Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 6
.-MQRGUNBLAPIÐ^ ÞRIDJUDAGUR L3. ÁGtlST 1985 Nýjabrum Eitt af hjartans málum þess er hér talar, hefir náð fram að ganga þar sem er auglýsing sjón- varps eftir dagskrárfulltrúa barnaefnis. Undirritaður hefir um nokkurt skeið verið heldur óhress með innlent barnaefni, sérstak- lega með ýmsa efnisþætti í Stund- inni okkar þótt vissulega hafi þar uppá síðkastið verið bryddað uppá ýmsum nýmælum svo sem hljóm- sveitakeppni, en betur má ef duga skal. Hér er vissulega mikið verk að vinna, enda getur sjónvarpið haft umtalsverð áhrif á lífsviðhorf og hugsanagang óharnaðra ung- menna. Minnist ég í því sambandi stunda er ég deildi um árið með krökkum á ónefndu bandarísku millistéttarheimili. Þessi samverustund varð til að tengja okkur nánum böndum fyrir fram- an sjónvarpið, vegna þess að yngri krakkarnir voru hálf skelkaðir við öll skrímslin sem birtust á skerm- inum, enda vart vöknuð klukkan 6 að morgni. En þannig leið hver morgunstund á því heimili og hafa skrímslamyndirnar vafalaust reynst blessuðum börnunum gott veganesti í skólann er hófst um klukkan átta. Hér heima En svo við víkjum aftur á heimaslóðir þá finnst mér per- sónulega varða miklu að tengsl sjónvarpsins og leikhúsanna, verði efld. Ég held að ieikhúsfólkið geti blásið nýju lífi í Stundina okkar og á ég þá jafnt við atvinnuleikhús- fólk og hina er starfa á öðru leiksviði. Minnumst þess að það getur verið dýrt að vera fátækur, sérstaklega þegar í veði er andleg- ur þroski uppvaxandi kynslóðar. Fjölmiðlar virðast þessa stundina einkum uppteknir við að festa á filmu virðulega fjármálasérfræð- inga er undirrita dýrindis skjöl, er sum hver efla fjármálalegt vald þeirra sjálfra hvort sem það bygg- ist á yfirráðum yfir verðbréfum og hlutabréfum eða blessaðri ork- unni. í þeim samningum virðist milljónin eða jafnvel milljóna- tugurinn til eða frá engu máli skipta. Væri óskandi að svipuð viðhorf ríktu hjá ráðamönnum þegar listrænn, vitsmunalegur og tilfinningalegur þroski barnanna er lagður á vogarskálarnar, en því miður er nú mikið misvægi á þeim vogarskálum í skólum landsins og barnaheimilum eins og allir vita. Væri kannski ráð að reisa laxa- stiga við fyrrgreindar stofnanir svo úrbætur fengjust? Nýjar deildir En það hefir ekki bara verið auglýst hjá sjónvarpinu eftir dagskrárstjóra barnaefnis heldur og eftir fréttastjóra, dagskrár- fulltrúa erlends efnis og síðast en ekki síst eftir deildarstjóra inn- lendrar dagskrárgerðar. Síðast- talda staðan er einkar mikilvæg því ef þar velst til starfa harðfylg- inn, ferskur og áhugasamur mað- ur, þá getur sjónvarpið okkar orð- ið til þess að efla til muna inn- lenda kvikmyndagerð. Er ég ennfremur þeirrar skoðunar að ef listrænn og skapandi einstakling- ur studdur ríkulegu fjármagni sest i stól deildarstjóra innlendrar dagskrárgerðar, þá getum við senn hafið útflutning á sagnaarf- inum í kvikmyndalíki, ekki bara til Norðurlandanna heldur um veröld alla í krafti alheimssjón- varpsins. Ef slíkt gerist rætist úr öðru því hjartans máli er undirrit- aður hefir lengi borið fyrir brjósti hér í blaðinu. Já það er stundum ánægjulegt að vera ríkisborgari í landi elds og ísa. