Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGtlST 1985 Þórður Eiríksson, fyrrum sjó- maður og netagerðarmeistari frá Útey í Laugardal, andaðist þann 4. ágúst sðastliðinn 88 ára að aidri. Langvinn veikindi og elli höfðu þá yfirbugað þrek hans, en fyrr á ár- um var hann ímynd hreysti og dugnaðar. Þórður var af þeirri kynslóð fslendinga, sem ólst upp um aldamótin og tók þátt í að skapa þau miklu umskipti í ís- lensku þjóðlífi, sem áttu sér stað á fyrri hluta aldarinnar. Á þessum árum reis þjóðin til sjálfstæðis og má þakka það atorku og bjartsýni þess fólks sem þá lifði. Þórður lagði sinn skerf af mörkum bæði til sjós og lands og hefur nú hlotið hinstu hvíld sáttur við jarðvistina. Einhverjar skýrustu endur- minningar frá uppvaxtarárunum mínum eru tengdar því að búa í sma húsi og afi og amma. Við barnabörn þeirra Jónu og Þórðar sóttum mikið inná heimili þeirra og mættum þar alltaf hlýju og góðvild. Þórður hafði gaman af að segja sögur, eins og tíðkast hafði, þegar hann var ungur. Hann hafði sérstakt dálæti á fornsögunum og vakti snemma forvitni mína á að lesa þær. Margt hafði og drifið á daga hans og gat hann oft fært þá atburði í næsta ævintýralegan búning. Þannig kynntist ég við- burðaríkri ævi hans frá fyrstu hendi. Hann fæddist að Útey í Laug- ardal, sonur hjónanna Eiríks Ey- vindssonar og Kristínar Guð- mundsdóttur, og ólst þar upp yngstur fjögurra systkina. Hann naut sveitlífs á unglingsárum, átti sauðfé og hesta og hafði gaman af silungsveiði á sumrin. Á þessum árum lærði hann ótal vísur, sem hann mundi flestar ævilangt og fór með við ýmis tækifæri. Víst má telja að hann hafi viljað verða bóndi og þá helst taka við búi eftir föður sinn. Það varð þó hlutskipti eldri bróður hans. Þórður fluttist þá til Grindavikur og fór til sjós 17 ára að aldri. Stóð hann eftir það ávallt á eigin fótum. Um 1920 kynntist hann Jónínu Guðrúnu Steinsdóttur frá Skúfslæk í Flóa. Gengu þau í hjónaband 1923, stofnuðu heimili í Reykjavík og eignuðust tvær dætur, Unni og Eiríku Kristínu. Þórður stundaði áfram sjósókn og var lengst af bátsmaður á togurum. Þetta voru harðindatímar hér á landi sem erlendis. Kreppan þrengdi lífkjör fólks, en af dugnaði sá Þórður fyrir fjölskyldu sinni og hafði allt- af nóg fyrir stafni. Sjómennskan var bæði hættuleg og erfið, en Þórður var hreystimenni, sterk- byggður og áræðinn. Á stríðsárun- um var siglt með aflann til Bret- lands og missti hann aldrei úr ferð. Hann tók og þátt í baráttu fyrir ýmsum réttindamálum sjó- manna. I stríðslok hætti Þórður sjó- mennsku, fimmtugur að aldri, og tók til við netagerð. Rak hann eig- ið netagerðarverkstæði í Reykja- vík um 15 ára skeið. Mestur hluti starfseminnar átti sér stað á sumrin, þegar síldarvertíðir stóðu yfir. Þórður dvaldi þá ýmist á Siglufirði eða Raufarhöfn og vann myrkranna á milli við nótavið- gerðir. Margir yngri menn minn- ast hans eflaust frá síldarárunum, enda þótti hann aðsópsmikil! og stjórnsamur. Hann hlífði sjálfum sér aldrei og gerði sömu kröfur til annarra. Þegar í odda skarst sóttu fáir gull í greipar Þórði, en þrátt fyrir hrjúft yfirborð leyndi sér aldrei að hann var drengskapar- maður og sjálfum sér samkvæm- ur. Var því flestum hlýtt til hans og naut hann verðskuldaðrar virð- ingar samstarfsmanna. Að lokn- um síldarárunum hætti Þórður netagerð, þá kominn vel á sjötugs- aldur. Hann hafði þó áfram starfsþrek og vann í nokkur ár við afgreiðslustörf hjá Kristjáni Ó. Skagfjörð hf. og hætti ekki fyrr en hann var kominn á áttræðisaldur. Störfin við sjómennsku og neta- gerð urðu til þess, að Þórður var mikið að heiman. Hagur fjölskyld- unnar var honum þó jafnan efst í huga og tilefni til nýrra áfanga. Milli þeirra hjóna ríkti gagnkvæm ást og virðing. Jóna var mjög glað- vær og jafnlynd og frá henni staf- aði mikil rósemi. Eftir að dætur þeirra giftust og barnabörnin fæddust varð heimili þeirra mið- punktur fjölsky ldulífsins. Fjöl- skylda Eiríku bjó stutt frá á Holtsgötu en við á efri hæðinni á Vesturvallagötu 3. Á þessum árum vorum við eins og ein stór fjöl- skylda og hittumst nánast daglega oftast hjá Þórði og Jónu. Við barnabörnin fengum þannig tæki- færi til að kynnast fortíðinni og nema af reynslu eldri kynslóðar jafnt sem foreldra okkar. Við minnumst með þakklæti þeirra ára, sem við nutum nærveru afa og ömmu. Árið 1973 veiktist Jóna og lést næsta vor eftir erfiða sjúkdóms- legu. Fráfall hennar var bæði óvænt og þungbært enda hafði hún verið stoð og stytta afa í yfir 50 ár. Hann bjó áfram á Vestur- vallagötu næstu árin, en fluttist með Unni dóttur sinni á Seltjarn- arnes 1979 og dvaldi þar nánast til æviloka. Þótt elli og lasleiki sæktu að hin síðari ár naut hann þess að sjá enn eina kynslóð afkomenda fæðast og vaxa úr grasi. Við kveðjum hann nú í hinsta sinn með þakklæti og virðingu. Hann skilaði af hendi löngu ævi- starfi, sjálfum sér og fjölskyldu sinni til sóma og landi sínu til hagsbóta. Steinn Jónsson Leiðrétting f minningargrein hér í blaðinu á laugardaginn um Björn Ingi- mar Valdimarsson féll niður kafli úr einni málsgrein þar sem sagt er frá dætrum hans og Sig- ríðar konu hans. Þessi málsgrein átti að vera svohljóðandi: „Þau eignuðust tvær dætur, Steinunni Guðrúnu, fædd 4. október 1944, og Þorgerði, fædd 23. marz 1948. Steinunn giftist Sigurgeiri Guðmundssyni, áttu þau þrjá syni og átti hún einn dreng áður. Þau slitu samvistir. Sambýlismaður Steinunnar er Guðmundur ívarsson. Þorgerður giftist Gísla Axelssyni og eign- uðust þau þrjú börn. Þau slitu samvistir. Hlutaðeigandi eru beðnir af- sökunar á mistökunum. Áskriftarsimim er 8J033 /j/?&4VÖX7WAf Sparlfé Þltt íLjsamIrtnnU' HavaxtareHcnin^^e^jngur árs' ávöxtun 34,11/o _ ðbó|gu Betrl vörn gegn býöst varla- m vaxtareikningur SAMVINNUBANKINN Aðalbankl Bankastrætl 7 i Reykjavik og 18 útlbu viðs vegar um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.