Morgunblaðið - 13.08.1985, Page 13

Morgunblaðið - 13.08.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 13 an leik Norðmannsins Ketil Haug- sand, fallegan en enn þá dulinn leik Elna Mustonen og siðast var svo sænski semballeikarinn Eva Nordenfelt, en fyrir undirritaðan er leikur hennar nokkur ráðgáta. Tríó- sónötur Á seinni tónleikunum voru fluttar tvær tríósónötur, ein eftir Hándel og önnur eftir Bach og tvær sónötur fyrir blokkflautu og fiðlu eftir Hándel. Clas Pehrsson lék á blokkflautur, Ann Wall- ström á barokkfiðlu og Eva Nordenfelt á sembal. Samleikur þeirra var góður og var einkar fróðlegt að heyra Ann Wallström leika á barokkfiðlu, sérstaklega í sónötu í A-dúr, sem er nr. 14 í op. 1, eftir Hándel. Sérkennilegur tónn fiðlunnar fékk að njóta sín og minnti á fallegan „gaukstón", auk þess sem leikur hennar var vel út- færður. Clas Pehrsson er góður blokkflautuleikari en á einhvern hátt tilbúinn og á köflum tilgerð- arlegur. Síðasta verkið á efnisskránni var tríósónata eftir J.S. Bach en þetta verk er umritun Bachs á fyrstu gambasónötu hans og ætluð fyrir tvær þverflautur. Tónverkið hefði notin sín betur á tvö sam- stæð hljóðfæri, annaðhvort á tvær blokkflautur eða tvær fiðlur, að ekki sé talað um þá hljóðfæraskip- an er Bach sjálfur tilgreindi. Verkið var allvel leikið, einkum þó af hendi fiðluleikarans Ann Wallström. Að endingu vill undir- ritaður þakka þeim hjónunum Helgu Ingólfsdóttur semballeik- ara og Þorkeli Helgasyni dósent fyrir að hafa staðið vakt sína í tíu ár án þess að ætla sér af þessu einhvern annan ábata en að eiga sér stund með fallegri og góðri tónlist, sem er þerapía þeirra er eiga um önnur sár að binda en fólkið í Norræna húsinu. Allt um það, þá þakka þeir, sem notið hafa góðra stunda í Skálholti, þeim hjónum fyrir viðvikið. Svíkur engan Hljómplötur Siguröur Sverrisson Scorpions World Wide Live EMI/Fálkinn Einhverra hluta vegna hafði ég bitið það fast i mig, aö Scorpions væru á hröðu undanhaldi i þunga- rokksbaráttunni. Eg verð að skipta algerlega um skoðun því þeir sporðdrekar eru ekki aðeins i fínu formi á þessum tveimur plötum, heldur eru þær einhverjar allra bestu tónleikaplötur, sem ég minn- ist að hafa heyrt lengi. Á þessum tveimur plötum, sem teknar eru upp að mestu leyti í Bandaríkjunum, en einnig í Frakk- landi og Þýskalandi, er að finna, held ég megi fullyrða, öll bestu lög sveitarinnar á liðnum árum — og þau eru býsna mörg. Stemmningin og upptakan á þessu tónleikaalbúmi er frábær og Klaus Meine í sínu allra besta formi. Hann hefur átt í verulegum vandræðum með raddbönd sín und- anfarin ár en ekki er að heyra að neitt ami að honum hér. Gítarleik- ararnir Rudolf Schenker (bróðir Michaels) og Mathias Jabs skila sínu meistaralega vel og sömuleiðis Francis Bucholz en Hermann Rare- bell á trommunum er fremur ein- hæfur. Það kemur þó ekki að sök hér því frammistaða hinna fjögurra vegur svo margfalt þyngra. Að ætla sér að taka einstök lög út úr þessari glæstu heild er harla erf- itt en ég fæ fiðring í alla útlimi þeg- ar ég hlusta á gítarstefið í Coast to Coast. Það lag er samið af Rudolf og ekki kæmi mér á óvart þótt litli bróðir, Michael, hefði komið þar við sögu á sama tíma og það kom fyrst út. Still loving you, Can’t live with- out you o.fl. o.fl. væri hægt að tína til en ég held að þungarokkarar landsins verði bara að næla sér í þetta albúm hið fyrsta. Það svíkur engan. För um Asíulönd Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir ALL-ASIA GUIDE Ritstjóri: Bill Cranfield Útg.: Far Eastern Economic Review Hong Kong 1984 Það þarf ekki að fara um það mörgum orðum, að íslendingar eru ferðaglaðir og hafa löngum verið það. Ferðahættir hafa óneit- anlega breytzt með breyttum tím- um og öðrum samgöngum, ferða- lög þykja ekki lengur þau tíðendi sem áður. En hvort sem menn eru að bregða sér í stutt leyfi til Norð- urlanda ellegar hyggja á reisur milli heimsálfa, er jafnan ákjós- anlegt að undirbúa ferðalagið af kostgæfni. Það er forsenda þess að vel takist til. Hyggilegt er til dæmis að kynna sér ýmsa siði og háttu erlendra þjóða, gefa gaum að uppruna þjóða og sögu, lesa um merka staði. Allt þetta verður til að auka á ánægju þá sem ferða- langur getur fengið út úr ferðalag- inu. Auk þess eru ýmsar hagnýtar upplýsingar um bólusetningar, vegabréfsáritanir, hótel og margt fleira sem er nauðsynlegt að hafa á hreinu áður en lagt er upp í langa ferð. All-Asia Guide 1984 er bók sem uppfyllir öll þessi skilyrði og vel það. Fjallað er stuttlega um sögu og þjóð hvers lands, en þó ekki í svo flóknu eða menntuðu máli að erfitt sé að innbyrða fróðleikann. Myndir eru til mikillar prýði. Skil- merkilegir kaflar sem koma að gagni í daglegu vafstri og upplýs- ingar af nánast öllu tagi. Þá er gerð grein fyrir gististöðum á hverjum stað og það á svo hlutl- ausan og fræðandi hátt að hver maður hlýtur að hafa gagn af, svo fremi hann hafi gaman af ferða- lögum. Asíulönd eru heillandi heimur — réttara sagt margir heimar og hver hefur sín sérkenni. All-Asia Guide kemur því til skila svo að til sóma er. Það er vikuritið Far Eastern Economic Review sem gefur bók- ina út og endurnýjar hana árlega svo að allar upplýsingar eru nýjar og haldgóðar. Margir vinna við bókina ár hvert og af þeim kynn- um sem ég hef sjálf af ýmsum Asíulöndum finnst mér að bókinni megi treysta í hvívetna og hún er sjálfsögð í farangurinn. ■ V"' ,, HAUSTTISKAN ’85 Spennandi, fjölbreytt tiska. Nýsnið, nýir heillandi litir. Alltsem ég helstgœti óskað mér frá Freeman^SÍ^^BL SF Xr .ý-: /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.