Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
Sölumet hjá
Videy RE í Hull
SKUTTOGARINN Vióey RE setti
í gær sölumet er hann fékk sam-
tals rúmlega 10 milljónir króna
fyrir afla sinn í Hull í Englandi.
Er þetta hæsta heildarverð sem
fiskiskip hefur náð á þessum
markaði.
Viðey seldi alls 247,6 lestir.
Heildarverð var 10.383.700
krónur (184.557 pund). Meðal-
verð á kíló var 41,94 krónur.
Viðeyin á einnig sölumet í
Þýzkalandi frá í vor er skipið
fékk hæsta heildarverð, sem
fengizt hefur á markaði þar.
Baldur EA seldi afla sinn í
Grimsby í gær. Hann var alls
með 91,2 lestir. Heildarverð
4.121.900 krónur, meðalverð
45,20.
Alls verða seldar um 1.400
lestir héðan í Grimsby og Hull í
þessari viku, þar af 200 úr gám-
um.
Samvinnubank-
inn hækkar vexti
STJORN Samvinnubankans hefur
ákveðið hækkun vaxta Hávaxta-
reikninga við bankann, frá 11. ágúst
í fréttatilkynningu frá bankan-
um segir, að
fyrstu 2 mán. reiknast ársvextir 22,00%
eftir 2 mánuði 23,50%
eftir 3 mánuði 25,00%
eftir 4 mánuði 26,50%
eftir 5 mánuði 28,00%
eftir 6 mánuði 29,50%
eftir 12 mánuði 31,60%
í fréttinni segir ennfremur, að
vextir leggist við höfuðstól tvisvar
á ári og verður ársávöxtun
34,10%.
Bakkafjörður:
Fundur um ratsjárstöðina
á Gunnólfsvíkurfjalli
Bakkmfirdi, 12. kgúsL
FULLTRÚAR frá varnarmáladeild
utanríkisráðuneytisins og fslenskum
aðalverktökum komu til Bakkafjarð-
ar í dag. Þeir áttu fund með hrepps-
nefnd Skeggjastaðahrepps, þar sem
útskýrðir voru samningar um leigu á
jörðinni Gunnólfsvík í Skeggjastaða-
hreppi, sem er nyrsta jörðin í
hreppnum. Á þessari jörð stendur
Gunnólfsvíkurfjall þar sem fyrirhug-
að er að reisa ratsjárstöð. Einnig
voru lagðar fram teikningar af vænt-
anlegri vegagerð á fjallið.
Eftir fundinn var haldinn sér-
stakur fundur í hreppsnefnd
Skeggjastaðahrepps um málið þar
sem eftirfarandi samþykkt var
gerð:
Hreppsnefnd Skeggjastaða-
hrepps er samþykk áformum um
uppsetningu ratsjárstöðvar á
Gunnólfsvíkurfjalli, en óskar eftir
nánu samstarfi varðandi tilhögun
og framkvæmd verksins.
Að þessari samþykkt stóðu 4
fulltrúar af 5 í nefndinni. Einn
kvaðst vera á móti frekari hernað-
aruppbyggingu. En þar sem ljóst
væri að ratsjárstöðin yrði reist á
Langanesi legðist hann ekki gegn
því að hún yrði staðsett á Gunn-
ólfsvíkurfjalli.
Fréttaritari
Miðfjarðará:
■
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins koma til Hafnar í gær.
Morgunblaðið/Haukur
Þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins fundar á Höfn
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins heldur nú tveggja daga fund á
Höfn í Hornafirði. Að sögn Ólafs
G. Einarssonar formanns þing-
flokksins hófst fundurinn klukkan
rúmlega 11 í gærmorgun. Fjár-
málaráðherra flutti ræðu í upphafi
fundarins og fjallaði hann um for-
sendur og undirbúning fjárlaga.
Eftir það fóru fram umræður. í
gær var einnig farið í skoðunarferð
um nágrennið.
í dag verður umræðum um
fjárlagafrumvarpið haldið
áfram. Rætt verður um stöðuna í
sjávarútvegsmálum, fram-
kvæmd nýju landbúnaðarlög-
gjafarinnar, húsnæðismál og al-
mennt um stjórnmálaviðhorfið.
