Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
41
maður og frumkvöðull þess var
Sigurður í Stóra-Lambhaga, faðir
Jóns. Jón gerist snemma bílstjóri
á mjólkurbílunum og keyrir um
árabil. Síðar verður hann aðal-
maður viðhalds og viðgerða mjólk-
urbilanna, reyndar var verkstæðið
í Stóra-Lambhaga þjónustu- og
viðgerðarstöð sveitarinnar allrar
hér sunnan heiðar.
Einnig þótti ferðamönnum, sem
óhapp henti, gott að fá þar gert
við. Jón vann einnig hjá ræktun-
arsambandi sveitarinnar á jarðýt-
um og svo í viðgerðum. Þegar
mjólkurtankavæðingin hófst og
brúsaflutningurinn lagður niður,
heimilistankar, rafkældir, settir
hjá hverjum mjólkurframleiðanda
og tankbílar komu til, sem dælt
var á úr tönkunum, þá þurfti
kunnáttumann til að koma þessu
öllu niður og á stað, þá var auðvit-
að leitað til Jóns í Stóra-Lamb-
haga eins og alltaf þegar vanda
bar að höndum. Varð niðurstaðan
sú að Jón setti niður tankana og
hafði eftirlit þeirra og viðgerð á
hendi. Svo tóku þrír félagar að sér
flutningana og urðu eigendur
hinna nýju tankbíla. Þeir Jón Sig-
urðsson, Ragnar Felixson og Pétur
Jónsson. Þetta var hrein bylting
til þæginda fyrir okkur bændur,
og þessi heiðursmenn voru svo
sannarlega aufúsugestir á hverju
heimili sveitanna, sem þeir komu
við á. Þetta voru samvaldir heið-
ursmenn, sem unnu sitt verk af
mikilli snilld og samviskusemi.
Jón var nú sem fyrr miðpunktur
alls sem laga þurfti. Allir vissu af
hæfni hans og hæfileikum og allir
þekktu hans rómuðu greiðasemi
og góðvild í hvers manns garð. Það
var oft leitað með bilaðan hlut til
þessa sómamanns eða hann beð-
inn að koma og gera við. Enginn
þurfti að óttast viðbrögð þessa
manns, þar var alltaf sömu ljúf-
mennskunni að mæta, aldrei
æðruorð. Þar var ekki stressaður
maður eða önugur, hann átti sér
fáa líka. Hitt gat frekar verið að
þessi stillti og prúði maður brygði
fyrir sig glettni eða segði smá
brandara. Kímnin var ofarlega í
eðli hans, saklaus og skemmtileg.
Jón var allra hugljúfi, gæða-
drengur, sem öllum vildi vel og öll-
um gerði gott. Greiðasemi hans
voru engin takmörk sett, ungir
sem aldnir dáðu þennan mann.
Það munu vera 12 ár sem Jón er
búinn að keyra skólabílinn, fyrst
bíl skólans en lengst á eigin bíl.
Það er mikið ábyrgðarstarf. Lif
þessa unga fólks er dýrmætt. Oft
eru vegir slæmir og veður válynd
um hávetur. Þar er einum manni
trúað fyrir miklu. Fólkið bar mik-
ið traust til Jóns og var því rólegt
þó veðurútlit væri slæmt á köfl-
um, reyndar var því óhætt, hjá
honum fór allt vel úr hendi, hon-
um mátti alltaf treysta, hann
brást aldrei neinum manni.
Það er ekki á allra færi að halda
uppi friði og aga, þar sem svona
fólk er eitt á ferð, æskan er ærsla-
gjörn, eins og vera ber. En öllum
bar saman um það, að hjá Jóni
væri allt í lagi og allir góðir því
hann væri sjálfur svo æðrulaus,
rólegur og góður við alla. Það var
semsé ekki hægt annað en sýna
honum fyllstu virðingu. Til merkis
um þetta sagði yngsta dóttir mín
þegar hún frétti lát hans: „Nei ég
get ekki sætt mig við að þessi góði
maður sé alfarinn frá okkur“, þau
verða fleiri börnin sem taka undir
þau orð.
í einkalífi, sem eiginmaður, fað-
ir og afi, var Jón orðlagður öðling-
ur, umhyggjusamur og nærgæt-
inn. Kona hans, Svandis Haralds-
dóttir, er mikil myndarkona í sjón
og raun. Hún stóð styrk og blíð við
hlið síns góða manns, þeirra sam-
búð var farsæl og hamingjurík. Og
þeirra ávöxtur börnin fjögur og
barnabörnin átta, mannkosta fólk
sem þau eiga kyn til. Börnin
þeirra eru Sólveig, Haraldur,
Sverrir og Arnbjörg.
Þau Jón og Svandís áttu fallegt
heimili þar sem gott var að koma,
þau voru bæði gestrisin og góð
heim að sækja.
Við leiðarlok er margs að minn-
ast, þetta voru góðir grannar
sómafólk sem við berum hlýhug til
og tel ég skyldu mína að þakka
þau góðu kynni og ótakmarkaða
greiðasemi sem ég og mínir nutu
af hendi þessa haga manns. Hér
hefur verið minnst á fá atriði úr
starfsævi heiðursmanns, sem
þyrfti að gera betri skil.
Vissulega er söknuður sár við
svo skyndileg þáttaskil. Hins ber
að gæta, að rnikils er um vert að fá
að fara frá þessu jarðneska lífi án
þess að líða þungar þjáningar, oft
langa tíð. Laus við ellihrörleika og
aðrar raunir.
