Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
Akureyri:
Alþýðubankinn
í nýju húsnæði
Akureyri, 9. ágÚHt.
„ÁN ÞESS að ég ætli að gefa upp
neinar ákveðnar tölur um rekstur
bankans fram til þessa get ég þó
fullyrt, að viðskiptin í heild hafa far-
ið langt fram úr öllum þeim áætlun-
um, sem gerðar voru,“ sagði Kristín
Jónsdóttir, bankastjóri Alþýðubank-
ans á Akureyri, í samtali við Mbl.,
en bankinn flutti nýlega í nýtt eigið
330 fermetra húsnæði í nýja Alþýðu-
húsinu við Skipagötu á Akureyri.
Bankinn opnaði útibú á Akur-
eyri 24. febrúar 1984.
„Bæjarbúar og Norðlendingar
almennt hafa tekið okkur vel og
þá má heldur ekki gleyma því, að
verkalýðsfélögin á Akureyri og
Norðurlandi hafa stutt þennan
banka sinn mjög verulega. Við
höfum ekki yfir neinu að kvarta og
lítum björtum augum til framtíð-
arviðskipta við Norðlendinga,"
sagði Kristín Jónsdóttir að lokum.
GBerg
Morgu n bl aöið/G Berg
Starfsfólk Alþýðubankans í nýjum húsakynnum: Talið frá vinstri: Kristín
Jónsdóttir, bankastjóri, Karen Kristjánsdóttir, fulltrúi, Hanna Dröfn Gunn-
arsdóttir, Gunnlaug Árnadóttir og Brynja Friðfinnsdóttir, gjaldkeri.
Ættartölusafn Ólafs Snóksdal-
ín kemur út hjá Sögusteini
BÓKAFORLAGIÐ Sögusteinn, sem
sérhæfir sig í útgáfu ættfræðirita,
hefur gefið út í Ijósriti ættartölusafn
Ólafs Snóksdalín í þremur bindum,
alls um 2.100 síður.
Upplagið er aðeins 75 tölusett
eintök.
Talið er að Ólafur Guðmunds-
son Snóksdalín, verslunarstjóri og
bóndi, f. 1761, d. 1843, hafi gert
a.m.k. 8 handskrifuð afrit af þessu
ættartölusafni og er þessi útgáfa
sennilega sjöunda afritið. Það er
varðveitt í Handritadeild Lands-
bókasafns íslands, Lbs. 451—453
fol. Þetta eintak eignaðist Jón
Pétursson, háyfirdómari, og lét
binda það inn með auðum inn-
stungublöðum. Hann byrjaði að
færa inn á þau viðbætur og leið-
réttingar, en síðan eignaðist
Hannes Þorsteinsson, þjóðskjala-
vörður, handritið og er stærsti
hluti viðbóta og leiðréttinga eftir
hann.
Undirbúningur útgáfunnar, sem
gerð var með sérstöku leyfi Hand-
ritadeildar Landsbókasafns ís-
lands, reyndist afar tímafrekur og
mikið nákvæmnisverk. Handritið
var illa farið, óhreint og slitið, og
reyndar fyrir alllöngu óhæft til
útlána í lestrarsal.
(flr rré(Utilkynninmi)
Þorsteinn Jónsson, forstöðumaður bókaútgáfunnar Sögusteins, afhendir
Finnboga Guðmundssyni, landsbókaverði, og Grími M. Helgasyni, forstöðu-
manni handritadeildar Landsbókasafnsins, eintak nr. I af Ættartölubók
Ólafs Snóksdalíns í skinnbandi.
Frá Vestmannaeyjaflugvelli. MorKunblaðið/SiRurfteir
Einstök „flugveðursblíða“ í Eyjum
yestmannaeyjum, 11. ágúst
GÍFURLEGA mikil umferð var um
Vestmannaeyjaflugvöll um fyrri
helgi, verslunarmannahelgina,
enda þá haldin í Herjólfsdal ein
fjölsóttasta þjóðhátíðin, þar sem
voru milli átta og níu þúsund
manns. Fyrstu sjö daga þessa mán-
aðar fluttu Flugleiðir alls 1.943 far-
þega til Eyja, sem er mesti fjöldi
farþega sem Flugleiðir hafa flutt á
þessari leið á einni viku. Rúmlega
1.100 farþegar af þessum fjölda
voru vegna þjóðhátíðarinnar.
