Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 22
22
MQRGUJJBLADID, J>RIDJUDAGUR 13- ÁG.ÚST 1985
AP/Shnamynd
Hér er verió aö flytja nokkra í sjúkrahús eftir að eiturgas lak úr verksmiðju Union Carbide í Institute í Vestur-
Virginíu í fyrradag. Voru alls 130 manns fluttir í sjúkrahús, en vinna hófst aftur að hluta til í verksmiðjunni í gær.
Gasleki frá verksmiðju Union Carbide:
Mestu flug-
slys sögunnar
New York, 12. igúsL AP.
FLUGSLYSIÐ í Japan í gær er sennilega hið mesta sem sögur fara af þegar um
eina flugvél er að ræða. Er óttast að allir farþegarnir 524 hafi farist í slysinu.
Hins vegar fórust fleiri þegar tvær flugvélar rákust saman árið 1977 eða 582
farþegar. Hér á eftir fer listi yfir sex helstu flugslys sögunnar.
1. f mars 1977 fórust 582 farþeg- Boeing-747 breiðþota indverska
ar þegar tvær Boeing-747 þotur í
eigu bandarisku flugfélaganna Pan
American og KLM lentu í árekstri
við flugvöllinn á Kanaríeyjum.
2. Breiðþota af gerðinni
Boeing-747 í eigu japanska flugfé-
lagsins fórst i gær þegar reynt var
að nauðlenda henni í Mið-Japan, og
með henni að öllum líkindum 524
farþegar.
3. I mars 1974 fórust 346 þegar
DC-10 flugvél tyrknesks flugfélags
hrapaði skammt frá París.
4. í júní á þessu ári fórst
flugfélagsins undan írlandsströnd-
um. Allir farþegarnir 329 létu lífið.
Er talið að um skemmdarverk hafi
verið að ræða.
5. í ágúst 1980 fórst saudi-arab-
ísk flugvél af gerðinni L-1011 í
nauðlendingu á flugvellinum í höf-
uðborg Saudi-Arabíu, Riyadh, með
þeim afleiðingum 301 farþegi lét
lífið.
6. í maí 1979 fórust 273 farþegar
þegar DC-10 þota bandaríska flug-
félagsins American Airlines fórst í
flugtaki í Chicago.
Vestur-þýskur embættismaður:
Hvetur til sam-
ræmdra aðgerða
gegn hryðjuverkum
Bonn, 12. ágúst. AP.
• •
Oryggisútbún-
aður var gallaður
Vestur-Virgíníu, Bandaríkjunum, 12. ágúst AP. W
ÍBÚAR í smábænum Institute í Vestur-Virginíu segja að öryggis-
búnaður hafi verið gallaður í verksmiðju Union Carbide, en eiturefni
lak þar út í gær með þeim afleiðingum að fjöldi manns þurfti að fara
í sjúkrahús.
Var öryggisbúnaðinum komið
fyrir í verksmiðjunni eftir hið
mikla slys í Bhopal á Indlandi í
fyrra þegar um tvö þúsund
manns létu lífið í kjölfar gasleka
í verksmiðju Union Carbide.
Þurftu um 130 manns að fara í
sjúkrahús í Institute um helgina
eftir að eiturefni, sem notað er
til framleiðslu á skordýraeitri,
lak út. Einn maður veiktist al-
varlega af gaseitrun og margir
tugir manna þurftu að leita sér
lækninga vegna verkja í hálsi,
augum og lungum og nefi. Mynd-
aðist stórt eiturský, sem náði 300
metra, við lekann. Voru þúsund-
ir manna beðnar að fara ekki út
úr húsi meðan eiturefnið var að
leysast upp. Verksmiðjunni var
lokað eftir slysið, en vinna hófst
þar í sumum deildum í dag.
Talsmaður Union Carbide
sagði að yfirlýsingar væri að
vænta frá fyrirtækinu vegna
kvartana um að öryggisútbúnaði
hafi verið ábótavant, en enn
hefði ekki verið ákveðið í hvers
konar formi hún yrði.
HÁTTSETTUR vestur-þýskur
embættismaður hvatti í dag
vestræn ríki til að taka höndum
saman í baráttunni við alþjóða-
hryðjuverkastarfsemi. Sigla
þessi ummæli í kjölfar spreng-
ingarinnar sem varð í banda-
rískri herstöð í Vestur-Þýska-
landi á fimmtudag í síðustu
vilni.
