Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
I .. .....................................
helmingi minna en fullorðnir. Aðeins
selt báðar leiðir. Greiða verður farseðil
að fullu um leið og bókað er. Engar
breytingar eru leyfilegar né endur-
greiðslur. (Athugið: Pex tryggingu.)
Gildir alla daga sem flogið er. Lágmarks-
dvöl er fram yfir sunnudag en
hámarksdvöl er 3 mánuðir. Pex gildir til
Luxemborgar og Frankfurt. í París er
hámarksdvöl 1 mánuður.
FLUGLEIÐIR
Friður og
mannréttindi
— eftir Arnór
Hannibalsson
Rétturinn til að lifa er óhaggan-
legur grunnur alls siðgæðis og
allrar siðfræði. Þann rétt þarf
ekki að rökstyðja. Hann er augljós
forsenda. Ekkert mannlegt samlíf
getur byggt á annarri forsendu.
Ekkert þjóðfélag getur þrifizt á
þeim grunni, að hver maður hafi
rétt til að vega náunga sinn að
geðþótta. f slíku þjóðfélagi væri
styrjöld allra gegn öllum, skegg-
öld, skálmöld. Hver maður myndi
óttast um líf sitt og öryggi.
Það er eitt höfuðverkefni ríkja
að halda uppi friði innan ríkisins.
Jafnvel þótt menn viðurkenni rétt
til lífs og öryggis, útilokar það
ekki árekstra og skærur milli
manna. Ríkið tekur sér einkarétt á
ofbeldi til þess að koma í veg fyrir
að menn beiti hver annan ofbeldi.
En ríki geta tekið á þessu verkefni
með tvennskonar hætti. Það getur
gengið út frá því, að hver einstakl-
ingur vilji lifa í friði við nágrann-
ann og að hlutverk ríkisins sé að
hjálpa einstaklingnum til að leysa
úr deilumálum og árekstrum. En
önnur riki fara þannig að þessu,
að þau lýsa því yfir að borgararnir
séu samkvæmt skilgreiningu sam-
mála ríkinu um hvaðeina, og þvi
skuli ríkið sjá til þess með valdi,
að allir virði þetta. Fyrri aðferðin
er háttur þeirra ríkja sem virða
lýðréttindi. Seinni aðferðin nefn-
ist einræði eða alræði.
Heilagur Ágústínus segir í bók-
inni Borg Guðs (IV,4) að ríki án
réttlætis sé ekki annað en ræn-
ingjaflokkur. En hvernig á að
trygKja réttlætið? Fyrir því er
engin töfraformúla til. Heimspek-
ingurinn Immanúel Kant leit svo
á, að þau ríki tryggðu helzt rétt-
læti sem lytu lögum og virtu rétt
manna til lífs og frelsis. Það væri
trygging gegn því að ríkið beitti
borgarana gjörræði. En friður
innan stjórnarskrárbundins lýð-
veldis er ævarandi verkefni. Menn
eru þar sífellt að semja um sættir.
Þar sem lýðfrjáls ríki eru líklegri
en harðstjórnarríki til að halda
uppi friði innanlands, eru þau og
líklegri til að halda friði við ná-
grannaríki.
Þjóðríki halda uppi ólíkum sið-
um, tungum, trúarbrögðum og
marka landamæri. Þróun innan
einstakra ríkja getur orðið með
ýmsu móti, og þeim líkað mis-
jafnlega athafnir grannríkja.
Árekstrar milli ríkja eru jafn
Arnór Hannibalsson
„Á íslandi krauma
hugmyndir af þessu tagi
í pottum Kvennafram-
boös og Bandalags jafn-
aöarmanna. Sami rass-
inn er undir báðum. (En
líklega án þess þau viti
af því.)“
óumflýjanlegir eins og milli
manna innan ríkja. En eigi þeir
árekstrar ekki að leiða til styrj-
alda verða ríki að virða hvert ann-
að, taka tillit til sjálfsákvörðun-
arréttar og fullveldis annarra og
leggja á hilluna þá reglu að hin
minni ríki eigi að lúta hinum
meiri máttar. Því mælir Kant
einnig með því, að ekkert ríki
blandi sér í innri málefni annars.