Flugsamgöngur hafa gengið með
afbrigðum vel allt þetta ár og síð-
ustu fjóra mánuðina hafa aðeins
fallið niður fjórir dagar í flugi hjá
Flugleiðum vegna veðurs.
Þó svo fjórir dagar hafi fallið
niður í flugi hjá Flugleiðum er
ekki þar með sagt að aðrar
flugvélar hafi ekki getað lent í
Eyjum þessa daga. Samfelldir
flugdagar hafa nú verið allt frá
því um miðjan aprílmánuð eða
vel yfir 100 daga. Rekur ekki
f flugturninum í Eyjum: Bjarni Herjólfsson, flugumferðarstjóri, Jóhann
J. Guðmundsson, flugvallarstjóri og Einar Steingrímsson, flugumferð-
arstjóri.
elstu menn minni til annarrar
eins „flugveðurblíðu” og verið
hefur þetta ár.
Flugumferðin náði hámarki
um verslunarmannahelgina eins
og fyrr getur og föstudaginn 2.
ágúst var sett nýtt lendingarmet
flugvéla á flugvellinum hér en þá
voru 109 lendingar á vellinum.
Það var ekki síður mikið ann-
ríki hjá Herjólfi um verslunar-
mannahelgina og fyrstu 8 dag-
ana í ágúst flutti skipið alls 4.347
farþega í 13 ferðum milli Eyja
og Þorlákshafnar.
-hkj.
„Ekki ætlunin að standa í
dilkadrætti smábátaeigenda“
— segir nýkjörinn formaður landssamtaka smábátaeigenda
„EKKI ER ætlunin að standa að dilkadrætti manna í sambandi við hversu
mikið lífsviðurværi þeir hafa af rekstri báta undir 10 brúttólestum og eins
beinum við því til stjórnvalda að ekki verði gengið of nærri þeim mönnum
sem tímabundna atvinnu hafa af smábátaútgerð þegar teknar verða
ákvarðanir um aðgerðir 1. september nk. Við teljum óframkvæmanlegt að
banna „hobby“-trillukörlum að draga sér Hsk í soðið og viljum alls ekki
stuðla að því,“ sagði nýkjörinn formaður landssamtaka smábátaeigenda,
Arthur Bogason, í samtali við Morgunblaðið en undirbúningsfundur vegna
stofnunar samtakanna var haldinn í Reykjavík sl. sunnudag.
„Samtökin voru stofnuð undir
þrýstingi kvótakerfisins. Þeir
sem ráðið hafa hlut smábáta
hingað til hafa ekki borið hag
okkar fyrir brjósti." Arthur sagði
að ósk smábátaeigenda væri að
handfæraveiðar verði gefnar
frjálsar. „Handfærin eru lítilvirk
veiðarfæri, sem skipta stofninn
engu. Þetta kvótakerfi er ekki
ætlað sem fiskverndunartæki
heldur sem stjórnunartæki. For-
sendurnar fyrir útreikningi kvót-
ans eru brostnar. Fjölgun báta
hefur ekki verið tekin inn í mynd-
ina.“
Fundurinn ályktaði einnig að
smábátasjómenn sitji við sama
borð og aðrir útgerðaraðilar
gagnvart línuveiðum. Óskað verð-
ur eftir viðræðum við yfirvöld um
stjórnun netaveiða smábáta og
enn fremur verður gerð krafa til
þess að samtökin hafi fullgildan
fulltrúa í ráðgjafarnefnd um
fiskveiðistefnu.
„Okkur finnst misræmi í öllu
talinu um kvótakerfið sem fisk-
verndunarstefnu. T.d. getur trill-
uflotinn á Vestfjörðum horft á
togaraflotann ausa upp fiski um
helgar á meðan trillum er meinað
að veiða. Einnig þætti okkur
gaman að heyra hljóðið í LÍÚ ef
trillurnar lönduðu handónýtum
fiski eins og t.d. Snorri Sturluson
hefur gert nú þrisvar í röð,“ sagði
Arthúr.
