Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
19
Moskan í Malmö, eina sérbyggða moskan á Norðurlöndum, stendur auð og tóm. Enginn múslími fæst til að gera
þar bæn sína.
flestum heimaiöndum múslím-
anna er það hlutverk hins opin-
bera að sjá um byggingu og við-
hald moskanna. Moskan er ekkert
venjulegt samkunduhús trúflokks
eða kirkjudeildar, en sænska kerf-
ið gerir ráð fyrir því, að „trúfélag
múslíma" hagi sér i einu og öllu
eins og venjuleg og skikkanleg frí-
kirkjuhreyfing. Trúaður múslími
setur ekki traust sitt varðandi
trúmál á neina nefnd, félag eða
stjórn — hann er einfaldlega ekki
bundinn af ákvörðunum slíkra að-
ila. Safnaðarhugmynd hans er allt
önnur en hjá óháðum kristnum
trúfélögum yfirieitt. Trúmál, fé-
lagsmál og stjórnmál eru ekki að-
skilin í huga múslíma — lögfræði
og siðfræði eru eitt og hið sama.
Uppeldi og fjölskyldulíf, allt er
þetta gegnsýrt af trúarlegum
hugmyndum. Þess vegna er hug-
takið „trúfrelsi" vart til i hug-
myndakerfi þeirra, að minnsta
kosti er lagt i það allur annar
skilningur en á vesturlöndum.
Þegar múselmaður biðst fyrir er
það ekki einungis andleg íhugun
einstaklingsins, eintal sálarinnar,
heldur voldug „demonstration".
Athöfnin er tákn samstöðu allra
þeirra er trúa á Allah og fylgja
spámanni hans. Þetta er einnig
tákn um undirgefni og fylgispekt
við trúarlega leiðtoga sem geta
haft mikil völd. Ekkert óhreint má
koma nálægt moskunni, hvað þá
heldur inn í hana, og þetta á við
konur meðan á blæðingum stend-
ur, andlega vanheilt fólk, og að
einhverju leyti börn einnig.
Aö undirstaða
rétt sé fundin
Kóraninn gerir ráð fyrir því að
moskur komi til af mismunandi
hvötum, bæði vondum og góðum.
Hin eina rétta afstaða er hrein og
einlæg undirgefni undir vilja All-
ah. Hins vegar eru þeir sem í öðr-
um tilgangi leggja hald á nafn
Guðs. I kafla 9, 108—109 stendur
eftirfarandi um þá síðarnefndu:
„Þeir byggja Guðshús, en koma
illu af stað; vantrú og ósætti kem-
ur upp meðal hinna trúuðu og það
verður athvarf þeirra er áður hafa
ofsótt Guð og sendimann hans.
Þessir menn sverja og segja:
„Okkur gengur ekkert nema gott
eitt til“. En Guð mun vitna um að
þeir eru lygarar. Gangið aldrei í
slíkt hús.“
Hvort þessi kafli í Kóraninum á
við moskuna i Malmö skal ósagt
látið en það virðist augljóst að
Allah hefur ekki enn tekið sér
bólfestu í því glæsilega húsi sem
honum er ætlað þar. Það má líta á
þessa byggingu sem tákn fyrir
skipbrot vanhugsaðrar innflytj-
endastefnu stjórnvalda gagnvart
múslímum sem ekki hefur aukið
hróður hins sænska velferðarþjóð-
félags og þaðan af síður gert músl-
íma í Svíþjóð hamingjusama.
Opinber stefna er sú að allir inn-
flytjendahópar eigi að geta valið
um það hvort þeir vilja viðhalda
og efla sína eigin menningu sem
þeir tóku með sér að heiman eða
aðlagast sænskri menningu og
þjóðfélagi. Hvorugur kosturinn
virðist í raun vera fyrir hendi
fyrir múslíma.
