Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 Moskan í Malmö og inn- flytjendavandamálið í Svíþjóð — eftir Pétur Pétursson Eitt þeirra vandamála sem verður æ fyrirferðarmeira hér í Svíþjóð er hið svokallaða innflytj- endavandamál. Eftir stríð og sér- staklega á hagvaxtarárum sjötta og sjöunda áratugarins opnaði Svíþjóð landamæri sín fyrir er- lendum vinnukrafti því þá vantaði vinnuafl. Sænsk fyrirtæki sendu jafnvel út leiðangra til Suður- Evrópu til að lokka til sín verka- menn. Ekkert var hugsað til þess að búa þyrfti í haginn fyrir þetta fólk sérstaklega, það var eins og menn héldu að það mundi hverfa aftur hljóðlaust þegar vinnu var ekki lengur að fá. Fyrir þennan innflytjendastraum var svo lokað á sjöunda áratugnum þegar vinnumarkaðurinn þurfti ekki á meira fólki að halda, en aðstand- endur þeirra sem þegar voru í Sví- þjóð héldu áfram að koma inn í landið svo og flóttamenn, sérstak- lega frá Suður-Ameríku. Nú er svo komið að um 10% íbúa Svíþjóðar eru af erlendu bergi brotin en nokkur hluti hefur fengið sænskan ríkisborgararétt. U.þ.b. helmingur þessa fólks er frá hinum Norður- löndunum, einkum Finnlandi. Það eru aðallega hin „framandi þjóð- arbrot" sem liggja að baki hinu svokallaða innflytjendavanda- máli. Einn þessara hópa er músl- ímar, sem ekki er sérstaklega stór hópur, u.þ.b. 35 þúsund manns, en á við alveg sérstök vandamál að stríða í sænsku samfélagi vegna trúarbragða sinna. Múslímar í Svíþjóð Það er ekki rétt að kalla þennan hóp „múhameðstrúar" vegna þess að fólkið trúir ekki á Múhameð eins og kristnir menn trúa á Jesúm Krist. Sjálfir kalla þeir sig alls ekki múhameðstrúar. Bæði orðin „múslím" og „íslam" merkja að hlýða, beygja sig undir vilja Allah eins og hann kemur fram i boðskap spámanns hans, Múham- eðs, og helgiritinu Kóraninum. Á íslensku er stundum talað um „múselmenn". Múselmenn í Svíþjóð koma frá ýmsum löndum þar sem trúin er mismunandi mikill þáttur í hinu opinbera stjórnkerfi. t íran og Pakistan er múhameðstrú ríkistrú og Kóraninn nánast opinber lög- bók, en í Tyrklandi er ríkisvaldið að nafninu til a.m.k. veraldlegt. Sameiginlegt með öllu þessu fólki er að trúin er mjög sterkur þáttur í daglegu lífi þess og snar þáttur í samheldni fjölskyldnanna. For- eldrarnir halda trúnni mjög fast að börnum sínum, enda er það í mörgum löndum þar sem íslam ríkir dauðasynd að kasta trú feðr- anna. Allt er þetta Svíum og öðrum Norðurlandabúum framandi fyrir- bæri, en múselmenn halda oft enn fastar í siði sína í hinu nýja um- hverfi, sem þeir upplifa sem ógnandi og óskiljanlegt. Ýmsir erfiðleikar mæta þessu fólki í sambandi við trúariðkanir þess t.d. er mjög erfitt fyrir þá sem vinna úti að halda hinar fimm reglulegu bænastundir á dag, en nákvæmar reglur gilda um þetta. Sama er að segja um föstumánuð- inn (Ramadan) er trúaður músl- ími verður að vera án matar og drykkjar (má ekki einu sinni kyngja sínu eigin munnvatni) meðan bjart er af degi. Ekki horfa málin betur við í sambandi við skólagöngu barn- anna. Foreldrarnir upplifa sænska skólakerfið oft sem siðlaust og mannskemmandi. Oft eiga sér stað vandamál í mötuneytum skól- anna, en börn múslíma mega ekki borða svínakjöt og ekki einu sinni mat sem soðinn hefur verið í sama potti og svínakjötið. Reglan sem gildir í Svíþjóð er að allir eigi að fá sama „holla og góða matinn" sem að næringargildi hefur verið veginn og metinn samkvæmt stöðlum Félagsmálaráðs (Social- styrelsen). Kynferðisfræðslan er algjört siðleysi samkvæmt við- horfi múslíma svo og samvera drengja og stúlkna, að ekki sé tal- að um þegar þau eru bara í leik- fimifötum eða sundskýlum. Á föstudögum eiga allir músl- ímar að mæta til mosku sinnar (kirkja þeirra), en þeir verða oft- ast að láta sér nægja bráða- birgðaráðstafanir, leiguíbúðir og herbergi til þess að safnast í. Moskan er heilagur