Morgunblaðið - 19.06.1985, Síða 22

Morgunblaðið - 19.06.1985, Síða 22
22 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1985 36. alþjóðaflugsýningin í París: Bjartsýni ríkir í flugheiminum — vöxtur á öllum sviðum flugsins Flug Gunnar Þorsteinsson Tvímælalaust má segja að hlut- ur Sovétmanna á Parísarflugsýn- ingunni hafi verið einna mest áberandi. Þeir mættu með nokkr- ar flugvélar, þ.á m. stærstu þyrlu heims og risaflutningaþotuna AN 124 (sjá aðra grein hér á opnunni). Af öðrum athyglisverðum flugvél- um, sem aldrei höfðu verið sýndar áður á almennum flugsýningum, má nefna ísraelsku smáþotuna Astra, ítalsk/brasilísku orustu- þotuna AMX, brasilísku skrúfu- þotuna Embrarer Brasilia og síð- ast en ekki síst ATR 42 skrúfuþot- una sem talin hefur verið koma til greina sem arftaki gamla, góða og trausta Fokkersins í innanlands- flugi Flugleiða. Einnig var fjöld- inn allur af nýlegum smáflugvél- um. Gestgjafarnir, Frakkar, hafa löngum verið stoltir af flugvéla- framleiðslu sinni. Núna sýndu samtök franska flugiðnaðarins stórmerkilegan grip meðal ann- arra. Það var Mirage 2000 N orustuþota gerð úr gleri, í fullri stærð, og gat fólk séð hvernig hinn margbreytilegi tækni- og stjórn- búnaður virkaði. Það var stórk- ostlegt og ógleymanlegt. Nú bendir allt til þess að flugið muni vaxa jafnt og þétt fram að aldamótum. Frjáls flugmálastefna vestur í Bandaríkjunum hefur kallað á fleiri flugvélar auk þess sem flest flugfélög munu þurfa að endurnýja flugflota sinn og kaupa nýjar vélar í stað eldri og óhag- kvæmari. Pólitísk spenna og árekstrar í ýmsum heimshlutum, að ekki sé talað um stirð samskipti risaveld- anna, hefur ýtt undir sölu alls konar vígvéla, sérstaklega orustu- þotna og flugskeyta. Þá hefur könnun himingeimsins, bæði í hernaðarlegum og friðsamlegum tilgangi, orðið til þess að stórauka verkefni gervihnattaframleiðenda og fyrirtækja í hátækniiðnaði. Gífurlega öflug öryggisgæsla var á Parisarsýningunni og hefur hún aldrei verið jafn öflug. T.d. þurftu sýningargestir að fara í gegnum sprengjuleitartæki og mun slíkt vera'einsdæmi á vöru- sýningum. Þarna voru nefnilega samankomnir allir helstu vopna- framleiðendur heims og þess vegna óttuðust Frakkar að hryðju- verkasamtök myndu láta til skar- ar skríða og fylgja eftir hryðju- verkaöldu sem þau hafa staðið fyrir víðsvegar í Evrópu undan- farna mánuði. Sumir höfðu á orði að öryggisverðirnir væru svo margir að þeir myndu aðeins hitta hvern annan ef eitthvað brigði út af. Samtals tóku 33 þjóðir þátt í sýningunni og voru sýnendurnir yfir eitt þúsund. Fyrir mörgum mánuðum var biðlisti eftir sýn- ingarplássi og á allra síðustu stundu urðu hinir heppnu að fylla skarð þeirra fáu sem forfölluðust. Rúmlega 200 flugvélar voru til sýnis. Flestar höfðu áður sést á flugsýningum svo sovésku flugvél- arnar vöktu einna mesta athygli og umræður. Stærsta flugvél sýn- ingarinnar var AN 124 flutninga- þotan sem Sovétmenn segja að sé stærsta flugvél heims. Banda- ríkjamenn hröktu þá fullyrðingu auðveldlega m.a. með að leggja fram nýjar tölur um afkastagetu Lockheed Galaxy C 5A. Hreyflar AN 124 eru almennt álitnir eftir- mynd Rolls Royce RB 211 gám- hreyflanna sem knýja flestar Boeing 747 breiðþotur og ýmsar aðrar stórar farþegaþotur. Alla vega gafst vesturlandabúum þarna kjörið tækifæri til að skoða nýjustu tækni Sovétmanna í flug- vélasmíði. Síminnkandi en mun afkasta- meiri örtölvur hafa opnað ótak- markaða möguleika í fluginu. Ekki aðeins í sambandi við sjálfa flugvélasmíðina heldur einnig í sambandi við stjórn og rekstur vélanna þannig að líkja má við byltingu. Rafeindastjórnkerfi (fly by wire), sjálfvirkur lendingar- búnaður, og stýrispinninn, sem sumir flugvélaframleiðendur ætla að nota í stað hins hefðbundna hálfstýris eru allt dæmi um hvernig háþróuð tækni mun gjör- breyta stjórnklefum flugvéla framtíðarinnar. Sá mikli fjöldi mæla og takka sem við þekkjum í algengustu far- þegaflugvélum nútímans er óðum að hverfa og í staðinn að koma tiltölulega einfaldir og auðlæsi- legir tölvuskermar. Þá eru sam- Merki flugsýningarinnar í París. Margir