Embættismaðurinn, Carl Diet-
er Spranger, sem er ráðueytis-
stjóri í innanríkisráðuneytinu,
sagði að stjórnvöldum í þessum
ríkjum bæri skylda til að vernda
fólk fyrir hryðjuverkamönnum,
enda væri nú svo komið að enginn
væri óhultur fyrir þeim.
í dag birti vestur-þýska rann-
sóknarlögreglan teikningu af
konu, sem þykir líkjast félaga í
Rauða herflokknum (RAF). Á
hún að hafa tekið á leigu bifreið-
ina, þar sem sprengjunni var
komið fyrir við bandarísku her-
stöðina.
Aðalsaksóknari Vestur-Þýska-
lands varaði í dag við fleiri
hermdarverkum Rauða her-
flokksins, sem ásamt frönskum
hryðjuverkasamtökum, hefur lýst
ábyrgð á hendur sér á sprengju-
tilræðinu.
Úganda:
Hleyptu upp
móttöku-
athöfninni
Kampala, llganda, 12. á(fú»l. AP.
Á LAUGARDAG hleyptu uganskir
bermenn upp móttökuathöfn, sem
haldin var til að fagna pólitískum
föngum sem sleppt hafði verið úr
fangelsi. Létu þeir síðan greipar
sópa um eigur fólks og drápu a.m.k.
einn mann, að sögn sjónarvotta.
Yoweri Kyesimira, fyrrum sam-
gönguráðherra í tveimur ríkis-
stjórnum í Uganda, var meðal
þeirra sem látnir voru lausir á
laugardag. Hann sagði að hundruð
manna hefðu verið saman komnir
til að fagna föngunum, en þá
hefðu hermennirnir látið til skar-
ar skríða.
GENGI
GJALDMIÐLA
London, 12. ágúst AP.
BANDARÍSKI dollarinn féll í verði í
dag gagnvart helstu gjaldmiðlum. Er
ástæðan talin sú að búist er við vext-
ir lækki á næstunni í Bandaríkjun-
um. Guli hækkaði hins vegar í verði.
í Tókýó kostaði dollarinn 237,30
yen, og er það lækkun frá því í á
föstudag, en þá fengust 237,95.
f London fengust 1,3775 dollarar
fyrir pundið, en á föstudag 1,3552
dollarar.
Gengi dollars gagnvart öðrum
helstu gjaldmiðlum var sem hér
segir: 2,7985 vestur-þýsk mörk
(2,8375), 2,3058 svissneskir frank-
ar (2,3480), 8,5550 franskir frank-
ar (8,6725), 3,1470 hollensk gyllini
(3,1905), 1.877,50 ítalskar lírur
(1.899,50) og 1,3595 kanadískir
dollarar (1,3590).
Fyrir gullúnsuna fengust 326
dollarar. Það er hækkun frá því á
föstudag, en þá fengust 321,50
dollarar fyrir únsuna.
Sökkti franska leyniþjón-
ustan Rainbow Warrior?
TVÖ frönsk tímarit, hið virta l’evenement du jeudi og vsd, sem oft flytur
æsifréttir, voru fyrst til að fullyrða opinberlega í síðustu viku að franska
leyniþjónustan væri viðriðin sprengjurnar tvær sem sökktu Rainbow
Warrior, skipi grænfriðunga, í Auckland-höfn í Nýja-Sjálandi fyrir einum
mánuði. Portúgalskur Ijósmyndari fórst þegar skipið sökk. Það var að
undirbúa ferð til Mururoa-kóralrifsins í Pólýnesíu til að fylgjast með og
reyna að hamla kjarnorkuvopnatilraunum Frakka á svæðinu.
Francois Mitterrand, Frakk-
landsforseti, brást fljótt við
fréttum vikutímaritanna og lét
skipa sérstaka rannsóknarnefnd
til að kanna hugsanleg tengsl
leyniþjónustunnar við Warrior-
sprengjurnar. Garnall og vel-
þekktur Gaullisti, Bernard Tric-
ot, var skipaður formaður nefnd-
arinnar. Hann hefur þegar gert
sér ferð á fund Pierre Lacoste,
yfirmanns leyniþjónustunnar,
og Charles Hernu, varnarmála-
ráðherra, sem leyniþjónustan
fellur undir, hefur hætt við tvær
fyrirhugaðar utanlandsferðir
vegna þessa máls.