Félagsleg takmörk
fjölbreytninnar
Talað er fagurlega um að fjöl-
breytni í menningu og lífsviðhorf-
um (plúralismi) sé forsenda fyrir
lýðræði og frelsi, en sögulegar og
félagslegar staðreyndir sýna að
slíkri „fjölbreytni" eru alltaf
takmörk sett hvort sem menn
vilja viðurkenna það eða ekki. Sví-
ar hafa í raun ekki mikla æfingu í
því að aðlaga kerfi sitt að þörfum
minnihlutahópa, allra sízt þegar
tilvera þeirra helgast af djúp-
stæðum lífsviðhorfum byggðum á
öðrum trúarbrögðum. Trúarlega
og menningarlega séð var sænska
þjóðfélagið mjög á eina bókina
lært alveg fram á miðja þessa öld.
Kirkjan hafði formlega töluverð
áhrif í þjóðfélaginu og ákveðið
taumhald þegar um var að ræða
skoðanamyndun og trúmál. 1951
voru ný lög um trúfrelsi sett og þá
var fyrst leyfilegt að standa utan
allra kristinna trúfélaga. Fram að
þeim tíma gátu menn ekki sagt sig
úr sænsku þjóðkirkjunni nema því
aðeins að tryggt væri að viðkom-
andi gengi um leið inn í eitthvert
annað viðurkennt kristið trúfélag.
Þessi einstefna liggur enn í
sænska kerfinu þegar um er að
ræða atriði eins og jafnrétti og
frelsi. Nú er ákvæði um rétta trú
ekki lengur í gildi. Svipuð ein-
stefna ræður þó enn á ýmsum
sviðum hins opinbera kerfis, en
reglurnar hafa fengið nýjar við-
miðanir. Þær virðast engu síður
altækar og algildar eins og Guð i
himnunum.
Höfundur er trúarlífsíélagsfræó-
ingur og starfar rið hiskólann í
Lundi, .Svíþjód. Hann er tréttarit-
ari Mbl. þar.
jr
Islenzkir
skákmenn
tefla í
Hollywood
Frá fréturiurm MorgunblaAMÍns í Minmi,
l>éri S. GröndaL
OPNA bandaríska meistaramótið í
skák fer fram um þessar mundir í
ferðamannabænum Hollywood, sem
er rétt norðan við Miami í Flórída.
Þátttakendur eru um 500 að tölu,
þar af margir bandarískir stórmeist-
arar. Má nefna Lombardy, Lane,
Seirawan, Birne, Bisquier og Alburt,
en gestur mótsins er enginn annar
en Boris Spassky.
íslensku skákmennirnir Jóhann
Þórir Jónsson, Dan Hansson,
Ingvar Ásmundsson og Sævar
Bjarnason taka þátt í þessari
keppni. Mótið hófst 4. þessa mán-
aðar og iýkur þvi föstudaginn 16.
og er teflt á hverju kvöldi frá 7 til
miðnættis, en biðskákir eru tefld-
ar morgnana eftir.
Eftir fjórar umferðir er Dan
með 3 Vfe vinning, en hinir landarn-
ir með 3 vinninga hvor. Tíu
skákmenn eru efstir með 4 vinn-
inga, tuttugu og tveir næstir með
3 'á og 71 með 3 vinninga.
Skákfréttir hafa verið tíðar í
dagblöðunum hér um slóðir, og
hefur skiijanlega verið skrifað
mest um Spassky og viðureign
hans við Fischer á fslandi 1972
rifjuð upp. Skákmót þetta er talið
mjög sterkt og er hart keppt um
vinningana. Sigurvegararnir fá þó
meira en bara heiðurinn, því þeir
munu skipta með sér 30.000 doll-
ara verðlaunum.
ÆVINTÝRAHÚSIÐ - FÓTBOLTASKÓRINN - STÓRI FÓTBOLTINN -
LITLI FÓTBOLTINN - VÍKINGURINN - BANGSINN - TENINGURINN
- FÍLLINN - GRÍSINN - UGLAN
BUNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BANKI
E
E
a
V