Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 5 Umferðarslys við Laxanes í Kjós: Tíu ára drengur mikið slasaður TÍU ára drcngur frá Olafsvík mcidd- ist alvarlega í umferðarslysi við Laxanes í Kjós um klukkan 23 á sunnudagskvöldið. Hann liggur nú í sjúkrahúsi í Keykjavík en er ekki í lífshættu, skv. upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði. Drengurinn var í vöruflutn- ingabíl með föður sínum á leið frá Reykjavík til Borgarness og voru þeir í samfloti með öðrum vöru- flutningabíl. Við afleggjarann frá Vesturlandsvegi að Miðdal stopp- uðu bílarnir því þar átti að skilja eftir pakka. Á meðan ökumaður- inn fór með böggulinn yfir veginn bar að fólksbíl úr gagnstæðri átt og í sama mund hljóp drengurinn afturundan vöruflutningabílnum, ætlaði yfir veginn til föður síns, en lenti framan á fólksbílnum, sem kom að. Hann var meðvitundarlaus er að var komið en raknaði við á leið- inni í sjúkrahús. Hann er talinn mjaðmagrindarbrotinn og með innvortis meiðsli en er ekki í lífs- hættu, eins og áður segir. Tbro NAUT Costa del sol SÓLARSTRÖNDIN - FJÖLSÓHUR FERÐAMANNASTAÐUR Cuba llbre „FRJÁLS KÚBA“ VINSÆLL DRYKKUR ÚR ROMMI OG KÓKA KÓLA Húsnæðisstofnun: Mistök í vaxtaút- reikningi GJALDENDUR nýbyggingalána frá Húsnæóisstofnun ríkisins, sem féll I gjalddaga 1. ágúst síðastliðinn, hafa að undanförnu fengið senda leiðrétt- ingu á greiðslukröfum frá stofnun- inni vegna mistaka í vaxtaútreikn- ingi. Að sögn Jóns Péturssonar, full- trúa i veðdeild Landsbanka íslands urðu mistökin vegna skekkju í möt- un tölvu þegar verið var að skipta yfir í nýtt tölvukerfi, sem gerði það að verkum að reiknaðir voru of há- ir vextir og þeir reiknaðir frá út- gáfudegi í stað gjalddaga. Mistökin hafa þegar verið leiðrétt og þeir sem voru búnir að greiða lánin fengu endursenda þá upphæð sem þeim hafði verið ofreiknuð ásamt afsökunarbeiðni. Forsætisráð- herra skipar fiskeldisnefnd Forsætisráðuneytið hefur skipað nefnd til þess að gera tillögu um hvernig efla megi vöxt og viðgang fiskeldis hér á landi og hvar og með hverjum hætti stjórnsýslulegri ábyrgð á fiskeldi skuli fyrir komið. í frétta- tilkynningu segir, að þar til sett hafi verið lög um fiskeldi sé nefndinni jafnframt ætlað að vera ríkisstjórn- inni eða þeim náðuneytum sem þessi mál tengjast helst til ráðuneytis um fiskeldismál. Formaður nefndarinnar er Gunnlaugur Sigmundsson forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins. Ásamt honum i nefndinni eru: Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Jónas Matthíasson fulltrúi Fiskeldis hf., Grindavík, Kjartan Jóhannsson al- þingismaður, Bjarni Guðmundsson aðstoðarmaður landbúnaðarráð- herra, Árni ísaksson deildarstjóri, Veiðimálastofnun, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður og Stefán Valgeirsson alþingismaður. Ramenco SEIÐMAGNAÐUR SPÆNSKUR DANS Siesta SÍÐDEGISHVÍLD í SÓLARHITA Seat SPÆNSKUR BÍLL SEM NÚ ER LOKSINS FÁANLEGUR Á ÍSLANDI VivaZ^ Espanía'^C ■ LIFISPÁNN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.