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa
sagt að ekkert í rannsókn máls-
ins til þessa bendi til að franska
leyniþjónustan sé viðriðin það.
Haft hefur verið eftir David
Lange, forsætisráðherra Nýja-
Sjálands, að það þurfti þó ekki
að þýða að hún sé það ekki.
Samkvæmt fréttum franskra
fjölmiðla þá eru „hjónin"
Sophie-Claire og Alain Jacques
Turenge, sem eru í haldi á
Nýja-Sjálandi ákærð fyrir morð
á portúgalska ljósmyndaranum,
starfsmenn frönsku leyniþjón-
ustunnar. Þau voru handtekin
eftir að Warrior sökk og fingra-
för frúarinnar höfðu fundist á
gúmmibáti, sem fannst í höfn-
inni, með köfunarbúnaði í. Tvær
sprengjur, sem komið hafði verið
fyrir á kili Rainbow Warrior,
sökktu skipinu. „Hjónin" eru
með fölsuð, stolið, svissnesk
vegabréf og segjast vera kennar-
ar í brúðkaupsferð. Þau þykja
mjög ósamvinnuþýð í sambandi
við rannsókn málsins og nú er
konan sögð hafa höfuðsmanns-
tign í frönsku leyniþjónustunni.
Þau voru send til Nýja-Sjá-
lands til að fylgjast með Warrior
eftir að fréttist að skipið væri
útbúið mjög fullkomnum tækj-
um sem gætu fylgst náið með
kjarnorkuvopnatilraunum
Frakka og komið upplýsingum
um þær til þjóða sem eru and-
vígar þeim, samkvæmt fréttum
franskra fjölmiðla. Hernu, varn-
armálaráðherra, sagði í síðustu
viku að jafnvel þótt svo hefði
verið þá hefði það ekki verið
ástæða til að senda út morðsveit.
Hjúin eru sögð hafa starfað í
samvinnu við fjóra Frakka sem
tóku skemmtisnekkjuna Ouvea á
leigu í Kyrrahafinu fyrr 1 sumar.
Báturinn var í Auckland-höfn
áður en Warrior sprengingin
varð en lítið hefur heyrst eða
sést til hans síðan þrátt fyrir
ítrekaða leit ný-sjálenskra yfir-
valda. Skipverjar eru sagðir úr
köfunardeild frönsku leyniþjón-
ustunnar. Einn mannanna sem
hefur verið nefndur, Xavier
Maniguet, er læknir í París.
Hann hafði samband við AFP
fréttastofuna um helgina og
sagði það af og frá að hann hefði
sambönd við hægrisinnuðustu
öflin í Frakklandi eins og fréttir
hafa hermt. Síðan hefur ekki
náðst í hann.
Dagblaðið Le Monde hefur þá
kenningu að Turenge-hjúin vinni
fyrir mann að nafni René Dulac,
sem er góður félagi Bob Denard,
málaliðaforingja. Dulac á að
hafa sent þau til Nýja-Sjálands
til að sprengja Rainbow Warrior
í loft upp. Sögusagnir herma að
kommúnistar og Sovétmenn séu
farnir að hafa áhrif innan
grænfriðungahreyfingarinnar
og það sé ástæðan fyrir skemmd-
arverkinu á skipinu.
Þetta mál beinir athygli að
kjarnorkuvopnatilraunum
Frakka í Kyrrahafi en þær hafa
löngum verið gagnrýndar af
löndunum nærri tilraunasvæð-
inu. Þær hófust árið 1966 eftir að
Frakkar voru látnir hætta þeim
í Norður-Afríku. Þeir fóru að
gera tilraunir neðanjarðar 1975
og talið er að þeir hafi sprengt
sjö sprengjur í fyrra og árið
1983, fimm árið 1982 og ellefu
1980 og 1981. Ný-sjálenska ríkis-
stjórnin hefur lýst yfir óánægju
með fyrirhugaðar sprengjutil-
raunir Frakka á Mururoa næstu
15 árin.