Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1935 4Ö Minning: Jón Sigurðsson, Stóra-Lambhaga Faeddur 26. ágúst 1924 Dáinn 15. júlí 1985 „Vertu dyggur trúr og tryggur tungu geymdu þína, við engan styggur né í orðum hryggur athuga ræðu mína.“ Þessar ljóðlínur eiga vel við um þann mann, sem Jón hafði að geyma, því hann framfylgdi þessu heilræði Hallgríms Péturssonar. Að morgni 15. júlí sl. barst mér sú harmafregn að Jón Sigurösson, maður systur minnar, væri látinn. Með honum er genginn góður drengur. En eigi má sköpum renna. Útför hans var gerð frá Leirárkirkju 20. júlí sl. Jón fæddist 26. ágúst 1924 á Stóra-Lambhaga, Skilmanna- hreppi, Borgarfirði. Þar bjuggu foreldrar hans allan sinn búskap. Jón var sonur hjónanna Sólveigar Jónsdóttur frá Brennu í Lunda- reykjadal og Sigurðar Sigurðsson- ar frá Stóra-Lambhaga. Sigurður lést árið 1953 en Sólveig 1975. Jón ólst upp í foreldrahúsum ásamt systkinum sínum þremur, sem öll lifa nú bróður sinn, en hann var næstyngstur sinna systkina. Á yngri árum lærði Jón rafvirkjun og útskrifaðist í þeirri grein, en hún varð ekki hlutskipti hans, sem atvinna. Samt hélt hann lærdómi sínum vel við, sem kom honum og mörgum öðrum að góðu gagni því hann var greiðvikinn. Jón hafði marga eðliskosti og var hann völ- undur íhöndunum. 18. nóvember árið 1950 kvæntist Jón eftirlifandi konu sinni Svan- dísi Haraldsdóttur frá Seyðisfirði. Þau byggðu hús sitt í Stóra- Lambhaga og bjuggu þar upp frá því. Jón og Didda eignuðust fjögur börn, sem öll eru dugleg og efni- leg. Þau ólust upp í skjóli góðra foreldra, sem verður þeim gott veganesti á lifsleiðinni. Þau eru: Sólveig, gift ólafi Jónssyni, Har- aldur, kvæntur Huldu Benedikts- dóttur, Sigurður Sverrir, kvæntur Maríu Kristjánsdóttur og Arn- björg. Barnabörnin eru orðin átta og hafa þau öll verið Jóni og Diddu sérstaklega hjartfólgin og alltaf velkomin til afa og ömmu. Jón vann hjá Samvinnufélagi Hvalfjarðar við mjólkurflutninga og viðgerðir, síðan hjá ræktunar- sambandi Hvalfjarðar á jarðýtu. Þar næst stofnaði hann sameign- arfélag með tveimur öðrum mönn- um og fluttu þeir með tankbílum mjólk fyrir bændur. Síðastliðna tólf vetur ók hann skólabörnum á eigin bíl. Oft voru misjöfn veður á þessum árstíma en Jón var örugg- ur bílstjóri og voru börnin í góðum höndum þar sem Jón ók. Á þessari stundu leita upp í huga minn margar Ijúfar minn- ingar. Jón var æðrulaus, viðsýnn, jákvæður og fordómalaus um fólk. Það kom fyrir, ef ég var eitthvað ósanngjörn, að hann benti mér góðlátlega á betri hliðarnar og eins ef einhver fáraðist út af litlu tilefni varð Jóni oft á orði: „Það skiptir engu máli.“ Jón virtist mér fremur seintekinn, hann var dag- farsprúður en gat verið hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Mér er minnisstætt fyrir tveimur árum er ég hringdi i Jón og bað hann um greiða. Frá hans hendi var það sjálfsagt, en vandinn var sá að bón þessi þurfti einnig að ganga til annars góðs manns og Gforia Citía AUMINGJA LITLA RÍKA STÚLKAN * Myndaflokkur á 2 spólum kemur á myndbandaleigur nk. fimmtudag STÓR- KOSTLEGUR W MYNDAFLOKKUR sem engan Jæíur ósnortinn íslenskur texti Kinkaréttur á íslandi Gloria (söguþráður) Gloria litla er hyggð á sönnum atburðum, er segja frá æsku hinnar þekktu Gloriu Vanderbilt og réttarhöldum þeim sem urðu vegna innbyrðis deilna fjölskyldunnar um yfirráð hennar. Glaumgosinn Reggie Vanderbilt verður ástfanginn af hinni ungu og fallegu Gloriu Morgan. Þau giftaat og eignast stúlku sem sklrð er í höfuðið á nióður sinni. Stuttu síðar deyr Reggie og erfir þvi Gloria litla auðæfi Vanderbilt-fjölskyldunnar. En Gloria eldri tekur að eyða arfi dóttur sinnar á ýmsa skyndielgkhuga og ferðalög. Þegar amma Gloriu litlu deyr ákveður frænka hennar, Gertrude Vanderbilt, að reyna að fá umráðarétt yfir Gloriu litlu. Upphefjast þá hörð og alóttug réttarhöld um forræði ríkasta barns heims. Réttarhöld þessi vöktu gífurlega athyglí á sínum tíma. Angela Lansbury leikur frænkuna Gertrude Vander- bilt Whitney. Hún var vellauðugur listaverkaunnandi sem notaði völd sín og auð til að ná yfirráðarétti yfir barni annarrar konu. Belte Davis leikur Alice Gwynne Vanderbilt. Höfuð Vanderbilt-fjöl- skyldunnar sem syrgði mann sinn, Cornelius Vander- bilt, með því að klæðast svörtu í 35 ár. Hún var í fyrstu mótfallin