Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR MEÐ 12 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 178. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Berlínarmúrinn 24 ára í dag: „Táknrænn fyrir kommúnismann" B«nn. Ve8tur l»)skalandi, 12. ágúst AP. BERLlNARMÚRINN „er táknrænn fyrir kommúnismann og til marks um óöryggid", sem valdamenn í Austur-Þýskalandi búa við sagði í dag ráðherra í vestur-þýsku ríkisstjórninni en á morgun, 13. ágúst, eru 24 ár liðin frá því byrjað var á smíði múrsins. „Vegna þess, að kommúnistar í Austur-Þýskalandi vita sem er, að þeir geta ekki keppt við samfélög þar sem frelsi og lýðræði ríkir, gripu þeir til þess ráðs að girða landið af til að missa ekki alla þegnana burt,“ sagði Heinrich Windelen, ráðherra, sem fer með samskipti þýsku ríkjanna, þegar Noregur: Kynhvarfir mótmæltu messunni Osló, 12. ágúst Frá fréUariUni Mbl. KYNHVARFT fólk í Noregi hefur brugðist ókvæða við guðsþjónustu, sem flutt var í norska ríkisútvarpinu, en þar hélt prestur frá Stafangri því fram, að ónæmistæringin væri refsing guðs yfir því fólki, sem lifað hefði í synd. „Það er skelfilegt, að norska kirkjan skuli leggja þetta af mörkum til umræð- unnar um þennan hræðilega sjúkdóm, sem þúsundir sak- lausra manna hafa orðið að bráð, t.d. dreyrasjúklingar, sem fengið hafa sýkt blóð,“ sagöi talsmaður kynhvarfs fólks í Noregi. Biskupinn í Stafangri hefur fengið marg- ar kvartanir vegna orða prestsins og er þess krafist, að hann setji opinberlega ofan í við hann. Umræddur prestur hefur ekki þótt ólík- legur til að verða eftirmaður núverandi biskups. Sjá „Verður ónæmistæring- in bundin við... “ á bls. 24. hann minntist þess, að 24 ár eru liðin frá því kommúnistar i Austur-Þýskalandi tóku til við að reisa múrinn. Það gerðu þeir til að stöðva gífurlegan fólksflótta úr landi í gegnum Vestur-Berlín. Mannréttindanefnd í Vestur- Berlín birti í dag skýrslu um ástandið á landamærum ríkjanna og kemur þar fram, að eftir því, sem múrinn og girðingarnar verða „fullkomnari" sleppa færri og færri vestur yfir. Frá upphafi hafa alls 38.920 komist framhjá dauða- gildrunum en á síðustu árum að- eins um 200 árlega. Það sem af er þessu ári hefur 67 mönnum tekist að komast i gegn. Margir ættingjar farþeganna þótti líklegt, að enginn hefði AP/Símamynd og flugliðanna fóru út á Tókýóflugvöll til að bíða þar frétta af ástvinum sínum en strax komist lífs af. Létu þá margir bugast Japönsk þota ferst með 524 innanborðs Tókýó, 1Z ágóst AP. JAPÖNSK breiðþota hrapaöi í dag til jarðar í miðhluta Japans og er óttast, aö allir um borð, 509 farþegar og 15 manna áhöfn, hafi farist. Var vélin í innanlandsflugi, tiltölulega nýfarin frá Tókýó til Osaka, þegar flugmennirnir skýrðu frá bilun í hurð í farþegarými og fengu þeir leyfi til að nauðienda á herflugvelli. Skömmu síðar hvarf vélin af ratsjárskermum. Flakið er fundið í fjalllendi en þegar síðast fréttist hafði björgunarmönnum ekki tekist að komast að því vegna erfiðra aðstæðna. Flugmenn tveggja litilla flug- véla sáu breiðþotuna steypast til jarðar en það var áhöfn jap- anskrar herþyrlu, sem kom fyrst auga á flakið þar sem það liggur í snarbrattri fjallshlíð í japönsku Ölpunum, sem svo eru kallaðir. Mörg hundruð björgunarmenn voru strax sendir áleiðis á slys- stað en ekki verður komist þang- að nema fótgangandi enda mikil þoka á