Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGtJST 1986 Þessir bílar eru til sölu M. Benz og GMC-jeppi M. Benz innfluttur ’83, árgerö ’77. Einn mjög góöur sem leitun er aö. Einnig á sama staö er þessi gullfallegi GMC-jeppi árg. ’83 innfluttur ’84 sem hefur upp á aö bjóða vökvastýri, V-6 meö 2,8 lítra vél. Upplýsingar í síma 671704 (Vignir). „Maður getur ekki valið úr verkefnum“ — segir Óli Austfjörð rafverktaki á Húsavík „ALLTAF verður erfiðara að standa í mannahaldi og rekstri á svona liti- um stað úti á landi,“ sagði Óli Aust- fjörð, eigandi Raftækjaverslunar Gríms og Árna á Húsavík, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hann, ásamt meðeiganda sínum, Arnari Guðlaugssyni, reka verslun- ina saman og eru jafnframt rafverk- takar og hafa þeir sjö útivinnandi menn á sínum snærum. „Byggingarframkvæmdir á Húsavík eru i algjöru lágmarki og getur maður því ekkert valið úr verkefnunum. Byggð hefur verið að meðaltali ein blokk á ári hér. Bygging stendur yfir á íþrótta- húsi, íbúðum fyrir aldraða, við- byggingu við mjólkurstöð og á flugstöð í Aðaldal. Við buðum í flugstöðina og í húsin fyrir aldr- aða og fengum þau verkefni og svo bíðum við eftir útboðum á hinu. Við stóðum það vel að vígi er við fengum verkefnin að við gátum keypt allt efni strax, en samn- ingurinn er hinsvegar ekki verð- tryggður. Ekki tíðkast að verðbæt- ur séu greiddar á nokkurra mán- aða samninga." Óli sagði að yfirleitt hefðu stærri fyrirtækin, svo sem kaupfé- Óli Austfjörð lagið, frystihúsið, hótelið og sjúkrahúsið, ráðið fasta rafvirkja svo að lítið væri um verkefni hjá þeim. „Eins eru sveitirnar allar orðnar rafvæddar, en ég man eftir því þegar ég byrjaði að læra, 1967, þá voru bæirnir með eigin diesel- stöðvar, en nú eru þær komnar inn á ríkisveituna. Fjórir rafverktak- fí "í Nætur- vörður til sölu - fyrir lítið Margar gerðir sem kosta frá 396 krónum. Ódýrt en öruggt þjófavarnartœki, sem tryggir nætursvefninn — hvort sem þú ert fieima eða að heiman. Ódýri nælurvórðurinn — litla Interquartz þjófavarnartæhið er hægt að festa innan á allar hurðir, án nokkurra tenginga, og um leið og óboðinn gestur gerir tilraun til að komast inn fer kerfið í gang. í einbýlishúsið, íbúðina, geymluna, garðhúsið eða verkstæðið. Óruggur og einfaldur. ShFSSS & SAMBANDSINS ARMULA3 SIMI 68 7910 ar eru á Húsavík og má segja að markaðurinn sé allt of lítill fyrir þá. Ég get ekki haldið sjö iðnaðar- mönnum gangandi á veturna vegna verkefnaskorts, en nokkrir menn hjá mér eru við nám í tækniskólanum á veturna svo að þeir eru aðeins hjá okkur í vinnu á sumrin og hafa því málin bjargast þannig. Ýmsir erfiðleikar eru fylgjandi því að hafa gott vöruúrval í versl- uninni. Við þurfum að liggja með stóran lager á meðan reykvískir kaupmenn geta labbað út til næsta heildsala og keypt það sem upp á vantar. Númer eitt í brans- anum er því að fylgjast nógu vel með,“ sagði óli Austfjörð að lok- Danski grafíklistamaðurinn Pia Schutmann, sem sýnir verk sín í anddyri Norræna hússins um þessar mundir. Dönsk grafík í Norræna húsinu LAUGARDAGINN 10. ágúst sl. opnaði danskur myndlistarmaður, Pia Schutzmann, sýningu á grafík- myndum í anddyri Norræna hússins. Pia Schutzmann fæddist árið 1940, en byrjaði ekki að fást við myndlist fyrr en 1970. Þá fékk hún inngöngu á Lista-akademíuna í Kaupmannahöfn og stundaði þar nám næstu sjö árin, fyrst undir handleiðslu prófessors Palle Niel- sen og seinna hjá prófessor Sterup Hansen. í fyrstu vann Pia Schutzmann aðallega við grafík og teikningar, en á seinni arum hefur hún snúið sér að olíumálverki og höggmynd- um. Enn er hún þó einkum þekkt sem grafíklistamaður í Danmörku og víðar, en hún hefur sýnt grafík- verk sín á öllum Norðurlöndum fyrir utan ísland, auk sýninga annars staðar í Evrópu. Pia Schutzmann sýndi sem gest- ur með samtökunum „Kolorist- erne“ 1980 og 1983, en hefur verið virkur félagi þar frá 1984. Sýningin verður opin á venju- legum opnunartíma Norræna hússins 10.—22. ágúst. (FrétUtilkynning) Café Gestur: Málverka- sýning GUNNAR í. Guójónsson sýnir um þessar mundir olíu- og vatnslita- myndir á Café Gesti viA Laugaveg 28. Þetta er 14. einkasýning Gunn- ars. Hann sýndi um verslunar- mannahelgina í Eden í Hvera- gerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.