Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 27 Rússneskt flutningaskip við bryggju í Curinto. geta trúað því að Nicaragua taki ekki á sig mynd hins sovéska al- ræðis og landið verði ekki enn einn leppur Sovétríkjanna. Pól- verjar munu alltaf verða samherj- ar þeirra sem berjast gegn alræði og harðstjórn. Við vitum að Som- oza, fyrrum einræðisherra Nicar- agua, var harðstjóri þannig að við erum fordómalausir gagnvart byltingunni. Við vitum einnig að hin smáu ríki Mið-Ameríku geta ekki sætt sig við vernd og yfirráð Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn virtust geta sætt sig við stjórn Somoza, þrátt fyrir að stjórn hans hlyti að vekja andúð allra manna með einhvern snefil af réttlætiskennd. Það er ekki að undra að sjálfboðaliðar hvaðanæva úr Mið-Ameríku skyldu ganga til liðs við ykkur og að almenningsálitið í heiminum skyldi vera hliðhollt baráttu sand- inista. Það kom heldur, ekki á óvart að málstaðurinn skyldi sam- eina hinar ýmsu hreyfingar sand- inista og að jafnólíkir menn og rit- höfundurinn Sergio Ramirez, marxistinn Thomas Borge, við- skiptajöfurinn Alfonso Rebelo og prestlærður maður sem þér og séra D’Escoto skyldu styðja bar- áttuna gegn harðstjórn Somoza. Mörgum þótti það vera tákn fyrir sigur sandinista og framgang réttlætisins þegar þér fóruð fyrir hersveitum byltingarmanna þann 21. júlí 1979 inn í höfuðborgina Managua... { Managua hafa menn aðra sýn til heimsmála en þeir sem búa í Gdansk eða Varsjá. Þar sem stefna ykkar er öndverð stefnu og hagsmunum Bandaríkjastjórnar kemur okkur ekki á óvart að þið skulið leita stuðnings meðal kommúnískra ríkja. Við skiljum einnig að stöðu ykkar vegna getið þið ekki sett fyrir ykkur stefnu og stjórnkerfi þessara ríkja, þótt vitaskuld getið þið ekki látið sem ykkur sé ókunnugt um hvað þetta tvennt hefur leitt af sér. Vígður maður sem þér, herra Cardenal, hlýtur að vita hvaða augum stjórnvöld í Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu líta kirkjuna og hvert er hiutskipti þeirra, sem fylgja vilja boðskap hennar. Skáld hljóta að vita hvaða ógæfu „bar- átta alþýðunnar" hefur leitt yfir starfsbræður þeirra á Kúbu, svo sem Valladares. Þeir sem fást við viðskipti vita af markvissri við- leitni Sovétstjórnarinnar til að *uppræta einkaframtakið sem samkvæmt skilgreiningu er helsti andstæðingur öreigastéttarinnar auk þess sem það er hindrun, sem ryðja verður burtu, til þess að framrás sögunnar geti náð loka- takmarki sínu, samkvæmt sögu- skoðun marxista ... Við eigum aftur erfiðara með að skilja hversu hliðhollir bylt- ingarmenn í Nicaragua eru boð- orðum marxismans, einkum hugmyndinni um afnám séreignar og þjóðnýtingu. Þessari hugmynd erum við algerlega andvígir, en ef til vill hafið þið hugsað ykkur að fara aðrar leiðir hvað þetta snert- ir. Ef þetta er raunverulegur vilji meirihluta Nicaragua-búa og stjórnvöld hafa ekki tekið sér það vald að vera málsvarar meirihlut- ans, ef íbúar landsins telja að þetta leiði til mestrar farsældar, þá er það mál Nicaragua-búa einna. Við munum fylgjast með þróun mála af stöðugt meiri at- hygli. Við skiljum þann grundvöll sem utanríkisstefna ykkar hvílir á (en þar með er ekki sagt að við séum sammála henni) og við viðurkenn- um rétt ykkar til að ráða eigin málum í samræmi við það sem samviska ykkar býður. Hins vegar fara hér á eftir nokkur atriði sem við vildum gjarnan að þér skýrðuð fyrir okkur. — Hvers vegna voru hinir vinstri sinnuðu sandinistar, sem börðust með ykkur reknir úr landi? — Hvers vegna tókuð þið upp ritskoðun? — Hvers vegna berst Eden Pastora, sem var ein helsta hetja byltingarinnar, nú gegn ykkur og segist ætla: „að draga hina nýju valdhafa út úr glæsibílunum sín- um.