Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 Utgefandi ttÞInftft hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Uppsagnir hjá Hagvirki Verktaka- og hönnunarfyr- irtækið Hagvirki hf. ætlar að segja upp allt að 270 starfs- mönnum á næstu tveimur mánuðum. Fyrirtækið varð að segja upp tæplega 30 af verk- stjórum, tæknifræðingum og verkfræðingum fyrirtækisins um síðustu mánaðamót. Þess- ar afdrifaríku ákvarðanir má rekja til þess, að Hagvirki hef- ur ekki fengið nægilega stór verkefni til að glíma við. Fyrirtækið hefur verið byggt upp í kringum virkjanafram- kvæmdir á vegum Landsvirkj- unar. Það hefur keypt stórvirk tæki, en vélakostur þess er metinn á meira en 500 milljón- ir króna. Svo kann að fara, að þessi tæki verði seld úr landi fyrir hálfvirði eða minna eða hann standi ónotaður næstu eitt til tvö árin. Þetta eru alvarleg tíðindi. Ekki aðeins fyrir starfsmenn og eigendur Hagvirkis heldur fyrir þjóðarbúið í heild. Á liðnu vori beindist athyglin mjög að tilboði Hagvirkis um að leggja bundið slitlag á þjóð- veginn frá Reykjavík til Akur- eyrar. Því tilboði var ekki tek- ið. Raunar höfnuðu stjórn- málamenn því alfarið að hverfa frá markaðri stefnu í vegagerð, sem byggist á því að leggja slitlag á vegabúta. Þessi stefna byggist meðal annars á hagsmunaþaráttu einstakra kjördæma. Þingmenn vilja all- ir, að eitthvað sé unnið að vegagerð meðal kjósenda sinna. Þeir hallast því að þeirri tilhögun, að fjármagni til vegagerðar sé dreift til sem flestra en sé ekki afhent ein- um stóraðila. Það má rekja til aðgerða- leysis Hjörleifs Guttormsson- ar, iðnaðarráðherra Alþýðu- bandalagsins 1978—83, að hlé hefur orðið á stóriðjufram- kvæmdum í landinu. Eins og kunnugt er stefndi hann frem- ur að því að fæla erlenda aðila frá því að leggja fé í slíkar framkvæmdir hér á landi en hvetja þá til slíkrar fjárfest- ingar. Á meðan ekki tekst að fá stóran orkukaupanda held- ur Landsvirkjun að sér hönd- um við framkvæmdir við Blönduvirkjun. Landsvirkjun situr raunar undir ámæli fyrir að framleiða of mikla raforku. Þeir sem eru gjörkunnugastir orkuverði um þessar mundir telja hugmyndir um að unnt sé að selja nýjum stórkaupend- um orku á 18 mills óraunhæf- ar eins og málum er komið. Á þessu sviði eins og svo mörg- um öðrum standa ráðamenn ekki frammi fyrir mörgum kostum, og fáir þeirra eru þannig að ítrustu óskir verði að veruleika. Sú stefnubreyting hefur orðið við verktakafram- kvæmdir er tengjast dvöl varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, að íslenskir aðal- verktakar, sem hafa samn- ingsgerð á hendi við Banda- ríkjamenn undir leiðsögn utanríkisráðuneytisins og samkvæmt ákvörðun þess um hvað í skuli ráðist hverju sinni, leita meira en áður til undirverktaka. Þrátt fyrir það hefur Hagvirki ekki fengið verkefni við framkvæmdir í Helguvík, þar sitja félags- menn í Verktakasambandinu við samningsborðið, en Hag- virki kýs ekki að vera í þeim félagsskap. Fyrir öllum þeim ákvörðun- um, sem valda því að Hagvirki er orðið verkefnalaust, kunna að vera skynsamleg rök póli- tísk sem annars konar. Þeir, sem þessar ákvarðanir hafa tekið, hljóta að gera sér grein fyrir því, hverjar gætu orðið afleiðingar þeirra. Hitt er víst, að það verður að lokum, eins og flest annað sem gerist af þessu tagi í atvinnumálum þjóðarinnar, viðfangsefni stjórnmálamanna að glíma við vandann sem leiðir af upp- sögnum starfsfólksins hjá Hagvirki. Margt bendir til þess að þarna eigi það þó við, sem svo víða annars staðar, að betra hefði verið að byrgja brunninn áður en barnið féll ofan í hann. Pólitísk viðbrögð undir þrýstingi hugsanlegs at- vinnuleysis fjölda fólks vilja oft verða næsta flausturs- kennd. Með hliðsjón af hagsmunum þjóðarbúsins væri heppilegast, ef takast mætti á næstunni að ná samningum við stóran orkukaupanda, þannig að það sæi fyrir endann á þeirri óvissu, sem ríkir um framhald stórvirkjana. Að þessu verk- efni hefur verið markvisst unnið undanfarin misseri. Þar eru þrjú verkefni helst á döf- inni: 1. Stækkun álversins í Straumsvík með þátttöku nýs eignaraðila með Alusuisse. 2. Leit að erlendum eignaraðil- um til að reisa kísilmálmverk- smiðju. 