þessum slóðum og enn var myrkt af nóttu þegar þetta er skrifað. Ættingjar fólksins um borð í breiðþotunni flykktust út á Tókýóflugvöll til að bíða frétta af afdrifum þess en flestir telja ólíklegt, að nokkur hafi komist lífs af. Flugvélin var eins og fyrr segir í innanlandsflugi, á leið frá Tókýó til Osaka, þegar flugmenn- irnir skýrðu frá bilun í hurð og að þeir væru að lækka flugið. Þeir fengu leyfi til að nauðlenda á bandarískum herflugvelli en áður en það tókst hrapaði hún til jarð- ar. Slysstaðurinn er 112 km norð- vestur af Tókýó og var vélin þá komin 80 km út af réttri flugleið. Ekki er vitað hvernig á því stóð. Breiðþotan var af gerðinni B747 og sérstaklega breytt til að geta flutt mjög marga farþega á stuttum flugleiðum. Ef svo reyn- ist, sem óttast er, að aliir um borð hafi farist, er þetta mann- skæðasta flugslys sögunnar þeg- ar um er að ræða eina flugvél. Fleiri fórust í Tenerife á Kanarí- eyjum árið 1977, 582 alls, en þá rákust saman á flugvellinum þar tvær flugvélar, bandarísk og hol- lensk. Sjá „Mestu flugslys sögunn- ar“ á bls. 22. Simon Le Bon heimtur úr helju SIMON LE BON, söngvari hljómsveitarinnar Duran Duran, varð fyrir því óhappi í kappsiglingu á sunnudag að bát hans hvolfdi eftir að kjölurinn rifnaði undan bátnum. Simon og áhöfn hans voru fastir undir bátnum í tuttugu mínútur áður en bresk herþyrla kom á vettvang og bjargaði þeim. „Þetta gerðist mjög skyndilega: Eina stundin var góður skriður á bátnum og þá næstu sporðreistist hann,“ sagði Le Bon. — Á myndunum sést bátur Simons Le Bon eftir að honum hvolfdi og söngvarinn sjálfur eftir að honum var bjargað. Suður-A fríkustjórn settir úrslitakostir SanU Barbara, Kaliforníu, o| Jóhannesarborg, 12. ánúsL AP. BANDARÍKJASTJORN hefur gert stjórnvöldum í Suður-Afríku það Ijóst, að þau geti ekki lengur beðið með að draga úr eða afnema aðskilnaðarstefnuna í landinu. Fylgdi það með, að Reag- an forseti treysti sér ekki til að standa lengur í vegi fyrir að þingið samþykkti refsiaðgerðir gegn Suður-Afríkustjórn. Fimm manns létu lífið í óeirðum um helgina og hafa þá 67 látist á einni viku. Larry Speakes, talsmaður Hvíta hússins, sagði i gær, sunnudag, að Robert C. McFarlane, öryggis- ráðgjafi forsetans, hefði gert Botha, utanríkisráðherra Suður- Afríku, grein fyrir „staðreyndum málsins" á fundinum í Vín í fyrri viku. Hefði hann þá sagt, að Reag- an forseti gæti ekki lengur komið í veg fyrir að þingið samþykkti refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku nema stjómvöld sýndu það strax í verki, að þau hygðust afnema að- skilnaðarstefnuna. Refsiaðgerðir gegn Suður- Afríku hafa verið samþykktar með miklum meirihluta atkvæða bæði í fulltrúadeildinni og öld- ungadeildinni en síðarnefnda deildin ákvað þó að bíða með end- anlega afgreiðslu máisins þar til ágústfríinu lýkur. Almennt er bú- ist við, að Suður-Afríkustjórn muni fljótlega neyðast til að auka réttindi svartra manna í landinu, veita þeim aðild að ríkisstjórninni eða jafnvel afnema aðskilnaðar- stefnuna alveg. Um helgina létu fimm menn líf- ið í óeirðum, sem voru í hverfum svartra manna í Suður-Afríku, og hafa þá alls 67 fallið á einni viku. Sumir hafa fallið fyrir kúlum lögreglunnar en flestir í innbyrð- isátökum milli svartra manna eða milli svartra manna og fólks af indverskum ættum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.