Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST1985 Gateway- hópurinn Myndlist Bragi Ásgeirsson „Art Theraphy" eða listþjálf- un er ekki nýtt fyrirbæri í sjálfu sér, en hins vegar er það nýtt að virkja hana á þann hátt, sem nú er farið að gera og skilar mark- verðum árangri. Það hefur lengi verið vitað, að ná má sambandi við fólk með ýmsar sérþarfir með aðstoð riss- blýsins og lita — þetta fólk getur stundum ekki, eða vill ekki tjá sig með orðum — er niðurbælt eða uppreisnargjarnt. En um leið og það fer að handfjatla rissblýið og litina, þá opnar það sig iðulega, og árangurinn er oft vísbending um sálarástand þess og erfiðleika, sem er læknum og uppalendum mikilsverð aðstoð. Hér má segja margar og merkilegar sögur um merkilegan árangur, sem þeir hafa náð, er beitt hafa þeirri aðferð að losa um skapandi kenndir við lækn- ingu sjúklinga sinna. Sjúkrastofnanir hafa löngum verið fráhrindandi hús, sem fólki hefur staðið stuggur af og menn verið fegnastir sem losna þaðan — bæði sjúklingarnir sjálfir og almennir gestir. Það á sér stað enn þann dag í dag, að sjúkrahús eru byggð, sem eru lítið uppörv- andi fyrir augað yst sem innst — sálina vantar í þau, og ef hún er nokkur, er hún köld og ómann- úðleg. Hér hefur víða orðið breyting á, og menn eru farnir að skilja, að þessar stofnanir þurfa að hafa yfir sér mannlegan hlýleika og höfða til lifandi lífs og skap- andi kennda. Hið nákvæmlega sama má segja um fangelsi og betrunar- hús hvers konar, þetta eru ómannúðleg búr og einungis séð fyrir lágmarksþörfum íbúanna — fanganna sem fangavarð- anna. Lögreglustöðvar eru og sama marki brenndar — menn eru einhvern veginn svo innan- tómir eftir heimsóknir þangað — andrúmið fráhrindandi og kalt. List þrífst þar ekki á veggj- um, en hins vegar ómerkilegt myndarusl. Það er alrangt, að list hafi ein- ungis verið séreign fárra útval- inna öldum saman. Listamenn hafa sprottið upp úr öllum þjóð- félagsstéttum, og þannig var t.d. Sandro Botticelli sonur Filipeipi sútara í Flórenz, og Albrecht Dúrer var af fátæku dugnaðar- fólki kominn. Hann var svo heppinn, að leikfélagi hans var enginn annar en Willibald Pircheimer, af auðugu fólki kominn og varð síðar einn mest- ur hugsuður miðalda. Hins vegar var og er það sjaldgæfara, að listamenn spretti upp úr röðum forréttindastétta. Ríkir menn skynjuðu mikil- vægi lista á öllum sviðum og studdu þær eftir mætti. Um- hverfi fólks varð fegurra og há- leitara, væri listin með í leikn- um. Mikil list var og tákn mikils veldis. Listin er máttur og undirstaða allra framfara og velsældar — öll stórveldistímabil mann- kynssögunnar segja frá risa- vöxnum afrekum í listum. Hún kom ekki með ríkidæminu, held- ur reis upp samfara því og hér varð víxlverkun. Menn misstu sjónar á þessum lögmálum í kjölfar iðnbyltingar- innar og vaxandi og margvís- legri gróðahyggju einstaklinga, er engan skilning höfðu á þess- um lögmálum. Þetta er stundum skilgreint sem Hong Kong- hugsunarhátturinn — sem dæmi um ódýra, lélega og illa hannaða fjöldaframleiðslu og vafasöm vinnubrögð í kaupsýslu. Hinar skapandi kenndir komast hvergi að, eru útilokaðar. Frjáls listsköpun á undir högg að sækja í nútímaþjóðfélagi, en alls staðar er til fólk, sem skilur þetta og mikilvægi þess að gera einstaklinginn sterkari og viss- ari um sérstöðu sína. Ein leiðin í þessum efnum er listþjálfun í sjúkrahúsum og fangelsum og er ekki nema eðli- legt, að sú viðleitni skili árangri, því að hér er ekki um nýja upp- götvun að ræða, heldur lögmál, sem ekki verður raskað, því að það er jafn gamalt manninum og undirstaða framfara. Skapandi kenndir eru hugvit, og það hlýt- ur að vera deginum ljósara, að öllum sé