3. Athugun á því hvort fýsilegt sé að hefja hér magn- esíumvinnslu. Ekki er gert lítið úr vega- gerð eða framkvæmdum fyrir varnarliðið þótt sagt sé, að skynsamlegast sé að finna kröftum fyrirtækja á borð við Hagvirki viðnám með því að ráðast í stórframkvæmdir á orkusviðinu. Vonandi dregur fljótt til niðurstöðu á því sviði. Hermenn sandinista fagna byltingarafmdi. Lech Walesa í broddi fylkinj Hvoru megin víglínunnar? Opið bréf til Ernesto Cardenal, menningarmálaráðherra Nicaragua, frá ritstjórum bannfærðs blaðs í Póllandi Kftirfarandi er útdráttur úr bréfi frá ritstjónim hins óleyfilega pólska tímarits Przeglad Polityczny til séra Ernesto Cardenal, menningarmála- ráóherra Nicaragua. Síðasta haust var grein þessi birt í Póllandi, en hún hefur nýlega borist til Vestur- landa: Kæri séra Cardenal. Árið 1982 kom hinn virti þýski rithöfundur Gúnther Grass til Nicaragua. Árið áður hafði hann heimsótt Pólland. Afrakstur þess- ara tveggja heimsókna skáldsins leit dagsins ljós í grein, sem birt- ist í þýska vikublaðinu Die Zeit og vakti hún mikla athygli. í grein þessari bar Grass saman frelsis- baráttu pólsku verkalýðshreyf- ingarinnar og byltingu sandinista í Nicaragua og komst að þeirri niðurstöðu að margt væri líkt með baráttu þessara tveggja hreyf- inga. f júnímánuði árið 1983 áttu ritstjórar og stuðningsmenn Przeglad Polityczny og Gunther Grass spjall saman um grein hans og var sú umræða birt í tímariti okkar. í samtali okkar við Grass kom fram að hann teldi það álit- legan kost að hreyfingar þessar kæmu á sambandi sín á milli. „Til dæmis gæti einhver pólskur menntamaður, hugsanlega rithöf- undur í hópi andófsmanna, ritað skáldinu, hugsanlega rithöfundur í hópi andófsmanna, ritað skáld- inu, prestinum og byltingarmann- inum Ernesto Cardenal bréf í þessu skyni. Tengsl þessara hreyf- inga myndu koma stórveldunum tveimur, málsvörum hinna ólíku og afdráttarlausu viðhorfa kapít- alisma og kommúnisma, óþægi- lega á óvart,“ sagði Grass af þessu tilefni. Við viljum líta framtíðina björt- um augum. Við vildum gjarnan Slysavamadeildin Þorbjöm í Grindavík kaupir nýjan björgunarbát: Eykur mjög möguleika við björgunarstörf „ÞETTA ER stór dagur fyrir okkur Grindvíkinga,'* sagði Tómas Þor- valdsson, formaður Slysavarnadeild- arinnar Þorbjarnar, á fostudaginn þegar félagar í Þorbirni tóku á móti nýjum björgunarbáti sem þeir hafa fest kaup á. Fjölmargir höfðu brugðið sér niður að höfninni í Grindavík til að fylgjast með þegar báturinn lenti þar að bryggju í fyrsta sinn. Félagar úr björgunarsveitinni Þorbirni sigldu honum frá Reykjavík til Grindavíkur. Um þrjár vikur eru síðan báturinn kom til landsins. Hingað var hann fluttur frá Bretlandi, en félagar í björgunarsveitinni gerðu á honum ýmsar breytingar og bættu í hann tækjabúnaði til að hann hentaði betur íslenskum aðstæðum. Báturinn var svo vígður og hon- um gefið nafn. Fékk hann nafnið Oddur V. Gíslason eftir sóknar- presti Grindvíkinga seint á ní- tjándu öld, en sá var jafnframt dugmikill sjómaður og mikill frömuður í slysavarnamálum sjó- manna. Um leið var nýrri björg- unarstöð sveitarinnar gefið nafn og var hún nefnd Oddsbúð. Þar verður báturinn geymdur og til taks ef sjóslys skyldi henda. Að sögn Gunnars Tómassonar, formanns Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, er þessi bátur geysi- vel búinn tækjum. „Hann er not- hæfur í hvaða veðri sem er og með honum má veita sjófarendum ým- isskonar aðstoð. Það má bjarga mönnum úr sjó, sökkvandi skipi eða jafnvel strönduðu skipi. Ef kviknar í skipum getur hann flutt slökkvidælur, eins varahluti í bil- uð skip. Hann getur borið 15 til 20 menn, en þriggja manna áhöfn þarf um borð.“ Báturinn er um 8 metra langur og gerður úr trefja- plasti. Við bestu aðstæður kemst hann um 30 sjómílur á klukku- stund. Félagar í Þorbirni kaupa bátinn algjörlega á eigin spýtur. Hann kostar 2,6 milljónir króna full- búinn. „Við tókum tveggja millj- óna króna lán erlendis en 600.000 krónur gátum við borgað strax. Það er mest gjafafé frá velunnur- um okkar. Þar að auki höfum við nú þegar safnað annarri milljón- inni af því sem eftir er og hitt má greiðast á þremur árum. Við höf- um því ekki áhyggjur af að okkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.