Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 34
>
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
húsnæöi í boöi
Skrifstofuhúsnæöi
Til leigu frá 1. september um 120 fm skrif-
stofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur. Hús-
næðiö skiptist í 5 herbergi auk sameiginlegrar
aðstöðu. Til greina kemur leiga á einstökum
herbergjum.
Lysthafendur leggi nöfn sín inn á augld. Mbl.
fyrir mánudagskvöld merkt: „Miðborgin 3680“.
Til leigu
í nýju húsnæöi v/Laugaveginn 100 fm at-
vinnuhúsnæöi á 3. hæö (var áöur tannlækna-
stofa). Hentar vel fyrir snyrtistofu eða skrif-
stofu.
Upplýsingar í síma 28390.
húsnæöi óskast
Einbýlishús — Raöhús
Forstjóri eins virtasta fyrirtækis í Reykjavík
óskar eftir aö taka á leigu einbýlishús eða
raöhús í eitt til tvö ár. Má vera meö húsgögn-
um. Æskilegt aö bílskúr fylgi.
Öruggar mánaöargreiöslur og góöri um-
gengni heitiö. Tilboö sendist augld. Mbl. fyrir
19. ágúst merkt: „ER — 8033“.
íbúð óskast
2ja-4ra herb. íbúö óskast til leigu fyrir ungt,
reglusamt par, nýkomið úr námi.
Uppl. í síma 18482 eftir kl. 19.00 eða
96-25869.
ýmislegt
Til leigu
nú þegar í Reykjavík garöplöntustöö í fullum
gangi. Góöur sölustaöur, jólatréssala.
Tilboö óskast sent augld. Mbl. fyrir 20. þ.m.
merkt: „A — 8026“.
Tækiogáhöld
Til sölu eru öll áhöld og tæki til aö standsetja
litla en fullkomna efnalaug. Tækin eru til sýnis
í fullum rekstri. Upplýsingar í símum 93-6566
og 93-6567.
Stykkishólmur
Bifreiöaverkstæði til sölu. Til greina kemur aö
selja fyrirtækiö í rekstri eöa húsnæöi (260 fm)
og tæki sitt í hvoru lagi.
Upplýsingar gefur Grétar í síma 93-8113 og
93-8440.
Nýja-Bílaver hf.,
Stykkishólmi.
tilkynningar
Tilkynning til söluskatts-
greiðenda
Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því
aö gjalddagi söluskatts fyrir júlímánuö er 15.
ágúst. Ber þá aö skila skattinum til inn-
heimtumanna ríkissjóös ásamt söluskatts-
skýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið,
9. ágúst 1985.
Vegna flutninga
Auglýsingastofan er lokuö til 19. þ.m.
a
11 Auglýsingar & hönnun
Frá Héraðsskólanum í
Reykholti
Getum bætt við okkur nokkrum nemendum í
9. bekk og framhaldsdeildir. Væntanlegum
nemendum er sérstaklega bent á aö tölvu-
kennsla stendur þeim til boöa í vetur, ásamt
heföbundnu námi til stúdentsprófs á mörgum
brautum fjölbrautaskólans.
Upplýsingar gefa skólastjóri og yfirkennari í
símum 93-5200, 93-5211 og 93-5210.
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því
aö gjalddagi launaskatts fyrir mánuöina júní
og júlí er 15. ágúst nk.
Launaskatt ber launagreiöanda aö greiöa til
innheimtumanna ríkissjóðs, í Reykjavík toll-
stjóra, og afhenda um leiö launaskattsskýrslu
í þríriti.
Fjármálaráöuneytiö.
Vörður — Akureyri
Félagslundur veröur haldinn fimmtudaginn 15. ágúst í Kaupangi kl.
20.30.
Fundaretni:
Undirbúningur tyrir 28. þing SUS sem haldiö veröur á Akureyri dagana
30. ágúst til 1. sept.
Gestur fundarins veröur Siguröur J. Sigurösson baejarfulltrúi.
Stjórnin.
Kópavogi
Félagsfundur veröur haldlnn þriöjudaginn 13. ágúst í Sjálfstœöis-
húsinu Hamraborg 1, 3. hœö kl. 20.30. Kosnir veröa fulltrúar félagsins
á 28. þing SUS sem haldiö veröur á Akureyri dagana 30. ágúst — 1.
september nk. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru beönir aö tilkynna
sig í síma 40708 á skrifstofutíma stjórnar sunnudagskvöld kl
20.30-22.00.
í skugga
McCarthys
Myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
The Front ★★★
Framleióandi og leikstjóri Martin
Kitt. Ilandrit Walter Bernstein.
Kvikmyndataka Mike Chapman.
Aöalhlutverk: Woody Allen, Zero
Mostel, llerchel Bernardi, Micha-
el Murphy, Andrea Marcovicci.