hollt að virkja það. Þjóðfélagslegt gildi skapandi lista, hvort heldur sem er hjá hinum menntaða listamanni eða sjálfmenntaða áhugamanni, er þannig ótvírætt og ber því að ýta undir hvorttveggja. Gateway-hópurinn er fagurt dæmi um þessar óhagganlegu staðreyndir og sýning hans í kjallarasölum Norræna hússins er á allan hátt uppörvandi og meiri háttar. Fólk almennt hefur hollt af að kynnast þessari hlið mannlífs- ins, því að hér kemur fram ótví- ræð sönnun þess, að listin getur bætt mannleg samskipti og auk- ið skilning á báða bóga. Ég mæli því með skoðun þess- arar sýningar, sem vel er að staðið, og sýningarskráin gefur margar mikilsverðar upplýs- ingar. Þá ber að þakka öllum, er að sýningunni stóðu. Hér gefur að líta hluta frönsku neðanjarðarhreyfingarinnar. Kusa meðtalin! Grunnrist gaman Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson REGNBíKIINN: Hernaðarleynd- armál (Top Secret) ☆☆ Leikstjórar og framleiðendur Jim Abrahams, David Zucker, Jerry Zucker, ('hristopher Challis. Tónlist Maurice Jarre. Aðalhlutverk Val Kilmer, Lucy Gutteridge, Christoph- er Villiers, Omar Sharif, Peter Cush- ing, Jeremy Kemp. Frumsýnd í maí 1984. Gerð af Paramount. Sýningar- tími 90 mín. Að þessu sinni bjóða höfundar Airplane! okkur uppá blöndu af gamaldags njósna- og Presley- mynd. Nú er röðin komin að Austur-Þjóðverjum að leggja und- ir sig hana veröld. Til að draga athyglina frá aðgerðinni er haldin mikil tónlistarhátíð í Austur- Berlín. Frá Bandaríkjunum er boðið Leonard Bernstein, en þar sem karl var ekki viðlátinn mætir poppgoð mikið í hans stað! Það er ekki að sökum að spyrja, poppstjaman kemst á snoðir um ráðabrugg Þjóðverjanna og bjarg- ar heiminum með hjálp frönsku neðanjarðarhreyfingarinnar. Og rómantíkin er náttúrlega á sínum stað. Líkt og í Airplane, þá leyfast hér allar aðferðir til að fá públikum til að hlæja, illar sem góðar og þvi er svo sannarlega ekki að neita að margir kaflar og myndskeið Hern- aðarleyndarmáls eru sprenghlægi- leg. Sumar hugmyndirnar skemmtilega lúnaðar líkt og bréfdúfan með fluggleraugun, ar- inninn í fallhlífinni og Sharif gamli í bílflakinu. En í heild virkar Hernaðarleynd- armál frekar slök. Brandararnir eru iðulega illa hnýttir saman og oft á tíðum er grínið full yfir- gengilegt eða of veikt til að hitta í mark. Hvort sem það er með vilja gert eða ekki, þá er myndin gróf- unnin, engu líkara en kastað hafi verið til hennar höndunum, sjálf- sagt á það að vera hluti af gamn- inu. En hvað sem því líður ætti Hernaðarleyndarmál að koma skapinu í gott lag og Val Kilmer er eiturhress og kraftmikill í hlut- verki poppstjörnunnar. Jardvegur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Saga Mannkyns. Ritröð AB. 13. bindi Stríð á stríð ofan. 1914—1945 eftir Henning Poulsen. Gunnar Stefánsson íslenskaði. Ritstjórar: Knut Helle, Jarle Sim- ensen, Sven Tágil, Káre Tönnesson. Almenna bókafélagið 1985. í Þrem heimshlutum, 14. bindi Sögu mannkyns, minnist höfund- urinn, Bo Huldt, á staðreynd sem gildir um marga sagnfræðinga: „Sagnfræðingar, sem eru öruggir um að illska hinna dauðu muni ekki ná til jæirra, hafa jafnvel til- hneigingu til að fyrirgefa hinum verstu illgjörðarmönnum og til að finna „raunhæfar skýringar" og „góðar fyrirætlanir" í verkum jjeirra." Sagnfræðingurinn Henning Poulsen ritar af skarpskyggni um tímabilið 1914—1945, varpar fram þeirri spurningu hvort líta megi á þetta tímabil þegar „brast í sam- skeytum Evrópu" sem „eitt þrjátíu ára stríð sem rofið var af löngu vopnahléi". I framhaldi af þessu spyr Poul- sen: „Með hvaða rétti má líta á ögr- anir Þjóðverja og Japana og yfir- gang þeirra í Evrópu og Austur- löndum sem þátt í