Morgunblaðið - 13.08.1985, Side 42

Morgunblaðið - 13.08.1985, Side 42
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 fclk í fréttum ÓVENJULEGT HJÓNABAND Hann er 28 ára en hún 92 Hjá Rut Kimber og Kevin var það ást við fyrstu sín. Það óvenjulega er þó að Rut gæti verið langamma Kevins því hún er 64 árum eldri en eiginmaðurinn. Kevin sem er 28 ára segir: „Nútímastúlkur eru bæði villtar og spilltar og ekki að mínum smekk. Rut er sannkölluð hefðar- kona og þannig konu vil ég eiga. Haldi einhver að ég hafi gifst henni peninganna vegna þá var gerður löglegur samningur þar sem ég afsala öllu tilkalli til eigna hennar." Rut 92 ára segir: „Ég held að Kevin hafi verið himnasending til að veita mér hamingju í ellinni." Martina komin í vax Tennisstjarnan Martina Navrat- ilova og tvíburasystir hennar? Nei, ekki aldeilis. Hér er á ferðinni vaxstytta af Martinu sem mynda- smiðurinn Judith Craigh á heiður af. 1 | ANNA RINGSTED, RÚVAK Stysti barna- tími sem um getur inu sinni kynnti ég eitt- hvað á þessa leið: Þetta er litli barnatíminn, umsjónarmaður er ... Það líða svo tvær til þrjár sekúntur en þá hljómar: Þetta var litli barnatíminn, umsjónarmaður var... Þetta augnablikið var ég stödd í Steinhólaskála hérna á Akureyri og það ætlaði allt óstöðugan að æra. Að öllum iíkindum er þetta einn styzti barnatími sem um getur og svona hlutir gerast nú þegar verið er að tala kynningar inn á segulband fyrirfram." Anna Ringsted er þula hjá RÚ- VAK og hefur verið frá því að ríkisútvarpið á Akureyri var form- lega stofnað í Norðurgötunni. „Það var eiginlega hálf skondið hvernig ég lenti hérna í upphafi. Ég fór til að biðja Jónas Jónasson að kenna okkur í Leikfélagi Öng- ulsstaðahrepps og þá kom það upp úr kafinu að það vantaði þulu. Með loforð um skólun frá Jónasi sló ég til.“ — Hvernig kanntu við þig í út- varpinu? „Afskaplega vel. Þetta er mjög lifandi starf og ólíkt öðru sem ég hef koraið nálægt. Ég hef kynnst mörgu yndislegu fólki og fræðst heilmikið um útvarp. Ég ímyndaði mér einu sinni að það væri nú ekki mikið umstang að hafa svosem einn þátt í útvarpi, en nú er ég á annarri skoðun. Þetta er heilmikið mál og ég er næsta undrandi á því hvað fólk getur oft gert góða hluti því oftast er það tilfellið að út- varpsstörf eru aukastarf eða tómstundagaman hjá fólkinu og það stundar fulla vinnu og meira en það með þáttagerðinni." — Þú hefur eitthvað fengist sjálf við þáttagerð? „Já,en ekkert sem orð er á ger- andi. Ég hef aðallega verið með efni fyrir börn og komið nálægt sumarútvarpi unga fólksins. Ég nýt mín svo vel innan um unglingana." _ — Þú sagðist vera í Leikfélagi Öngulsstaðahrepps. Hefurðu unnið með því leikfélagi lengi? „Það er nokkuð síðan ég byrjaði að vinna með þeim og er ákaflega skemmtilegt. Þarna þurfa menn að sjá sér fyrir mcnningu sinni sjálfir og gera það. Við hlutum þarna leið- sögn Jónasar Jónassonar en einnig hefur m.a. Þráinn Karlsson aðstoð- að okkur og ekki sakar það nú að hafa Leikfélag Akureyrar hérna rétt hjá okkur.“ Dísa Helgason Hermannsdóttir innan um íslensku vörurnar. Island þátttakandi í al- þjóðlegum vörumarkaði æ Island tók þátt í alþjóðlegum basar sem haldinn var í Dallas í Texas í apríl sl. Borgarstjórinn opnaði markaðinn ásamt Dan Matkin, konsúl íslands i Norður-Texas. Þjóðlöndin voru 35 sem tóku þátt í þessum þriggja daga markaði og það voru um 20.000 gestir sem heiðruðu svæðið með nærveru sinni. Helena Waitiker og Lisa Morgan í þjódbúningunum! Dísa Helgason Hermannsdóttir og Ólafúr Ásgeirsson í íslenska básnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.