Þótt ofannefndar hugmyndir
hafi í orði kveðnu verið hafðar í
heiðri af fjölmörgum ríkjum, allt
frá frönsku byltingunni, eru þau
ríki samt ófá sem þverneita þess-
um hugmyndum og vísa þeim á
bug. Ófáar styrjaldir hafa verið
háðar síðustu tvær aldir.
Ríki getur þurft að berjast fyrir
tilverurétti sínum. Rétturinn til
að lifa felur í sér rétt til að verja
líf sitt og frelsi. Það getur verið
réttlætanlegt að leggja líf sitt að
veði í baráttu fyrir eigin tilveru-
rétti og þjóðar sinnar. Sá réttur er
framhald af rétti til að efla sjálf-
an sig og þjóð sína til góðra verka.
Sé sá réttur tekinn af mönnum
eða þjóðum, blasir við stirðnun,
uppgjöf, dauði. Það er ef til vill
þverstæða að lögum og rétti verði
ekki haldið uppi nema að viðlögðu
ofbeldi. En fram hjá þeirri þver-
stæðu verður ekki gengið.
Niður meÖ þingræöiö
Nú á dögum eru uppi í Þýzka-
landi hugmyndafræðingar, sem
telja miklu varða að ráða niður-
lögum þeirra hugmynda, sem hér
að ofan voru nefndar. Flestir hafa
skipað sér í raðir Græningja.
Einnig má finna þá meðal sósíal-
demókrata, sem vilja varanlegt
bandalag við Græningja.
Græningjar eru yfirleitt taldir
vera til „vinstri". Samt eru þeir
hið rammasta afturhald, sem
hugsast getur.
Stjórn nazista og ósigur Þýzka-
lands í seinni heimsstyrjöld ollu
því, að hefðin í þýzkri stjórnmála-
hugsun rofnaði. Þjóðverjar hafa
ekki náð tökum á fortíð sinni. Þeir
eru ruglaðir í stjórnmálaríminu
og vita margir varla á hvaða
grunni á að byggja. Þeir eru í
hugmyndafræðilegu tómarúmi.
Margir líta á Weimar-lýðveldið
sem forspil að veldi Hitlers. Meg-
inþorra þeirra er umhugað um að
sýna fram á, að nazismi og styrj-
aldarfár gerist þar aldrei framar.
Einungis örfáir Vestur-Þjóð-
verjar sjá framtíð lands síns í öm-
urleikanum austan Berlínarmúrs-
ins. Kommúnistaflokkurinn nýtur
einskis fylgis. (örlítið hljóp þó á
atkvæðasnærið hjá honum með
því að fela sig bak við „friðar-
framboð").
Hvar sér þá til átta? Um nokk-
urt skeið létu svokallaðir „ung-
sósíalistar" í sér heyra. Þeir hugs-
uðu svo: Auðvaldið hefur tilhneig-
ingu til að verða að ríkiseinokun-
arauðvaldi. Iðnjöfrar studdu Hitl-
er. Því ber að afnema auðvaldið.
Stefnuskrá SPD (sósíaldemó-
krata) er ágæt. En stóriðnaðurinn
og Bandaríkin koma í veg fyrir að
hægt sé að framkvæma hana.
Fleiri hafa flækzt á þessum
miðum og veitt ýmist „virka" eða
„óvirka“ mótspyrnu. Óaldarflokk-
ur Baaders og Meinhofs iðkaði
„virka“ mótspyrnu með því að
myrða framámenn í iðnaði og at-
vinnulífi. Árangurinn var enginn
Vértumeðí
sumaiieik Olís
Er bílnúmer þitt eitt af þeim 10 sem dregin verða út í hverri viku í allt sumar?
Ef svo er, tekurðu þátt í sumarkönnun OLÍS og ert 10 þúsund krónum ríkari.
Komdu við á næstu OLÍS stöð og athugaðu málið.
Einfaldur leikur, krefst einskis, bara að fylgjast með.
Vertu með, fylgstu með. 10 ný bílnúmer í hverri viku.
-gengiir lengra.