styrjöld? Jafn- aðarstefna, þjóðernishreyfing, fasismi, nasismi, — hvernig var háttað sambandinu milli hinnar innri samfélagsþróunar og alþjóðastjórnmála um skeið kreppu og styrjaldar? Hefur kannski verið lögð of rík áhersla á efnahagskreppu millistríðsáranna svo að það sé látið skyggja á þá framfarasókn stórfelldra fjölda- hreyfinga sem þá átti sér stað? Er hægt að tala um hrun Evrópu á sama tíma og evrópsk menning hélt áfram að ryðja sér til rúms um heim allan og hin tvö nýju risaveldi, Bandaríkin og Sovétrík- in, áttu bæði þátt í menningar- samfélagi Evrópu?" nasisma og Sigmund Freud Því verður ekki neitað að Henn- ing Poulsen færir gild rök fyrir því að hinar óumflýjanlegu stað- reyndir, heimsstyrjöldin fyrri og síðari, hlutu að verða að veruleika. Eftir ósigur fyrri heimstyrjaldar átti Þýskaland harma að hefna. f Þýskalandi var fyrir hendi jarð- vegur nasisma á líkan hátt og fas- isminn höfðaði til ítala. í hugleið- ingu um forsendur fasismans hafnar Henning Poulsen því að fé- lagslegt misrétti eða harðleikin efnahagskreppa kalli af sjálfu sér á fasisma. Þá hefði hann komið upp í Bandaríkjunum, segir Poul- sen: „Aftur á móti er það þáttur í hinni sögulegu og pólitísku hefð sem bindur Þýskaland og Ítalíu saman. í báðum löndum efldist þjóðernisstefna af þeim aðstæðum að þau voru ný ríki sem höfðu myndað þjóðernislega heild aðeins tveim kynslóðum fyrr. Þau féllust ekki á þá stöðu sem þau höfðu fengið við friðarsamninga eftir heimstyrjöldina fyrri svo að þar var frjór jarðvegur fyrir heiftar- leg heimssveldissinnuð vígorð. Mikilsverðast var þó efs til vill að stjórnmálakerfið lenti i miklum þingræðislegum þrengingum í löndum sem bæði bjuggu við veika lýðræðishefð." f kaflanum Menning og daglegt fasisma líf Vesturlanda kemur fram mjög skemmtileg og lifandi túlkun menningarstefna. Albert Einstein, Sigmund Freud, André Breton, Filippo Marinetti, Pablo Picasso, Le Corbusier, Charlie Chaplin og Walt Disney fá allir sína umfjöll- un og ekki er heldur dregið úr þætti djassins. Útvarp og sími gegna að sjálfsögðu einnig stóru hlutverki. 1 þessum kafla standa eftirtekt- arverð orð: „Sálgreiningin sem Sigmund Freud lagði grunvöll að um aldamótin stuðlaði að því að skapa nýjan mannskiining: Það sem skáldin hafði grunað löngu fyrir daga Freuds varð nú al- mennt viðurkennd þekking: Reynsla manna og atferli eru að meira eða minna leyti ákvörðuð af óvitaðri sálarlegri framvindu." En það sem Poulsen segir um súrrealismann hlýtur að orka tvímælis: „Hann sótti oft við- fangsefni í nútímatækni og stétta- baráttu og var tíðum pólitískt róttækur." Þetta er misskilningur eða vísvitandi einföldun. Aftur á móti hölluðu nokkur frönsk súr- realísk skáld sér að kommunistma á stríðsárunum í nánum tengslum við Andspyrnuhreyfinguna, eink- um Éluard og Aragon. Þeir völdu virka afstöðu og gerðu skáldskap- inn að vopni í baráttunni fyrir frelsi Frakklands. Það er hins veg- ar rétt sem Poulsen bendir á oftar en einu sinni að kommúnistar voru atkvæðamiklir og höfðu sums staðar forystu í baráttu gegn hinu nasíska hernámi í Evrópu. Þetta orðar Poulsen þannig í umfjöllun sinni sem nefnist Hin þjóðlega fylking og hlutverk kommúnista: „Við árás Þjóðverja í júní 1941 kom ný blóðgjöf til andspyrnu- hreyfingarinnar frá Moskvu. Það var lína til kommúnistaflokka að gerast þátttakendur f baráttunni við Þýskaland og vinna með hverj- um sem vildi." Myndaefni og ýmis innskot í textanum gera Stríð á strfð ofan einkar skoðunarverða og læsilega bók. Þýðing Gunnars Stefánsson- ar er vönduð. En eitthvað er bogið við þýðingu sænska orðsins „stuga“ á bls. 77. Þar er átt við annað en „stofu“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.