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Lokaþáttur Ferjutollsins ■I Lokaþáttur 15 breska fram- ““ haidsmynda- flokksins Hver greiðir ferjutollinn? er á dagskrá sjónvarps kl. 21.15 i kvöld. Allt frá því að Alan Hal- dane kom fyrst til Krítar hefur margt óvænt komið fyrir og ýmsir furðulegir atburðir gerst. Með aðal- hlutverk í þáttunum fara Jack Hedley (Alan Hal- dane) og gríska leikkonan Betty Arvanity (Annika Zefreis). í kvöld ættu því forvitnir sjónvarpsáhorf- endur loksins að fá að vita hver greiðir ferjutollinn. í minningu kjarnorkuárásanna ■I í kvöld verður í 40 útvarpi þáttur í minningu þess að nú eru liðin 40 ár síðan kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borg- irnar Hiroshima og Naga- saki. Þetta er seinni þátt- ur af tveimur. Umsjón- armenn eru Ragnar Bald- ursson og Emil Bóasson. „í fyrri þættinum fjöll- uðum við um árásina sjálfa á borgirnar tvær og vorum með lýsingar sjón- arvotta á atburðinum. Þá greindum við einnig frá viðbrögðum íslenskra blaða. í þessum þætti munum við beina athygl- inni meira að orsökum sprengjuárásanna og síð- an að afleiðingum hennar, bæði fyrir þá sem lifðu hildarleikinn af og einnig fyrir heimsstjórnmálin og gjörvallan almenning. Þessi þáttur er fjörutíu mínútur á lengd. Hugs- anlegt er að við lesum búta úr ræðum eftir Truman Bandaríkjafor- seta, sagði Ragnar Bald- vinsson, annar umsjón- armanna þáttarins. Kjarnorkusprengjan sem varpað var á Hiroshima. Hún var nefnd „snáði“ (little boy) 28” í þvermál og 9000 pund að þyngd. Sprengikrafturinn jafngilti 20.000 tonnum af TNT. Frístund ■H Síðast á 00 dagskrá rásar — tvö í dag er unglingaþátturinn Frí- stund í umsjá Eðvarðs Ingólfssonar. „Ég er alltaf með aðstoðarþul í þáttun- um. Að þessu sinni kemur hún frá Hveragerði og heitir Soffía Valdimars- dóttir. í þættinum er liður sem kallaður er „tónlist- arkynning". Krakkarnir sjá algerlega um hann sjálfir. í dag verður hljómsveitin Frankie goes to Hollywood kynnt. Kynnirinn heitir Guðrún Jónsdóttir og er hún frá Seltjarnarnesi. í þættinum er annar liður sem við köllum „eft- irlætislögin þrjú“. Róse- marie Andrésdóttir, 14 ára úr Kópavogi, ætlar að kynna eftirlætislögin sín. Ég hef látið stelpur og stráka skiptast á við að velja þau lög sem þykja skemmtileg. I bígerð er að fá Jón Pál Sigmarsson í spjall. Ég hef ekki getað náð sambandi við hann ennþá en vonandi sér hann sér fært að mæta. Síðast er einn af þessum föstu liðum, bréfalestur- inn. Krakkarnir skrifa okkur bréf hvaðanæva af landinu og segja fréttir af sjálfum sér og félagslífinu á staðnum," sagði Eðvarð Ingólfsson umsjónarmað- ur Frístundar. Kvöldtónleikar í kvöldtónleik- 30 um útvarpsins “* að þessu sinni verða atriði úr Töfraflaut- unni flutt eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Roland Bracht, Siegfried Jerusal- em, Édita Gruberova, Lucia Popp og fleiri syngja með kór Ríkisóper- unnar og Sinfóníu- hljómsveit útvarpsins f Múnchen. Bernard Hait- ink stjórnar. Að kvöldtón- leikum loknum verða sagðar fréttir en síðan eru dagskrárlok. Wolfgang Amadeus Mozart. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 13. ágúst 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur Guðvaröar Más Gunnlaugssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö: — Jón Ölafur Bjarnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Matth(as“ eftir Barbro Lindgren Sigrlöur Sigurðardóttir les þýðingu slna (7). 