Auk þess heimsækir þingflokk-
urinn fyrirtæki og skoðar
mannlífið á Höfn. Fundinum
lýkur í kvöld.
Ólafur sagði að þingflokkur-
inn reyndi að halda tveggja daga
fundi utan Reykjavíkur a.m.k.
einu sinni á ári. Hann sagði að
þar fengist gott næði til funda-
halda og auk þess gæfist tæki-
færi til að kynnast mannlífinu í
hinum ýmsu kjördæmum.
Ákveðið hefur verið að halda
sameiginlegan fund þingflokks
og miðstjórnar Sjálfstæðis-
flokksins í Stykkishólmi í sept-
ember nk.
Laxahrogn
í stað þess
grafin í árbotninn
að sleppa seiðum
— tilraunir til að stjórna stærð hrygningarstofnsins í bígerð
í OKTÓBER í fyrrahaust grófu menn laxahrogn á fjórum stöðum í botn
þveráa Miðfjarðarár í tilraunaskyni. Nú er árangur tilraunarinnar að koma í
Ijós og virðast um 30—40% hrognanna hafa lifað, sem telst mjög gott. Má
nefna til samanburðar að yfirleitt hafa innan við 10% lifað af náttúrulegu
klaki í ánni.
Að sögn Tuma Tómassonar að þessi aðferð var reynd meðal
fiskifræðings sem framkvæmdi annars sú hversu hátt verð er á
tilraunina var ástæðan fyrir því seiðum frá laxeldisstöðvum. Tumi
„Vafasamt hvort hægt
er að bjarga heiðinnia
— segir bandarískur
prófessor í stjórnun
beitilanda um ástand
Grímstunguheiöar
„ÉG tel að ástand Grímstungu-
heiðar sé orðið mjög alvarlegt og
spurning hvort það sé orðið það
slæmt að ekki verði hægt að bæta
það aftur,“ sagði Larry R. Ritten-
house prófessor í stjórnun beiti-
landa við Colorado-háskóla í
Bandaríkjunum, þegar álits hans
var leitað á ástandi Grímstungu-
heiðar í Austur-Húnavatnssýslu,
en deilur hafa staðið um nýtingu
heiðarinnar að undanförnu og
menn meðal annars deilt um hvort
hún væri ofbeitt eða ekki.
Rittenhouse var í síðustu viku
á ráðstefnu um beit á norðlæg-
um slóðum og fór þá ásamt fleiri
ráðstefnugestum með land-
græðslustjóra og gróðurverndar-
nefnd Austur-Húnavatnssýslu
til að skoða ástand gróðurs á
Grímstunguheiði. Voru jafn-
framt skoðaðar beitartilraunir á
Auðkúluheiði og sagði Ritten-
house að ástandið á Gríms-
tunguheiði væri verra en í hor-
beitarhólfum á Auðkúluheiði.
Morgunblaöift/HBj.
Larry R. Rittenhouse (til hægri) prófessor í stjórnun beitilanda við ('ol-
orado-háskóla í Bandaríkjunum, hugar að gróðri á Grímstunguheiði
ásamt öðrum erlendum beitarsérfræðingi.
Sagði hann að grös og blóm-
jurtir væru að mestu horfnar,
sérstaklega betri beitarplöntur.
Þá hefði gróðursvörðurinn
opnast og væri opinn fyrir upp-
blæstri. Sagði hann að kæmi
harður vetur með litlum snjóa-
lögum en miklu frosti og vindum
gæti jarðvegurinn frostþurrkast
og farið að fjúka og stórkostleg
jarðvegseyðing þar með hafist.
Hann taldi nauðynlegt að tak-
marka búfjárfjölda á heiðinni,
seinka upprekstrartíma að vori
og útiloka beit á ákveðnum
svæðum. „Ég held þó að ekki
einu sinni þessar aðgerðir dugi
til að koma í veg fyrir að gróður
haldi áfram að eyðast þangað til
heiðin verður að verðlitlu beiti-
landi, svo slæmt er ástandið orð-
ið,“ sagði Rittenhouse.