Bandari.sk, gerð 1976 af Coiumbia
Pictures. Frá KCA/Columbia Pict-
ures International Video 91 mín.
The Front gerist á dökkum
tímum í bandarísku þjóðlífi,
uppúr 1950 þegar nornaveiðar
ó-amerísku nefndarinnar stóðu
sem hæst og vikadrengir
McCarthys vöktuðu hvern krók
og kima í leit að draugum. Hin
ofstækisfulla kommaleit beind-
ist einkum að listamönnum, ekki
síst í skemmtanaiðnaðinum og
var tala bannfærðra komin hátt
á fjórða hundraðið þegar veið-
arnar stóðu sem hæst.
Fjöldi ára leið áður en flestir
þessara listamanna fengu at-
vinnu að nýju. Þeir sem sögðu til
starfsbræðra sinna fengu um-
svifalaust grænt Ijós, aðrir héldu
til Evrópu og sumir snéru aldrei
til baka. Fjölmargir rithöfundar
völdu þann kostinn að koma
verkum sínum á framfæri í
gegnum aðra einstaklinga sem
seldu síðan verkin undir eigin
nafni. Þeir voru kallaðir
„Fronts“. Af þeim dregur mynd-
in nafn og fjallar um einn slíkan.
Allen er ósköp venjuleg búð-
arloka þegar vinu hans, sem
fengist hefur við að skrifa hand-
rit fyrir sjónvarpsþætti, segist
vera orðinn fórnarlamb ó-amer-
ísku nefndarinnar. Málin þróast
svo að Allen tekur að sér að selja
handrit hans undir eigin nafni
og bætir meira að segja við sig
afrakstri tveggja annarra
svartalistamanna. Og allir hagn-
ast vel.
En útsendarar og snuðrarar
nefndarinnar vinna vel og að
endingu koma þeir þessum
Gervirithöfundurinn Woody Allen tekur við handriti í The Front.
ókunna „rithöfundi" á kaldan
klakann.
Myndin reynir ekki að skýra
þær ástæður sem voru þess vald-
andi að hálf ameríska þjóðin sá
kommadraug í hverju horni,
heldur lýsir banvænu andrúms-
loftinu sem ríkti á þessum tíma
múgsefjunar og tekst það vel.
Enda flestir þeirra sem unnu við
myndina vel kunnugir svarta
listanum. Þekktastir þeirra eru
leikstjórinn sem mátti dúsa á
honum í sjö ár, leikarinn Zero
Mostel í átta og handritshöfund-
urinn Walter Bernstein, sem
ekkert fékk að gera vestur I
henni Hollywood I ellefu ár!
Ánægjulegt er til þess að vita að
nú eru aðstæðurnar orðnar það
gjörbreyttar að Bernstein var
tilnefndur til Óskarsverðlaun-
anna fyrir The Front árið sem
hún var frumsýnd, 1976. En það
er önnur saga.
Myndin lýsir vel þeirri múg-
sefjun sem McCarthy hleypti af
stað. Enginn gat verið öruggur
fyrir nornaveiðimönnum þing-
mannsins. Zero Mostel fer t.d.
með hlutverk leikara sem ekkert
sannast á en er samt sem áður
bannfærður. Þau urðu einnig ör-
lög hans í raunveruleikanum. í
myndinni er Mostel hinsvegar
fenginn til að hvítþvo sjálfan sig
til að reyna að ljóstra einhverju
rauðleitu upp um hinn óþekkta
„rithöfund" sem Allen leikur, en
það er meira en hann fær þolað
og fremur sjálfsmorð.
Allen sýnir á sér nýja alvar-
lega hlið, því hlutverk hans er
fyrst og fremst dramatískt þó
handritið sé í aðra röndina
meinfyndið — líkt og þegar All-
en er beðinn að endurskrifa
hluta handrits í snarkasti, á
meðan framleiðendurnir fylgjast
með, í þokkabót. Hann túlkar
með prýði duglftinn borgara sem
að lokum lætur ekki bugast und-
ir pressu nornaveiðaranna en rís
upp gegn þeim. Þar með var
sóknin hafin.
Zero Mostel, sá ólýsanlegi
stórleikari, fær hér gott hlutverk
að moða úr enda á hann glæsi-
lega spretti. Annars standa bæði
gamlir svartalistamenn og aðrir
leikarar sig með miklum ágæt-
um.
Ég minnist þess ekki að hafa
séð The Front auglýsta í kvik-
myndahúsi hérlendis, a.m.k hef-
ur farið lítið fyrir henni. Hvort
sem er þá er mikill fengur í
myndinni sem lýsir einkar vel
þessum geðveikislegu tímum
sem eru svo skammt undan en
sjálfsagt lítt kunnir yngri kyn-
slóðum.