Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 9 ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Vandaöur en ódýr Pantiö nýja Kays-vetrarlistann á kr. + burðargjald. Nýjasta vetrarlínan, búsáhöld, leikföng o.fl. o.fl. 200 B. M AGNUSSON HÓLSHRAUNI 2 • SÍMI 52866 • P.H. 410 • HAFNARFIRÐI TSí^amatkadutinn 12-18 Subaru Sedan 4x4 1982 Rauður, ekinn aðaiiM 51 þ. km. Utvarp, seg- ulband o.fl. Otlit m|ög gott. Dodge 024 Hatchback 1982 3|a dyra fallegur framdrlfsbill. 4 cyl. beinsk. Ekinn aöeins 19 þ. km. Verð kr. 490 þús. BMW 316 1985 Ekinn 4 þús. km. Verð 625 þús. Citroén CX Reflex 1982 Ekinn 41 þús. km. Verð 450 þús. Datsun Patrol Diesel 1983 Lengri geröin. Verö 790 þús. Range Rover ’80—'84 Fást i skiptum fyrlr ódýrari bfla. Cítroén CX 2400 Familiale 1979 Vantar ’82—’85 ár- geröir á staöinn Höfum kaupendur aö Subaru ’81—’85 og Volvo, Saab o.fl. ’83—’85. Volvo 245 GL station 1982 Gullsans, sjálfsk. m/öllu. Ekinn 60 þús km. 2 dekkjagangar o.fl. Óvenju fallegur bfll. Verö kr. 490 þús. (Skipti á ódýrari.) Vandadur bíll — Dodge Diplo- mat 1978 Rauóur m/T-Topp. Eklnn 67 þ. km. 8 cyl. (318) m/öllu. Verö 420 þús. Saab GL 1982 Rauöur. ekinn 44 þús. km. Fallegur þM. Verð 360 þús. Toyota Corolla GT Twin Cam 16 1984 Brúnsans. 7 manna. Eklnn 79 þús. km. Bill i Silturgrár og svartur. 5 gíra. Ekinn 29 þ. km. sérflokkl. (NýryOvarinn o.fl.) Verð kr. 335 Bein innspýting, splittað drit o.fl. Verð 530 þús. þús. (Skipti á ódýrari.) Þú svalar lestrarþörf dagsins ’ iíóum Moggans! Fúlipyttur segir SÍS! Forystugreinar NT hafa veriö meö fádæm- um fúllyndar síöustu vikurnar, nánast hvert sem viöfangsefni þeirra er, en einkum og sér í lagi þegar þær ýja aö Morgunblaöinu eöa Sjálfstæðisflokknum. Ósjaldan er þó eins og einhver utanaökomandi segi viö ritstjórana: „Segöu SÍS,“ eins og stundum er gert til aö fá lítil börn til aö brosa framan í Ijósmynd- ara, og þá bregöur fyrir brosviprum undir ygglibrúnum. Staksteinar beina sjónum sín- um aö NT, „málgagni SÍS“, í dag. Leiðari NT 3. ágúst t’orystugrein NT laug- ardaginn 3. ágúst sl. (verzl- unartnannahelgin) fjallar sem oftar um SÍS-veldið, scm kemst næst þvi, allra fyrírbiera hér á landi, að rísa undir heitinu „auð- hringur". Þar standa þessi vísu orð: „I NT í dag er rætt við fjölmarga starfsmenn Sam- bandsins, sem stunda sina vinnu hjá samvinnufyrir- Ueki og stuðla þannig að bættum hag allra lands- manna. Og það sem meira er — þeir skammast sín ekkert fyrir það eins og Morgunblaðið heldur.“ Viðtöl þau, sem leiðarínn vitnar til, eru ekki á frétta- síðum NT heldur í fjogurra síðna auglýsingakálfi frá SÍS, sérstaklega merktum sem slíkum. SÍS auglýsir að sjálfsögðu ánægju en ekki óánægju starfsmanna sinna. Auglýsingakostnað- urínn þarf að skila árangrí, hvað annað. Forystugreinin er síöan eins og kálfsauki eða hali á SfS-auglýsing- una — og fer vel á því! Hitt er í bezta falli mis- skilningur hjá NT að Morgunblaðið telji nokk- urn þann, sem vinnur verk sín af samvizkusemi, þurfa að skammst