Jón gekk víst ekki heill til skóg-
ar síðustu árin, hann var alltaf
dulur um sín einkamál. Það er
annar sem ræður okkar skapa-
dægri, við hann deilir enginn.
Við leiðarlok þökkum við sam-
tíðarfólk þessum öðlingsmanni
mikla hjálp og greiðasemi, þjón-
ustu af ýmsu tagi, sem var af
hendi leyst eins og bezt verður á
kosið. Þá ekki síður þökkum við
allan drengskap og mannkærleika,
sem gerir hvern mann betri sem
af nýtur.
Blessuð sé minning heiðurs-
manns.
Hugheilar samúðarkveðjur til
aðstandenda frá okkur Eystra-
Miðfellsfjölskyldu.
Valgarður L. Jónsson
Þegar manni voru sögð þau tíð-
indi mánudaginn 15. þ.m. að Jón
Sigurðsson, Stóra-Lambhaga,
hefði andast í svefni austur á Eið-
um nóttina áður setti mann hljóð-
an. Það er stundum nokkuð erfitt
að sætta sig við orðna hluti, jafn-
vel þó þeir gerist ekki að öllu leyti
óvænt. Okkur sem kunnug vorum
Nonna í Lambhaga, eins og okkur
var tamast að nefna hann, var vel
kunnugt um að hann hafði á ann-
an áratug barist við þann sjúkdóm
er fara mun með sigur af hólmi
fyrr eða síðar. Þeir eiginleikar
Jóns að æðrast ekki eða flika sín-
um tilfinningum sljóvgaði meðvit-
und okkar samferðarmannanna
um hans erfiða heilsufar. En nú er
hinn slyngi sláttumaður búinn að
ljúka sínu verki. Eftir lifir minn-
ingin um mætan dreng, mann sem
vegna sinna hæfileika á fjölmörg-
um sviðum hafði orðið svo mörg-
um að liði.
Jón í Lambhaga var þrátt fyrir
sitt langa sjúkdómsstríð gæfu-
maður, eignaðist góðan og mikil-
hæfan lífsförunaut og fjögur
mannvænleg börn. Heimili Jóns
og Svandísar var myndar- og
menningarheimili, þar sem sam-
heldni fjölskyldunnar duldist eng-
um er þess nutu að vera gestir
þeirra hjóna. Lífið er ferðalag
langt eða skammt eftir atvikum,
ferðahópurinn er stór, en þeir sem
tilheyra okkar nánasta umhverfi
skipta okkur mestu. Jón í Lamb-
haga var í hópi þeirra ferðafélaga
sem við hefðum einna síst viljað
missa af. Við finnum það best þeg-
ar við erum á það minnt hversu líf
okkar stutt og stopult er, hvers
virði það er að hafa átt þess kost
að kynnast fólki þeirrar gerðar,
sem hann var.
Þegar Jón ákvað að gera akstur
að sínu aðalstarfi var hann þess
fullkomlega meðvitandi að starfið
var krefjandi, dugnaður, árvekni,
gætni og þrautseigja ásamt því að
vera úrræðagóður voru eiginleikar
sem langferðabifreiðastjóri er
stundar akstur um íslenska vegi í
íslenskri vetrarveðráttu þarf að
búa yfir. Þeir sem fólu Jóni störf á
þessum vettvangi vissu vel hvað
þeir voru að gera, nær þeir réðu
hann til starfa.
En starfið veitti Jóni vissa full-
nægingu. Ferðalögin gáfu mögu-
leika á að kynnast landinu og fyrir
mann eins og hann, sem var næm-
ur fyrir töfrum þess, veittu þau
ómælda ánægju.
Nú er Jón í Lambhaga kominn
úr sinni síðustu ferð. Við sem höf-
um notið þess að ferðast marg-
sinnis með honum og þeim hjón-
um báðum minnumst fjölmargra
ánægjustunda frá þeim ferðum.
Einnig stunda er við höfum átt í
Stóra-Lambhaga II og hvar sem
leiðir hafa legið saman.
Við kveðjum vin okkar með
þökk fyrir allt og allt. Svandísi,
börnum og öðrum nánum ættingj-
um vottum við okkar innilegustu
samúð.
Gamlir ferðafélagar
MÁLNINGARBAKKINN ER ORÐINN
ÓÞARFUR!
Notaöu nýju sjálffæöandi ROLLSTAR máln-
ingarrúlluna frá wÁcner og málningarvinnan
veröur leikandi létt. Tímasparnaöurinn er
stórkostlegur og hreinlætiö er látiö sitja í fyrir-
rúmi. ROLLSTAR fæst í flestum málningar-
vöruverslunum landsins, og er tvímælalaust
tækiö sem hentar þér.
UMBOÐSMENN
Iselco sf.
Skeifan 11 • Sími (91) 686466-
Pósth. 8060-128 Rvk.
UmuuesTunE
GERIR GOÐAN BIL BETRI!
Vcrubílstjórar vita að það er mikilsvert að hafa góða
hjólbarða eins og Bridgestone undir bílnum, því að
með þeim fæst fráþært veggrip, rásfesta og mikið
siitþol.
Hjá okkur eru jafnan fyrirliggjandi BRIDGESTONE
raidal og diagonal hjólbarðar f öllum stærðum.
Sérlega hagstætt verð.
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23, Sími 81299