sem lifa og hrærast í flugheiminum hittust í París á dögun- um. Jafnt stærstu sem smæstu flugvélafram- leiðendur og allir þar á milli. Dagana 31. maí til 10. júní sl. var haldin þar í borg 36. alþjóða flug- og geimvísindasýn- ingin. Stærsta sýning í heimi. Blm. Morgun- blaðsins sótti sýninguna og hér á þessari opnu og á næstunni munu les- endur geta fræðst um það helsta sem fyrir augu bar. trefjaefni, ýmsar málmblöndur og jafnvel plast sífellt að ryðja sér meira til rúms í flugvélasmíði. Þessi efni eru mun léttari en þau sem hingað til hafa verið notuð þannig að flugvélarnar koma til Morgunblaðiö/Gunnar Þorsteinsson Lockheed-flugvélaverksmidjurnar hafa smíðað þessa ratsjárflugvél. Hún er þróuð upp úr P3 Orion- kafbátaleitarflugvélunum, en slík- ar vélar hafa um alllangt skeið ver- ið notaðar af varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli. með að verða léttari og þar af leið- andi sparneytnari og hagkvæmari. Á hernaðarsviðinu mun tækni dagsins í dag endast langt fram yfir aldamót og hafa Bandaríkja- menn fundið upp á mörgum nýj- ungum við smíði nýjustu orustu- og sprengjuvéla sinna. Á meðan hafa stærstu Evrópuþjóðirnar deilt um smíði nýrrar orustuþotu, svokallaðrar Evrópu-orustuþotu (EFA), sem ætlunin er að verði útbúin nýjum og einföldum hreyfli. Ef af verður mun EFA orustuþotan leysa af hólmi gamla jálka eins og Jaguar, Phantom og Starfighter. Búist er við að innan skamms taki varnarmálaráðherr- ar viðkomandi landa lokaákvörð- un um hvort löndin muni standa sameiginlega að smíðinni. Af framansögðu má lesa að flugvélaframleiðendur eru bjart- sýnir og horfa glaðir fram á við. Það er spáð jöfnum en hægum vexti á öllum sviðum flugsins allt fram yfir aldamótin. Á það jafnt við borgaralegt og hernaðarlegt flug en mestur vöxturinn verður í geimfluginu. Ef með er talinn kostnaður við gerð flugvalla, flugvallarmannvirkja, flugvéla- verksmiðja og við þróun og rann- sóknir er áætlað að þjóðir heims muni eyða ríflega 2,4 miljörðum dollara á umræddu tímabili. Á sl. ári varð loksins hagnaður af rekstri flugfélaga heims eftir sex ára samfellt tap. Á árinu 1985 er spáð 1,5 miljarða dollara hagn- aði af rekstri flugfélaganna. Al- þjóðasamtök flugfélaga, IATA, spá að á næstu 10 árum muni að- ildarfélögin fjárfesta fyrir milli 150—200 milljarða dollara í nýj- um flugvélum, þ.e. til að endur- nýja úreltar vélar og til að geta mætt áætlaðri farþegaaukningu. Stærstu flugvélaframleiðendur heims, Boeing, Douglas og Airbus hafa ekki í áraraðir spáð eins vel um flugvélasölu og farþegaaukn- ingu. Airbus framleiðendurnir spá að núverandi flugfloti verði orðinn tvöfalt stærri árið 2004 og að far- þegafjöldinn tvöfaldist frá því sem nú er. Með öðrum orðum spáir Airbus því að 9.100 farþega- flugvélar seljist á næstu 20 árum fyrir andvirði 470 milljarða doll- ara á verðlagi ársins 1984. Boeing spáir helmingi styttra fram í tím- ann, eða til næstu 10 ára. Spá þeirra gerir ráð fyrir að 4005 flugvélar seljist fyrir andvirði 160 milljarða dollara. Það er vissulega nokkur munur á spám þessara tveggja fyrirtækja en þær gefa engu að síður til kynna að gífur- legur fjörkippur muni hlaupa í flugvélasölu og flugstarfsemi. Spár eru jú alltaf bara spár. Á Parísarsýningunni mátti auð- veldlega skynja bjartsýnina sem ríkti, enda flugiðnaðurinn að rísa upp úr öldudal með nýja og bylt- ingarkennda tækni i handraðan- um. Geimtæknin þróast hratL Evrópuþjóðir, með Frakka í fararbroddi, hyggjast veita Bandaríkjamönnum harfta samkeppni í framtíftinni, m.a með því að smíða litla geimferju. Á myndinni sést líkan af geimferjunni í sýningarbás franska fyrirtækisins Aerospatiale sem stendur einna fremst á þessu sviði í Evrópu. Flugvélahreyfill framtíðarinnar er kynlegur. í Bandaríkjunum hafa staðið yfir umfangsmiklar tilraunir með smfði hreyfla í ætt við þann á myndinni. Þær hafa lofað góðu og þegar á næsta ári verftur ein gerðin prófuð á Boeing 727-farþegaþotu. Almennt er reiknað með að svona hreyflar verði á nýjum gerðum farþegavéla upp úr árinu 1985.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.