“? — Hvers vegna reynið þið að uppræta menningu Misquito- indíána? Þeir fylla nú flokk þeirra, sem berjast gegn stjórn ykkar. Hvers vegna gripuð þið til þess að „friða" þorp þeirra með valdi? — Hvernig stendur á því, að unglingspiltar sem berjast gegn ykkur bera kross um háls sér? — Hvers vegna neydduð þið Al- fosno Rebelo, sem fyrrum átti sæti í stjórn ykkar, til að flytjast úr landi? -*• Hvers vegna var fyrrum andófsmaður í þjóðvarðliði Som- oza, sem þið höfðuð gert að ráð- herra í stjórn ykkat, handtekinn? — Hvers vegna treystið þið á hjálp kúbanskra sérfræðinga, sem koma frá landi þar sem verka- menn eru dæmdir sem sakamenrf ef þeir sýna viðleitni í þá átt að stofna frjáls verkalýðsfélög? — Er það satt að Sovétmenn séu að byggja flotastöð í Esteli? — Frelsunarguðfræði kennir að réttlætanlegt sé að beita valdi til að koma á réttlátu þjóðfélagi. Teljið þér að unnt sé að réttlæta það sem að ofan er ritað með til- vísun til guðfræðilegra raka? Telj- ið þér að þið séu á réttri leið? Við spyrjum þessara spurninga, vegna þess að saga okkar og ná- granna okkar vitnar ljóslega um afleiðingar þess að láta tilganginn helga meðalið. Sífellt djöfullegri meðul eru réttlætt og harðstjórar eins og Stalín, Somoza, Jaruzelski og Pinochet vitna um tilganginn. Hvers vegna skyldum við Pólverj- ar ekki líta svo á, að í Nicaragua sé orðið „bylting" notað til að fela harstjórn? Þér ortuð eitt sinn ljóð um grimmdarlegt land þar sem allt bar nafn Somoza. Óttist þér ekki að brátt komi fram skáld, sem yrki ljóð um landið þar sem allir hata illt nafn sandinista? Nú þeg- ar kommúnistar hafa ráðið ríkjum í Póllandi í 40 ár, er svo komið að verkamenn eru teknir að fyrirlíta þau tákn, sem eitt sinn voru notuð til að sameina þá; fánann rauða og alþjóðasöng verkalýðsins, „Inter- nationalinn". Við teljum, að allar frelsis- hreyfingar eigi að hefja fulla sam- vinnu án tillits til litarháttar baráttumanna frelsisins og þeirr- ar hugmyndafræði, sem að baki býr. Við erum sannfærðir um að slík samvinna sé möguleg þrátt fyrir misjafnar aðstæður og ólíka sögu. En við þekkjum alltof vel hvernig frelsishugtakið hefur ver- ið misnotað og hver hafa orðið ör- lög margra þeirra sem töldu sig vera að berjast fyrir hinum göf- uga málstað frelsisins. Sökum reynslu okkar getum við ekki trú- að á háleitan tilgang þeirra, sem segjast berjast fyrir frelsi og framgangi réttlætisins en hefja síðan samstarf við grimmustu yf- irráðasinna, sem fram hafa komið í sögu mannkynsins. Við munura ekki skipa okkur sömu megin víg- línunnar og þær þjóðir. Virðingarfyllst, ritstjórar Przeglad Polityczny. (Kndurprentad með leyti Wall Street Journal.) Hluti kúbönsku „ráðgjafanna" i leið heim frá Nicaragua. MorgunblaAM/Árni Sjeberg Tómas Þorvaldsson tekur við framlagi Grindavíkurkaupstaðar til bátskaup- anna úr hendi Ólínu Ragnarsdóttur bæjarstjóra. takist ekki að kljúfa kostnaðinn,“ sagði Gunnar. í samsæti sem kvennadeild slysavarnadeildarinnar, Þórkatla, stóð fyrir, afhenti bæarstjórinn í Grindavík, Ólína Ragnarsdóttir, Tómasi Þorvaldssyni 100.000 krónur sem framlag bæjarins til bátskaupanna. Ennfremur greiðir bæjarsjóður Grindavíkur gatna- gerðargjöld sem slysavarnadeildin skuldar vegna byggingar Odds- búðar, en það voru 118 þúsund krónur. Sagði Ólína það lofsvert hve miklu félagar í Þorbirni hafa getað komið í verk án þess að bæj- arsjóður léti þeim neina peninga í té fyrr en nú. Sr. Þorvaldur Karl Helgason vígði bátinn. Hann sagði það vissulega gleðilegt að vita af svo góðu björgunartæki hérlendis. Þ6 sagðist hann vona að bátinn þyrfti aldrei að nota, því þótt giftusam- leg björgun úr sjávarháska væri mönnum alltaf fagnaðarefni væri betra ef hægt væri að koma í veg fyrir slysin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.