staður og eins konar menningarmiðstöð múslíma sem finnst mikið á skorta þegar engin slík er í nágrenninu. Malmö — Mekka Norðursins Rétt fyrir utan borgina Malmö í Suður-Svíþjóð hefur risið fyrsta sérbyggða moskan á Norðurlönd- um. f Malmö búa um 3000 músiim- ar sem ættu að treta vel við unað. Þessi sérkennilega bygging sting- ur mjög í stúf við aðrar byggingar hér á Skáni og þótt víðar væri leit- að. Það er engu líkara en að Allah hafi með almáttugri hendi sinni tekið einn helgidóm sinn upp með rótum úr landi Þúsund og einnar nætur og sett niður í skánskan leir á sléttunni í útjaðri bæjarins. En moskan er stílhrein og fögur og nýtur sín furðanlega í þessu um- hverfi ekki síst þegar hún er upp- lýst að kvöldlagi. En það er meira en einn galli á gjöf „Njarðar". Verktakarnir sem byggðu húsið vilja ekki afhenda það vegna van- skila á greiðslum. Þeir eiga eftir að fá inn 4,5 milljónir sænskra króna. En það er ekki nóg með það. „Söfnuðurinn" neitar að mæta. Mikill ágreiningur er á milli safn- aðarins, (félags múslíma í Malmö) og stofnunar þeirra, Islamic Cent- er, sem staðið hefur fyrir bygging- unni. Þetta Islamic Center hefur átt í brösum við að gera múslím- um og öðrum grein fyrir umboði sínu og valdsviði. Að stofnuninni standa aðeins þrír menn en þeir hafa sambönd í Saudi-Arabíu og fleiri löndum sem þeir hafa sagst mundu fá fjármuni frá til að borga brúsann. Söfnuðurinn, eða félag múslíma í Malmö, hefur ekki sætt sig við einræðiskenndar að- ferðir þessara fáu manna varð- andi bygginguna og framkvæmdir allar. Stjórn þeirra hefur ekki fengið innsýn í starfsemi Islamic Center og á fundi fyrir rúmu ári ákvað söfnuðurinn að afsegja öll samskipti við Centrað og láta eins og moskan væri ekki til. Þetta hvftir í at.iiftn málí Koft oA Kotur hefði verið heima setið en af stað farið með byggingu þessa. Harmsaga þessi hefur vakið heimsathygli meðal múslíma og ljóst er af skrifum málgagna þeirra að moskunni í Malmö var ætlað að vera útpóstur hins ísl- amska siðar í Norður-Evrópu. Samtök þau sem Islamic Center virðist standa í sambandi við í Saudi-Arabíu heita Rabita og beita sér fyrir útbreiðslu Islam m.a. með byggingu moska víðsveg- ar um heim, og hafa samtökin að- gang að olíuauði landsins til þess arna. Sænska fyrirtækið sem á mik- illa hagsmuna að gæta í Araba- löndunum vegna stórra verkefna þar hefur hikað við að leggja fram opinbera kæru á hendur Islamic Center. Stofnunin á sennilega í vök að verjast gagnvart stuðn- ingsmönnum sínum vegna við- bragða múslíma í Malmö. Því er borið við að ekki sé hægt að borga söluskatt og vexti sem eru inni- faldir í verðinu og þetta af trúar- ástæðum. Kóraninn bannar það skírt og skorinort — en múslímsk- ir athafnamenn hafa þrátt fyrir það ýmis ráð, þegar þeir vilja, koma sér sniðuglega fram hjá þessum trúarlegu hindrunum í al- þjóðlegum viðskiptum. Fyrirtækið er ábyrgt fyrir söluskattinum í ríkiskassann og hefur nú farið þess á leit við ríkisstjórnina að fá undanþágu frá söluskatti vegna þessara sérstöku aðstæðna — en svar hefur ekki borist frá stjórn- inni. Trú og samfélag eitt og hið sama? Vandamálið í sambandi við moskuna í Malmö má í raun skýra út frá trúarhugmyndum múslíma sem vantar algerlega alla hefð og viðmiðun þegar þeir eiga að fara að skipuleggja „frjáls samtök" um trúmál í nýja landinu til þess að fvliria pft.ir haesmunum sínum. í MIÐBÆR - VESTURBÆR HÖFUM OPNAÐ LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ OG UÓSASTOFU í ÁNANAUSTUM 15. ERUM MEÐ TÆKI OG UÓSABEKKI AF BESTU GERÐ BJOÐl'M UPPÁ: Tækjasal Ljósabekki Teygjuæfingar Eimgufu Aerobic leikfimi Heilsubar Xudd Kaffistofu Leiöbeinendur á stadnum Opnunartími: Mánud. — fimmtud kl. 07—22 Föstud. 07—20 Laugard. — sunnud 10—18 RŒKTIN Ánanaustum 15, Reykjavík, sími 12815 sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.