Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
29
Sleppa laxinum
í Hofsá
Góð veiði og heldur takmarkað-
ur kvóti í Hofsá setti veiðimann
einn sem var í ánni um helgina í
heldur sérkennilega klípu. Hann
fór fram á efsta svæði fyrsta eftir-
miðdaginn og ætlaði að veiða í alls
tvo daga, hálfan laugardaginn, all-
an sunnudaginn og hálfan mánu- .
daginn. Kvótinn í Hofsá er 7 laxar LCÍrVOgSS
á stöng á dag og eftir tæpan
klukkutíma hafði veiðimaðurinn
landað 4 löxum og var takan svo
ör að sýnt var að hann myndi leika
sér að því að „taka kvótann" eins
og það er kallað, á skömmum tíma
og þá mætti hann ekki fara að
hirða laxa aftur fyrr en eftir há-
degið daginn eftir. Hann gerði sér
lítið fyrir og dró 9 laxa til viðbótar
fyrir kvöldið, en sleppti átta, land-
aði þvi alls 13 löxum. Morguninn
eftir gekk vel og landaði hann 5
löxum, en síðan dofnaði nokkuð
yfir veiðinni, en hann náði samt 14
löxum, eða sem nam kvóta beggja
veiðidaganna. Allt voru þetta 4—6
punda laxar, en aðrir veiðimenn
fengu einn og einn vænni innan
um. Alla laxana veiddi maðurinn á
sömu fluguna, heitir hún „Katy“
og er það sérkennilegur gripur
með háan væng og mikinn flot-
mátt. Þessi veiðigarpur og fleiri
sem voru þarna að veiðum misstu
líka mikið af laxi.
Þeir sem veiddu dagana tvo á
undan voru í mokveiði, allir fylltu
kvótann báða dagana. Alls eru
komnir vel á áttunda hundrað lax-
ar á land, margfaldur afli síðasta
sumars og er svo fyrir að þakka
geysiöflugum smálaxagöngum.
Blanda gefur vel
Vel hefur veiðst í Blöndu síð-
ustu daga og vikur og laxinn verið
bara fjári vænn ef litið er á með-
alvigtina. Eru það stórir laxar
jafnt sem smáir sem á land koma.
10. ágúst voru komnir 598 laxar á
land, en allt síðasta sumar veidd-
ust í ánni aðeins 495 laxar.
Það má heita kraftaverki næst
hversu vel hefur veiðst í Leir-
vogsá. í júlflok höfðu veiðst 266
laxar og eru þeir nú um 300 talsins
sem veiðst hafa. Áin er átakanlega
vatnslítil og laxinn safnast í fáa
hylji sem bjóða upp á skjól og
dýpi, Helguhyl, Birgishyl, Efra-
Skrauta og Ketilhyl ber þar helst
að geta. Annars er það að segja
um Leirvogsá, að það veiðist þar
oft ákaflega mikið úr hverri
göngu, laxinn tekur vel, stundum
til síðasta fisks í ákveðnum hylj-
um, einkum ef um göngulaxa er að
ræða.
Gott miðað við aðstæð-
ur í Elliðaánum
Það sama gildir um Elliðaárnar
og Leirvogsá, að vel hefur veiðst
miðað við aðstæður. Þó er miklu
meira af laxi í Elliðaánum, en
hann á til að taka ákaflega illa í
vatnsleysinu og birtunni sem því
fylgir. Þó eru komnir vel á átt-
unda hundrað laxar á land og er
einhver reytingsafli dag hvern.
Búast menn við stórtíðindum á
þessari verstöð ef það fer að rigna
á næstunni.
Vióureignin er hafin, augnablikió sem veióimanninn dreymdi um nestum
allan veturinn.
ISLENSKT SEMENT
HÆFIR ÍSLENSKUM ADSTÆDUM
Allt frá upphafi hefur Sementsverksmiðja ríkisins kappkostað að
íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum.
Glæðist mjög í Svartá
Veiðin hefur verið ágæt í Svartá
það sem af er ágúst, en laxinn kom
óvenjulega seint í ána þetta
sumarið. Á hádegi 10. ágúst voru
komnir % laxar á land úr ánni og
hópurinn sem þá lauk veiðum
hafði náð 18 löxum á 3 stangir á 2
dögum. Af þessum % löxum var 21
lax 10 punda eða stærri, þeir
stærstu tveir 16 punda fiskar. 40
laxar höfðu veiðst í ármótunum og
alls 64 á neðsta svæðinu. Aðeins
20 á miðsvæðinu og 12 á því efsta.
Þakklætis- og
minningargjöf
til Thorvald-
sensfélagsins
KRISTINN Oddfriðsson Oddsson
frá White Rock, B.Col. Kanada,
sem nú er 92 ára, færði Thorvald-
senfélaginu $1000.-, til minningar
um systur sína, Dýrfinnu
Oddfriðsdóttur, sem lézt 28. júlí sl.
og vegn'a kynna sinna af félaginu
er hann var á barnsaldri. — Krist-
inn fór þá með stjúpu sinni inn í
Þvottalaugarnar í Reykjavík, en
þá var Thorvaldsensfélagið nýbúið
að láta reisa þar hús yfir laugarn-
ar og því hafði hann aldrei gleymt.
Vildi hann þess vegna færa félag-
inu þessa gjöf, sem það þakkar
honum af alhug og biður honum
blessunar.
(Frétt fri ThorraldgensféUgioii)
FRAMLEIÐSLA
SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS framleiðir:
Portlandsement i venjulega steinsteypu.
Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt.
Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður
að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur,
brýr og hafnarmannvirki).
STYRKLEIKI
Portlandsementið erframleitt í samræmi við íslenskan
sementsstaðal IST 9.
Styrkleiki sements er aðaleiginleiki þess.
Styrkleiki islensks Portlandsements:
Styrkleiki kg/sm2 eftir 3daga 7daga 28daga
Portlandsement 250 350 500
Lágmarkskrafa IST9 175 250 350
GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR
HÚSBYGGJENDUR
• Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé
gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með-
höndlasteypuna.
• íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí-
hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn geturónýtt
þessa vöm. Hvers konarönnuróhreinindi, svosem sýrur
og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í
steinsteypunni.
• Sparið vatnið í steypuna. Hver litri vatns fram yfir það,
sem nauðsynlegter, rýrirendingu hennar.
• Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin.
Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns f ram yfir
það sem steypuframleiðandinn gefur upp.
• Hlífið nýrri steypu víð örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og
og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur
steypan enst verr vegna sprungumyndana.
• Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að
byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri
ending bætirfljótt þann kostnað.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!
SEMENTSVERKSMIÐJA
RÍKISINS