giftingu sonar síns og Gloriu Morgan. Christopher Plummer leikur Reggie Vanderbilt. Hann var drykk- felldur glaumgosi sem eyddi 25 millj- ónum dollara í kon- ur, sukk og svínarí og skildi eiginkon- una eftir slyppa og snauða er hann iést. Lucy Gutteridge leikur Gloriu Morg- an Vandberbilt eig- inkonu Reggie. Hún var ung og falleg, lifði áhyggjulausu lífi og eyddi arfi dóttur sinnar í ferðalög og ýmsa skyndielskhuga. Maureen Stapleton leikur barnfóstr- una Emmu Kieslich sem fékk Gloriu litlu til þess að hata móður sína. Jennifer Dundas leikur hina 10 ára gömlu Gloriu, rík- asta barn heims sem oft var kölluð „aumingja litla ríka stúlkan". Dreifing sUÍnorhf var því svarið: „Já.“ Hjálpsemi þeirra beggja í þessu tilviki hefur veitt mér ánægju, sem ég nýt enn- þá. Með sameiginlegu átaki komu Jón og Didda sér upp fallegu og myndarlegu heimili, sem alltaf hefur verið opið öllum ættingjum, vinum, kunningjum og margir fleiri hafa notið gestrisni þeirra. Ótal notalegar og glaðar stundir áttum við Isleifur ásamt börnum okkar á heimili þeirra. Á þessum tímamótum er okkur þakklæti efst í huga. Núna þegar Jón hefur lokið hérvistardögum sinum og litið er til baka finnst mér hann hafa ver- ið gæfusamur maður, því hann hlaut góðan lífsförunaut og var það gagnkvæmt. Ég veit að minn- ingin um góðan mann verður ást- vinum hans öllum huggun harmi gegn. Að leiðarlokum kveð ég mág minn með trega og þakka honum góð kynni. Svandísi, systur minni, börnum þeirra og öllum öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð og óska þeim guðsblessun- ar. Sigrún Haraldsdóttir Aðfaranótt 15. júlí sl. varð bráð- kvaddur í svefni Jón Sigurðsson í Stóra-Lambhaga. Hann var gest- komandi á Eddu-hótelinu á Eið- um, ásamt nokkrum útlendingum, sem hann var með í hópferðabíl sínum i hringferð um landið. Laugardaginn 20. júli var mikill mannfjöldi við Leirárkirkju sam- an kominn til að vera við útför þessa heiðursmanns. Þessi fjöl- menni hópur sannaði okkur fyrst og fremst tvennt, í fyrra lagi hve þetta sviplega fráfall snerti fólk illa, í öðru lagi hve vinsæll og vinmargur þessi maður var. Jón Sigurðsson fæddist í Stóra- Lambhaga 26. ágúst 1924, næst- yngstur fjögurra barna þeirra heiðurshjóna Sigurðar Sigurðs- sonar hreppstjóra og Sólveigar Jónsdóttur, sem lengi bjuggu far- sælu búi við góðan orðstír í Stóra-Lambhaga. Sigurður tók þar við búi af föður sínum og nafna. Þeir búa þarna mann fram af manni alnafnar, feðgar og hreppstjórar. Móðir Jóns var Sólveig Jóns- dóttir Pálssonar bónda og söðla- smiðs í Brennu í Lundarreykjadal og konu hans Sigríðar Snorradótt- ur. Um Jón Pálsson segir í (Bæ.bl.194): Hann var talinn þjóð- hagi, mannkosta maður og val- menni. Sá Jón sem hér er minnst mun heitinn eftir þessum móður- afa sínum, sem svo var lýst. Vissu- lega hefur sú verið óskin, að drengurinn bæri nafnið með rentu og erfði mannkosti gamla manns- ins. Sú ósk hefur vel ræst og orðið að veruleika, sem allir kannast við sem manninn þekktu og verka hans nutu. Hagleikurinn gat einn- ig verið víðar að kominn, því þeir Sigurður í Stóra-Lambhaga voru orðlagðir hagleiksmenn og smiðir. Jón Sigurðsson ólst upp á mynd- ar- og menningarheimili foreldra sinna í Stóra-Lambhaga við hin ýmsu bústörf, eins og gerist í sveit. Sigurður faðir hans var hag- ur maður og hefur drengurinn trú- lega gefið iðju hans glöggt auga. Ungur fer Jón í Reykholtsskóla og síðar í handíðaskóla og iðnskóla og lærir rafvélavirkjun. Seinna var hann á námskeiði þar sem kennd var díselvélfræði. Eg heyrði eftir kennaranum haft hve fljótur og næmur þessi nemandi hefði verið og auðvelt að kenna honum vegna hans næma skilnings og áhuga á náminu. Jón var einstak- ur hæfileikamaður og góðum gáf- um gæddur. Hann hefði getað orð- ið góður bóndi, hann hafði svo góðan skilning á hlutunum. Það var gaman að ræða þau mál við Jón og heyra hve mikla þekkingu og skilning hann hafði á málun- um, reyndar áhuga einnig. Að vísu voru þau hjón lengi með nokkurn búskap, en þetta var aukastarf Jóns, hann vann fullan vinnudag á öðrum vettvangi. Mjólkur- og vöruflutningafélag sem bændur í hreppnum hér sunn- an Skarðsheiðar stofnuðu og ráku um árabil hafði aðsetur í Stóra- Lambhaga. Sá staður var nokkuð miðsvæðis, svo hitt að aðalhvata-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.