sín fyrir þau. Hinsvegar er SfS ekki haf- ið yfír gagnrýni, ef NT er undanskilið, fremur en önnur mannanna verk. Hjá NT er SÍS goð á stalli, sem tilvera blaðsins hvílir á. „Kálfurinn" í NT, sem geymir SfS-auglýsinguna, ber yfírskriftina „f góðu sambandi". Enginn þarf lengur að fara f grafgötur um að NT er „í góðu sam- bandi" við SfS-veldið. Leiðari NT 7. ágúst Verzhinarráð fslands og fleiri aðilar, sem tengjast verzlun, standa að heimild- armynd um verzlunina f landinu, milliríkjaverzlun og smásöludreifíngu. Mynd þessi var sýnd í sjónvarpinu um verzlunar- mannahelgina. Hún fékk almennt góða dóma, enda frúðleg og vel gerð. NT, blaðið sem „segir SÍS“, þegar það sýnir brosviprur undir ygglibrún- um, er hinsvegar eins og snúið roð í hundskjaft þeg- ar það fjallar um þessa mynd í forystugrein 7. ágúst sl. Astæðan er sú að myndin Ijallar ekki um SÉS, heldur verzlunar- starfsemi almennt í land- inu. Myndin fjallar sum sé, að dómi NT, um starfsemi sem tengist þeim er létu gera myndina, án þess að hið háa SfS-veldi sé sér- staklega sett á stall. Og það er að „sjálfsögðu" ekki nógu gott Þegar stigið er á skott SÍS, að dómi ritstjórans, gehir NT. Já, það er eng- inn vafí á því að NT er „í góðu sambandi" við SÍS, hvað sem garminum hon- um Katli, Framsóknar- flokknum, líður. Leiöari NT 10. ágúst Síðastliðinn laugardag fjallar NT í forystugrein um þá ákvörðun Banda- ríkjastjórnar, í framhaldi af kröfum íslenzka utan- ríklsráðuneytisins, „að bjóða út flutninga fyrír Varnarliðið hingað til lands", eins og komizt er að orði í ritstjórnargrein- inni. NT er að sjálfsögðu mik- ið niðrí fyrir. Oft var þörf en nú var nauðsyn að „segja SÍS“ og brosa út í tilveruna, þrátt fyrir yggli- brúnina. Orðrétt segir i þessari forystugrein um flutninga til varnarliðsins. „Skipadeild Sambands- ins hefur nú í förum milli íslands og Bandaríkjanna nýtt og glæsilegt skip og eins og haft er eftir Omari Jóhannssyni í blaðinu I gær, hefur legió Ijóst fyrir, að Sambandið stefndi að því að fá eitthvað af flutn- ingum fyrir Varnarliðið. Forystumenn hinna skipa- félaganna tveggja sem einnig eru talsmenn frjálsr- ar samkeppni, fá nú nýjan keppinaut, fyrír utan hugs- anlega þátttöku erlendra skipafélaga." Málgagn SÍS má vart vatni halda. l>að er gott og blessað. NT mætti þó betur gera, hvað varðar SfS- skrífín. Þriðji hver leiðari er fullmikil hófsemd, enda hafa skriffínnar NT allt á hornum sér þegar um ann- að er fjallað. Þeir eru miklu skemmtilegri þegar þeir „segja SÍS“. Og svo má heldur ekki gleyma því „að tungunni er tamast það sem hjartanu er kær- ast“. NT þarf alls ekki að skammast sín fyrír að koma til dyranna eins og það er klætt — með vöru- merki SfS i bak og fyrir. BROTNAR NEGLUR Lím fyrir brotnar og rifnar neglur. Einn dropi í brotið og nöglin veröur sem óskemmd 45 sekúndum síðar. Síöan er nöglin lökkuð á eðlilegan hátt. ★ Quick Set ★ er einföld lausn fyrir alla. Bankastræti 3, sími 13635. Póstsendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.