Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 52
Ökuferðin endaði á brúarhandriðinu mMGUGMNOn Svangir rata ^aelk&unn ÞRIÐJUDAGUR 13. AGUST 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. SaaAárkróki, 12. ágúst. TVEIR skipverjar af varðskipi, sem dagskvöld, gerðu sér lítið fyrir og sunnudagsins. Héldu þeir síðan sem Ékki varð ökuferð þeirra löng því þegar þeir komu að Staðará, sem er i 12 km fjarlægð frá Sauð- árkróki, rakst annar bíllinn á brú- arhandrið af slíku afli að önnur hlið hans flettist af. Bíllinn hent- ist inn á miðja brúna, sem er að- eins ein akrein og snéri í gagn- Heimilið ’85 Tískusýn- ingarflokk- ur frá París „TfU ÞEKKTAR franskar sýn- ingardömur frá Profem i París munu sýna tískufatnað frá 23 mjög þekktum tískuhúsum í París á sýningunni Heimilið ’85, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 29. ágúst til 8. september næstkomandi,” sagði Jón Egg- ertsson framkvæmdastjóri Kaup- stefnunnar. Að sögn Jóns er sýningar- flokkurinn vel þekktur erlendis og hefur sýnt tískufatnað víða um heim meðal annars í Lond- on, New York og Tókýó. Stjórn- andi flokksins er Myky Engel, sem getið hefur sér gott orð við uppsetningu og stjórnun á tískusýningum og mun hún sjá um sýningarnar, sem verða tvær á dag alla sýningardag- ana. Þetta er í fyrsta skipti sem franskur tískusýningarflokkur kemur til íslands. Það var í samvinnu við fr. Ginu Létang verslunarfulltrúa Frakklands á íslandi, sem tókst að ná samn- ingum við þennan sýningar- flokk um að koma til landsins, þrátt fyrir að hann sé mjög bókaður á sýningum erlendis. Sýningarbásar á sýningunni verða á bilinu 90 til 100 og eru oftast fleiri en einn aðili um hvern bás. Eins og fyrr eru það bæði innlendir og erlendir framleiðendur sem sýna. kom hingað klukkan 22.00 sl. laugar- stálu tveimur fólksbílum aðfararnótt leið liggur fram í Skagafjörð. stæða átt þegar hann stöðvaðist. Kviknaði í bílnum og brann allt sem brunnið gat svo að segja má að grindin ein sé eftir. Ökumaður- inn brenndist og skarst í andliti. Hann var fluttur í sjúkrahúsið á Sauðárkróki, en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Hinn ökuþórinn, sem var skammt á undan, sá ófarir félaga síns og taldi þá ekki ástæðu til að halda lengra. Tvær stúlkur frá Sauðárkróki, sem voru á leið vestan úr Húnavatnssýslu, komu að þeim fóstbræðrum og leist ekki á blik- una. Þær fóru heim á næsta bæ til að hringja á lögreglu og sjúkrabíl. Umferð um brúna stöðvaðist þar til bilflakið hafði verið fjarlægt. Bifreiðin sem eyðilagðist var af gerðinni BMW, árgerð 1982. — Kári Bflflakið. MorgunblaðiA/Kiri Mývatnsrannsóknir Náttúrverndarráðs: Kísiliðjunni og iðnaðar- ráðuneytinu boðin þátttaka NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur boðið iðnaðarráðuneytinu og Kísiliðjunni að skipa fulltrúa í fimm manna nefnd sérfræðinga til að vera ráðgefandi fyrir stjórn Rannsóknastöðvar Náttúruverndarráðs við Mývatn varðandi komandi rannsókna á lífríki vatnsins og áhrifum efnistöku Kísiliðjunnar á það. „Við viljum fá sem breiðastan hóp til að standa að komandi rannsóknum og hyggjumst ekki vera með neina flokkadrætti," sagði Þóroddur Þóroddsson, for- maður stjórnar Rannsóknastöðv- arinnar. Náttúruverndarráð neitaði í vor að tilnefna mann í fjögurra manna nefnd iðnaðarráðherra, Sverris Hermannssonar, sem hann skipaði til Mývatnsrann- sókna. Nefnd iðnaðarráðherra, undir forystu Péturs M. Jónasson- ar vatnalíffræðings, átti að vera skipuð einum manni frá hverjum hagsmunaaðila, einum frá Skútu- staðahreppi, einum frá Kísil- iðjunni og einum frá Náttúru- verndarráði. Náttúruverndarráð taldi að lög- um samkvæmt ætti það að leiða rannsóknirnar og fjármálaráð- herra veitti því nýlega einnar milljónar króna aukafjárveitingu til rannsóknastarfa. Þóroddur