í stjórn samtakana eru fimm
menn auk formanns. Þeir eru:
Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðis-
firði, Sveinbjörn Jónsson,
Súgandafirði, Skarphéðinn Árna-
son, Akranesi, Heimir Bessason,
Húsavík, og Skjöldur Þorgríms-
son, Reykjavík.
Aðstaða fyr-
ir ferðafólk
Vestur-þýska dagblaðið Bild um hvalstöðina:
„Lykt dauðans leggur fyrir vitinu
Vestur-ÞýskaUodi, 12. ám»L Frá jóhanni li
VESTUR-ÞÝSKA dagblaðið Bild-Z
mennsku, slær upp frétt á baksíðu
inga er fordæmd.
Segir blaðið að á vegum þess
sé blaðamaður um borð í skipi
Grænfriðunga, Sirius, sem nú er
á íslandi til að mótmæla hval-
veiðum. Frásögn blaðamannsins
eru gerð vegleg skil i Bild, sem er
víðlesnasta dagblað Vestur-
Þýskalands, og er fyrirsögn
hennar: „Við höfum séð dauða
hvali“. Hefst frásögnin á þá leið
að íslendingar muni „slátra 200
> Cunnnrtwyni, frétUriUrn MorrunbUóninn.
itung, sem er þekkt fyrir æsifrétta-
dag, þar sem „hvalaslátrun“ íslend-
sjávarrisum" árlega þótt séð sé
fram á að hvalastofninn deyi út.
Blaðið heldur áfram og segir að
20 félagar í umhverfisverndar-
samtökum Grænfriðunga, sem
nú eru á skipinu Siriusi, vilji
koma í veg fyrir hvalveiðar.
Fyrir þá sök hafi blaðið sent
blaðamanninn Rheinard Thiel
með „rannsóknarskipinu Siri-
usi“. Síðan segir:„ 80 km frá
Reykjavík blasir hvalstöðin við;
hún er grá og ekki mikil sýnum,
— þetta er sláturhús á stein-
grýttri strönd. Það er heiðskírt
og sólin skín. Hitinn er 15 gráð-
ur, sem er mjög óvenjulegt á ís-
landi. Vindurinn er að austan —
lykt dauðans leggur fyrir vitin."
Blaðamaðurinn segist svo hafa
séð sjö dauða hvali og hafi þeim
verið slátrað fyrir viku: „Vatnið
er rautt af blóði og útlitið allt
annað en ásjálegt."
Vitnar blaðamaður síðan í
einn talsmann Grænfriðunga,
þar sem hann segir að það sé
mikill skaði að vinalegum skepn-
um og hvölum sé hreinlega slátr-
að.
í lok frásagnarinnar segir með
feitu letri að hvalveiðarnar komi
sér vel fyrir fslendinga, þar sem
Japanir greiða þeim sem svarar
20 milljónum marka á ári fyrir
200 hvali. Klykkir blaðið síðan út
með því að segja að Japanir búi
m.a. til „ilmvatn úr endaþarmi
hvalanna".
í Viðey
Á FIJNDI borgarráðs 2. ágúst sl.
var lagt fram bréf frá skrifstofu
Borgarstjóra — lögfræði- og
stjórnsýsludeild — þar sem lagt er
til að Hafsteini Sveinssyni verði
heimilað að reisa færanlegt hús í
Viðey, vestan Virkishóls, með að-
stöðu fyrir ferðafólk og sömuleiðis
verði honum heimilað að útbúa
tjaldstæði á landinu umhverfis
húsið.
í bréfi þessu er einnig lagt til
að heimldin sé veitt með því
skilyrði að hún sé bundin nafni
og ábyrgð Hafsteins og hann
skuldbindi sig til að fjarlægja
húsið án kostnaðar fyrir borg-
arsjóð með þriggja mánaða
fyrirvara.
Tillaga þessi var samþykkt á
fundinum.