Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 43 „Karlarnir ekkert matvandir44 14 ára stúlka messagutti á Árna Friðrikssyni Þær eru liklega ekki margar stúlkurnar á fjórtánda ald- ursárinu, sem eru messar (aðstoð- armenn í eldhúsi) á sjónum. Hún Eva Ragnarsdóttir lætur sig þó ekki muna um að bregða sér í það hlutverk í afleysingum um borð i rannsóknarskipinu Árna Frið- rikssyni. Morgunblaðsmenn hittu Evu að máli um borð í Árna Friðrikssyni fyrir nokkru og var að sjálfsögðu engan bilbug á henni að finna. Hún sagðist hafa komið um borð þann 18. júlí, fengi vikufrí um mánaðamótin, en færi svo líklega aftur út þann 7. ágúst. Hún sagði að vantað hefði messa um borð og Ragnar pabbi sinn, fyrsti stýri- maður um borð, hefði spurt hana hvort hún vildi ekki slá til og það hefði hún gert. Eva sagði, að sjó- veikin herjaði ekkert á sig og hún kynni vel við starfið enda hefði hún oft áður skroppið i túra með pabba sínum. Karlarnir væru ekk- ert matvandir og það væri bara gaman að þessu auk þess, sem gott væri að fá eitthvað af aurum fyrir starfið. „Þetta er bara til gamans gert,“ sagði Eva, „ég ætla þó ekki að Eva Ragnarsdóttir og Höskuldur Guðmundsson kokkur. MorKunblaAið/Bjami leggja sjómennskuna fyrir mig. framtíðina, en hún verður örugg- enda ekkert farin að hugsa um lega ekki á sjónum." LUCAS HAAS SEM LEIKUR í MYNDINNI VITNIÐ Ætlaði að verða flugmaður Lukas Flest löndin seldu matvöru og dansað var í þjóðbúningum. Frá Íslandi var hægt að verða sér úti um handprjónuð sjöl, kápur, lopapeysur, skeiðar, keramik og lambaskinn. Af Íslands hálfu sá Dísa Helgason Hermannsdóttir, sem er virkur meðlimur í Íslend- ingafélaginu, um alla fram- kvæmd og undirbúning. Þá bar Guðbjörg Björnsdóttir mikla björg í bú og hafði samband við íslenska ferðaskrifstofu til að útvega upplýsingabækling um landið. Tveir og þrír sjálfboðaliðar voru á staðnum til að svara spurningum er gestir kynnu að hafa um landið og fólk var mjög undrandi að heyra um forseta landsins, að þar væri á ferðinni kona og spurðu fyrir vikið mun meira en ella. Næsta ár stendur til að endur- taka vörumarkaðinn og þá mun ísland líklega hafa til sölu eitthvað góðmeti til að leyfa Dallasbúum að gæða sér á. Ekki langaði Lukas litia Haas til að verða leikari, heldur flugmaður. En eftir frábæra frammistöðu í myndinni Vitnið, sem nú er verið að sýna hérlendis, á hann tæpast nokkurt val. Hinn 9 ára gamli leikari byrjaði ferilinn aðeins 4 ára snáði á barnaheimili þar sem hann lék könguló. Hann skreið á fjórum fótum við þetta og fóstran varð svo hrifin að hún mælti með honum við vin sinn sem var á höttunum eftir hæfi- leikaríkum krökkum í myndir. Og síðan hefur boltinn snúist. Frank Sinatra hlýt- ur Yiðurkenningu Frank Sinatra var nýlega heiðraður fyrir það að hafa notað hæfileika sína í þágu mannkynsins. Það var „Stevens Institute of Technology" sem veitti leikaranum viðurkenning- una. Frank lét sitt ekki eftir liggja og mætti klæddur sem æruverðugur doktor. Meðal þeirra sem voru viðstaddir í salnum og óskuðu Sinatra til hamingju var eiginkonan, Barb- ara. COSPER 11 9765 11 " 1 COSPER. Égget ekki ímyndad mér hvernig égget borgað örlæti þitt. Bingó — Bingó í Glæsibæ í kvöld kl. 19.30 Aöalvinningur 25.000. Næsthæsti vinningur 12.000. Heildarverömæti yfir 100.000. Stjórnin. Samskipti á tölvuöld Veröum meö kynningarfund og sýningu í Kristalsal Hót- els Loftleiöa, mánudag og þriöjudag, kl. 16.00—18.00, báöa dagana. Hr. Clive Norris, forstööumaður tæknideildar One To One í Englandi veröur á fundinum og gefur upplýsingar. Kynnist því nýjasta í tölvusamskiptum. One To One-umboðið á íslandi Klapparstíg 16, Reykjavík. Síir.i: 27113. ORÐSENDING TIL KORTHAFA Að gefnu tílefni skal það ítrekaö, vegna misskilnings sem sprottið hefur af upp- lýsingum í fréttabréfi dags. 22. júlí sl., um innáborganir, aö eindagi VISA-greiðslna er 2. hvers mánaöar. Hafi úttekt síöasta færslutímabils ekki verið aö fullu greidd á þeim degi er litiö á þaö sem vanskil, sem varöað geta kort- sviptingu. HITAMÆLINGA- MIÐSTÖÐVAR Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eöa tuttugu og sex mælistaöi. Ein og sama miðstööin getur tekiö viö og sýnt bæöi frost og hita, t.d. Celcius -i-200+850 eöa 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og meö mis- munandi skrúfgangi fáanlegir. Fyrir algengustu riö- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Þaö er hægt aö fylgjast meö afgashita, kæli- vatnshita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, fryst- um, lestum, sjó og fleira. @0(u»7íaaM®(u:ir tí<6xn)©©®(ni & ©o hvkmvik. ic«lano Vesturgötu 16. Símar 14680 — 13280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.