9J0 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 .Ljáðu mér eyra" Málmfriður Siguröardóttir á Jaðri sér um þáttinn. RÚV- AK. 11.15 (fórum mlnum Umsjón: Ingimar Eydal. RÚVAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og út um gluggann Umsjón: Heiödls Norðfjörð. RÚVAK. 13.40 Létt lög 14.00 .Lamb" eftir Bernard MacLaverty Erlingur E. Halldórsson les þýöingu slna (5). 14.30 Miðdegistónleikar. a. Lltil sinfónla eftir Benjamln Britten. St. Martin-in-the-Fields hljómsveitin leikur; Nevllle Marriner stjórnar. b. Holberg-svlta op. 40 eftir Edvard Grieg. Norska kammersveitin leikur; Terje Tönnesen stjórnar. 15.15 Út og suður Endurtekinn þáttur Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Upptaktur — Sigurður Einarsson 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 .Hvers vegna, Lamla?" eftir Patriciu M. St. John Helgi Ellasson les þýðingu Benedikts Arnkelssonar (5). 17.40 Slödegisútvarp — Sverrir Gautí Diego. Tónleikar. Tilkynningar 19.25 Sól og strönd. Fjóröi þáttur, og teiknimynd um Millu Marfu. (Nordvision — Danska sjón- varpið). Þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Vonarglæta. (Ray of Hope). Bresk heimildamynd um 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Sviti og tár Guðrún Jónsdóttir stjórnar þætti fyrir unglinga. 20.40 40 ár Slðari hluti dagskrár I minn- ingu þess aö liðin eru 40 ár slðan kjarnorkusprengjum var varpað á japðnsku borg- irnar Hiroshima og Nagas- aki. Umsjón: Emil Bóasson og Ragnar Baldursson. 21.20 Hljómsveitarsvlta eftir Leos Janacek Nýja strengjasveitin leikur; Josef Vlach stjórnar. (Hljóöritað á tónleikum 1983). 21v45 Útvarpssagan: .Ther- esa“ eftir Francois Mauriac leysigeisla og margvlslega notkun þeirra, bæöi til góös og ills. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 21.15 Hver greiðir ferjutollinn? Lokaþáttur. Breskur framhaldsmynda- flokkur I átta þáttum. Aöal- hlutverk: Jack Hedley og Betty Arvaniti. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.00 Verndum votlendi jarðar- innar. Kristján Arnason þýddi. Kristln Anna Þórarinsdóttir les (11). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Leikrit: .Boðiö upp I morð" eftir John Dickson Carr Fimmti þáttur endurtekinn: Hefndin er sæt. Þýðing, leikgerð og leik- stjórn: Karl Agúst Úlfsson. Leikendur: Hjalti Rögn- valdsson, Jón Hjartarson, Helga Þ. Stephensen, Jón Sigurbjðrnsson, Guðmundur Ölafsson, Kristján Franklln Magnús, Marla Sigurðardótt- ir, Erlingur Gfslason, Helgi Skúlason, Aðalsteinn Berg- dal og Arnar Jónsson. 23.30 Kvðldtónleikar: Tónlist (Saving the World’s Wet Lands). Bresk heimildamynd um mikilvægi votlendis fyrir llfrlki jaröarinnar og þær hættur sem aö þvl steðja. Einnig er fjallað um þau úrræði til bjargar votlendinu sem hægt er að gripa til, sé viljinn fyrir hendi. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Fréttir I dagskrárlok. eftir Wolfgang Amadeus Mozart Atriöi úr .Töfraflautunni”. Roland Bracht, Siegfried Jerusalem, Edita Gruberova, Lucia Popp og fleiri syngja með kór Rlkisóperunnar og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins I Múnchen; Bernard Hait- ink stjórnar. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 13. ágúst 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Meö sinu lagi Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 13. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.