Þóroddsson sagði að þegar væri byrjað að vinna úr þeim gögnum sem safnað hefði verið á sl. 7—8 árum, og unnið væri ötullega að því að fulikomna þá rannsóknaáætlun sem þegar væri til. Aðeins sex íbúar í Flatey næsta vetur MiAhÚNum, 12. ágúst UM HELGINA hafði fréttaritari samband við Hafstein Guðmunds- son bónda og oddvita í Flatey og innti hann frétta. Hafsteinn sagði að grásleppuveiði hefði verið góð í vor og rúmur hálfur mánuður síðan hey- Islenskir hestar reynast vel hjá hreindýrahirðum í Alaska ESKIMÚAR á Sewardskaga í Al aska vestanverðu nota íslenska hesta við hreindýrabúskapinn. Eru þar nú 13 íslandshestar, sem flutt- ur voru frá suðurhluta Kanada á árinu 1982 og í vor, og hafa þeir reynst mjög gagnlegir fyrir hrein- dýrahirðana, að sögn William B. Gollins prófessors í beitarstjórnun við Alaskaháskóla en hann er nú staddur hér á landi vegna ráð- stefnu um beit á norðlægum slóð- um sem hér var haldin í síðustu viku. Collins sagði að á árinu 1982 hefðu 8 hestar verið fluttir til Alaska á vegum NANA-fyrir- tækisins og 5 til viðbótar í vor á vegum Alaskaháskóla. Aðeins fjórir aðrir íslenskir hestar eru í Álaska og eru það reiðhestar. Hestarnir eru allir fæddir í Kanada utan eins, sem fæddur er á fslandi, og er hann þeirra bestur. Morgunblaíið/William B. Collins Hreindýrahirðar á Sewardskaga í Alaska með íslenska hesta. Collins sagði að hreindýra- hirðarnir notuðu snjósleða til að fylgja hjörðunum eftir á vetrum en væru í vandræðum á sumrin. Engir vegir væru um freðmýr- arnar og þær erfiðar yfirferðar. Ekki væru vandamái að halda hreindýrunum í hóp, hundar væru notaðir við það. Sagði Coll- ins að stórir amerískir hestar hefðu verið reyndir en það reynst erfitt, bæði vegna fóður- kostnaðar yfir langan vetur og vegna þess hvað freðmýrarnar væru erfiðar yfirferðar. Heyið þyrfti til dæmis að flytja alla leið frá Seattle og væri fóðrunin því kostnaðarsöm. Þá hefðu menn komið auga á íslenska hestinn og eiginleika hans. Hann væri fljótur að aðlaga sig að- stæðum á þessum erfiðu svæðum og þyrfti helmingi minna fóður og væri meiri stofnkostnaður því fljótur að skila sér til baka með minni rekstrarkostnaði. Þrátt fyrir að íslensku hest- arnir henti vel fyrir hreindýra- hirðana í Alaska átti Collins ekki von á að í Alaska væri stór markaður fyrir þá til þeirra nota, hirðarnir slepptu hjörðun- um mikið lausum á sumrin til að eiga þá frí, og reyndu síðan að safna þeim saman að hausti. Hins vegar taldi hann að mikili mennsku þegar menn sæju hvað fyrir íslenska hesta til reið- mennsku þegar menn sæu hvað þeir hentuðu vei á þessu land- svæði. önnum lauk. Hörpudiskvinnsla væri í fullum gangi. Þrátt fyrir velgengni hvað fjár- hag snertir, væri nú mikið um það að fólk flytti í burtu og liti nú út fyrir að hann og fjölskylda hans, eða um 6 manns, myndu búa í Flatey í vetur. Hafsteinn sagðist ekki vera farinn að auglýsa eftir fólki ennþá, en fólk vantaði í skel- ina og nóg húsnæði væri í Flatey. Eins og sjá má þá má Eyja- hreppur muna fífil sinn fegri en nú eru aðeins tvær eyjar í byggð, þ.e. Flatey og Skáleyjar. Margir eigendur jarða eða jarðaparta koma á vorin og nýta hlunnindin. Sveinn Vamarliðsflutningar: Utboðsgögnin bárust í gær HÖRÐUR Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags íslands staðfesti við Morgunhlaðið í gærkvöldi, að út- boðsgögn vegna flutninga fyrir Varn- arliðið hefðu borist frá sjóflutninga- deild bandaríska flotans í gær. Hörður sagði, að óskað væri eftir að tilboðum yrði skilað fyrir kl. 12 á hádegi 22. ágúst nk. og er gert ráð fyrir að ef samningar takast hefjist flutningar þann 1. október 1985 og gildir samningurinn þá í 6 eða 12 mánuði. „Okkur sýnist að útboðið sé öllum opið,“ sagði Hörður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.