Sjá frásögn af deilunum 1
Vatnsdalnum og viðtöl: „Held
uppi lögum í béraðinu bverjir
sem í hlut eiga“, á bls. 48—49.
sagði þetta lið í tilraunum, sem
veiðifélag árinnar gengst fyrir en
starfsmenn Veiðimáíastofnunar
framkvæma, i því skyni að auka
tekjur af laxveiðihlunnindum, en í
ár hefur sala á stangveiðileyfum
verið dræmari en áður. „Nú þegar
illa gengur í hefðbundnum bú-
greinum leggja menn áherslu á að
nýta betur þessi hlunnindi og því
er ráðist 1 þessar tilraunir,“ sagði
Tumi Tómasson.
Hrognin voru grafin á svæðum
sem lax hefur ekki gengið i áður,
en verið er að rækta upp, og voru
þau þvi ekki i samkeppni um fæðu.
„Það hversu mikill hluti þeirra lif-
ir leiðir hugann að þeim sveiflum
sem verið hafa í veiðinni á undan-
förnum árum. Þetta virðist styðja
þá kenningu að of stór hrygn-
ingarstofn i ánni leiði til þess að
of mikið klekist út af seiðum
þannig að þau fái ekki næga fæðu
og drepist. Reynslan hefur sýnt að
búast má við miklum fiski þegar
árgangar þeir ganga i ána, sem
klakist hafa út þegar veiði var lít-
il, en hinsvegar reynast þeir ár-
gangar litlir sem klekjast út þegar
áin er full af fiski. Þannig var
mjög mikill fiskur í ánni árið 1978
og því kom ekki á óvart að lítið
veiddist í fyrra þegar sá árgangur
var uppistaðan í veiðinni. Þó ber
að hafa í huga að árin eftir 1978
voru hin köldustu á öldinni og hef-
ur það að líkindum haft sitt að
segja þannig að þetta er ekki alveg
einhlítt, þarna eru samverkandi
þættir í spilinu,“ sagði Tumi.
Ljóst er hinsvegar að stangveið-
in ein saman heldur ekki hrygn-
ingarstofninum í jafnvægi og því
hefur verið talað um að veiða
meira í net og gildrur þegar stofn-
inn er í hámarki og takmarka
hann þannig. Með því væri unnt
að hafa mun meiri tekjur af ánni
auk þess sem þetta myndi vænt-
anlega tryggja jafnari veiði og
þannig auka á ný eftirspurn eftir
stangveiðileyfum. Þessi kenning
er hinsvegar mjög umdeild og
þarfnast meiri rannsókna og því
munum við í haust hefja tilraunir
með þetta í einni af þverám Mið-
fjarðarár og sjá hvort okkur tekst
með því móti að koma í veg fyrir
sveiflur í ánni. Gangi þessi tilraun
vel verður þessari aðferð væntan-
lega beitt í auknum mæli í fram-
tíðinni," sagði Tumi Tómasson að
lokum.
Sjö manns í
gæsluvarðhaldi
SJÖ manns, sex karlar og ein kona,
sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna inn-
brota í Reykjavík um verslunar-
mannahelgina, þar sem stolið var
miklum verðmætum. Á einum sUðn-
um, þar sem fólk í þessum hópi var
handtekið, fundust tvær byssur, riffíll
og haglabyssa, en ekkert hefur komið
fram um þær við yfírheyrslur.
Aðfaranótt laugardagsins voru
handteknir tveir menn til viðbótar
viö þá fimm, sem þegar sátu 1
gæsluvaröhaldi, og voru þeir úr-
skurðaðir á laugardag og sunnudag
til að sæta gæsluvarðhaldi allt til
21. ágúst næstkomandi.
Rannsókninni miðar hægt áfram
því gæsluvarðhaldsfangarnir hafa
verið tregir til að tjá sig, skv. upp-
lýsingum Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Er jafnvel talið að fleiri
menn eigi aðild að þessum inn-
brota- og þjófnaðarmálum.