dóttur í ísaksskóla og fékk ég orðsendingu þaðan með henni einn daginn að mikið væri um óskilamuni, sem væru allir í leikfimisal, og væru forráða- menn barna beðnir að koma og líta á hvort þeir könnuðust við eitthvað. Ég fór þangað og var Þær fá ekki mitt atkvæði Ein vonsvikin hringdi: Ég á ekki til eitt einasta orð yfir uppákomu kvenna á borgarstjórn- arfundi í sl. viku. Þetta finnst mér vera síðasta sort og heldur finnst mér þær blessaðar koma inn um bakdyrnar hjá borgarstjóra ef þær ætla að haga sér eins og raun ber vitni. Eitt er víst að ég mun ekki greiða svona fólki mitt atkvæði þó að ég sé sjálf kvenmaður. Það vinnst örugglega ekkert með svona skrípalátum. PINOTEX SUPERDEC þekjandi viðarvörn þegar breyta á um lit. Þekjandi viðarvörn úr acryl olíuefnum. Olían síast í viðinn og acrylefnið myndar yfirborðshimnu. Hámarksveðrunarþol, lyktarlaust og slettist ekki. Nú í sumar munu þjónustu- og sölufulltrúar Bíla- borgar h/f gera víöreist um landsbyggðina til skrafs og ráðagerða við MAZDA eigendur og þjónustuaðila. 14. júní veröa þeir á Akranesi hjá Bifreiöaverkstæöi Guöjóns og Ólafs, í Borgarnesi hjá Bifreiöa- og trésmiöju Kaupfélags Borgnesinga og í Stykkishólmi hjá Nýja bílaveri. MAZDA eigendum og þeim sem eru í bílakaups- hugleiðingum er bent á að hafa samband við ofangreinda aðila varðandi nánari tímasetningar. Mabörghf ____Smiðshöföa 23, sími 812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.