Morgunblaðið - 19.06.1985, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 19.06.1985, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1985 ffclk f fréttum k. Á. Arabískur geimprins Þegar múslímar eru á ferða- lagi þurfa þeir aðeins að biðja þrisvar á dag í stað fimm sinnum eins og ritað stendur í Kóraninum. En um þessar mundir veitist það arabíska prinsinum Sultan ibn Salman ibn Abdul Aziz al Saud erfitt að snúa sér í átt til Mekka á bænastundunum hvað þá að láta höfuð nema við jörð. Hann er nefnilega um borð í geimferj- unni Discovery á hringferð hennar umhverfis jörðu. Prinsinn er 28 ára gamall og mun aðstoða við að koma á braut arabíska fjarskipta- hnettinum Arabsat 1B, sem er sameign 22 arabaþjóða. Fleiri verkefni bíða prinsins á ferð hans um geiminn og mun hann aðstoða við læknisfræðilegar tilraunir. Meðal annars verður rannsökuð ein af furðulegum aukaverkunum geimferða. Hún er einmitt sú að líkamshæð eykst um allt að fimm sentimetra meðan á ferðinni stendur en þegar snúið er til jarðar ná geimfararnir aftur eðlilegri hæð. Hinn konunglegi geimfari viö æfingar í þyngdarleysi BRODDI BRODDASON SUMARÞULUR HJÁ ÚTVARPINU: „Mér gengur illa að læra á íækniundrin“ Flest fyrirtæki í landinu ráða til sín aukafólk á sumrin til að leysa af þá sem eru orðnir lang- eygir eftir sumarleyfi. Oftast fer lítið fyrir sumarfólkinu en í einu tilfelli tekur öll þjóðin eftir því þegar nýtt fólk kemur til starfa. Hér er um að ræða útvarpsþulina, sem flestir heyra í meira eða minna, allan daginn. Broddi Broddason er ein af nýju röddunum í hljóðvarpinu, en á vetrum kennir hann í Menntaskól- anurn í Reykjavík. „Það var í fyrra eða árið þar áður, sem mér datt í hug að þularstarf gæti hentað vel verkefnasnauðum kennara að sumarlagi. Ég hringdi í starfs- mannastjóra RÚV og sagði henni hug minn. Síðastliðið haust hringdi hún í mig og ég sat í þul- arstólnum í eina viku. Mér líkaði svo vel að ég er kominn aftur og verð hér fram á haust. Líklega verð ég aðallega með morgunútvarpið og í vor sat ég heila viku með Jóni Múla og lærði tæknina við að vera góður þulur. Það er að ýmsu að hyggja og býsna ólíkt starf að vera þulur fyrir hádegi eða síðdegis. Þótt ég sitji á rassinum í upp- tökuherberginu alla vaktina mína, getur oft verið ansi strembið að vera þulur. Þetta er mjög bindandi og ég er sífellt gónandi á klukk- una. Maður þarf alltaf að vera viðbúinn að grípa inn í, milli dagskrárliða ef þeir eru rangt tímasettir eða annað í þeim dúr og ef svo er Þá hef ég til reiðu plötu- stafla með „léttu lögunum", sem dyggir hlustendur kannast án efa við. Harmonikkulögin eru alls ráð- andi en þess á milli læði ég að norrænum djassi, sem sagt lög í hefðbundnum stíl morgunútvarps- ins. Þegar hlé milli dagskrárliða dragast von úr viti, verður maður helst að hafa þegar nælt sér í nokkra lagstúfa og hafa smáglóru um þá og flytjendurna. Mitt tón- listarvit er í algjöru lágmarki en starfsmenn tónlistardeildarinnar HJALP, ég meiddi mig! Margir hafa eflaust heyrt minnst á slysaæfingar sem oft hafa verið haldnar víða um land. í hverri einustu æf- ingu tekur þátt fjöldi fólks sem ekki fellur undir það virðulega heiti „björgunarmað- ur“, en er þó ekki síður mikilvægt. Hér er átt við þá sem leika hina slösuðu og ekki er hlutur þeirra minni en hinna. Líklega yrði lítið úr æfingunum ef ekki fyndust neinir til að hlúa að. Fyrir skömmu var haldið kennaranám- skeið í skyndihjálp og aukinni hjálp. Þátttakendur voru tólf en leiðbeinendur þrír. Á þessu námskeiði voru m.a. æfð fyrstu viðbrögð þegar komið er á slysstað og að sjálfsögðu urðu nokkrir þátttakend- anna að vera hinir slösuðu. Á eftirfarandi myndum sést hvernig fullhraustum karlmönnum var breytt í stórslasað fólk. Við breytingarnar voru notuð ekki ómerkari efni en leikskólaleir, vaselín, gervibrot erlendis frá og þekjulit- ir, svo eitthvað sé nefnt. En þótt efnin komi úr ýmsum áttum, þjóna þau þeim tilgangi sem þeim er ætlað, einmitt þeim að ef fólk kann að bregðast við plastsárum, getur sú kunnátta bjargað mannslífum, seinna meir. Þriðja stigs bruni á hægri hendi er búinn til með ögn af leir, vaselíni, svörtum og rauðum þekjulit ásamt festi. Nefbrotið Ifkist helst blómi í túni, en er búið til úr leir og þekjulitum. Handleggsbrot verður til með klessu af leikskólaleir og kindabeini. Ljésmyndir/Bjarni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.