Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. ÁGOST 1985 eða sá einn, að hópurinn var upp- rættur. Sú hugmynd, að iðnaðurinn sé rót hins illa, er þó ekki úr sögunni. Hún er kjarni hugsunarháttar Græningja. Það er snar þáttur í starfsemi Græningja að veita auð- valdinu „óvirka" andspyrnu. Víg- búnaður er afsprengi iðnaðar. Því er það langtímamarkmið að leggja iðnað niður, en skammtímamark- mið að splundra samvinnu Banda- ríkjanna og Vestur-Þýzkalands, því að það er Bandaríkjastjórn sem neyðir Vestur-Þjóðverja til þátttöku í iðnaðarkapphlaupi. Græningjar berjast gegn iðnaði, vísindum, valdi, stjórnmálum, mengun, hungri, atvinnuleysi og karlmennsku. Þeir vilja kvenna- hreyfingu, jafnrétti, sameign og sjálfsþurft (sjálfshjálp). Þeir vilja rífa niður valdakerfið, koma á stjórnleysi. Samt eiga menn ekki að krjúpa á fjóra fætur og bíta gras. Það á að „frelsa" menn und- an lýðræði og þingræði og kjósa leiðtoga beint. Þar af sprettur að- dáun Græningja á Kaddafi Líbýu- leiðtoga. Nefnd Græningja hefur sótt fund hans. Á íslandi krauma hugmyndir af þessu tagi í pottum Kvennafram- boðs og Bandalags jafnaðar- manna. Sami rassinn er undir báðum. (En líklega án þess þau viti af því.) Afnám þjóðríkja Óskar Lafontaine heitir maður. Hann er leiðtogi SPD í Saarlandi. Kosningar gengu honum þar ný- lega mjög í hag. Hann hefur tekið upp hugmyndir Græningja í öllum höfuðatriðum. Hann telur framtíð vestur-þýzkra stjórnmála fólgna í varanlegu bandalagi þessara tveggja flokka. Þannig muni Þjóð- verjar komast í sitt stjórnmálaess og fylla upp í aðurnefnt tómarúm. Þó telur Lafontaine að iðnaðinn beri að afnema í samráði við verkalýðssamtökin. Annars sé hætt við óróa, þegar margir missa atvinnu skyndilega. Lafontaine hefur iðkað „óvirka" andstöðu við uppsetningu bandarískra eld- flauga í V-Þýzkalandi og vill að landið gangi úr Atlantshafs- bandalaginu. Samherji Lafontaines heitir Er- hard Eppler. Hann hefur látið til sín taka innan SPD og einnig ver- ið forseti kirkjuráðs evangelískra lúthersmanna. Eppler tekur uodir guðspjall Græningja. Náttúrudýrkun er uppreisn lífsins gegn bráðfeigum tækniheimi. Tæknin framleiðir vopn. Þeim fylgir vald. Hvort tveggja á að leggja niður. Það á að miða að heimi þar sem ekkert vald er og engu ofbeldi beitt. Því á að leggja niður fullveldi ríkja og þjóðríkið sjálft. Hver maður á að búa í sinni sveit, en sveitir stofna kannski sambönd sín á milli. Eppler mælir með einhliða af- vopnun Vesturveldanna. Þannig muni vígbúnaðarkapphlaup stöðv- að eða úr því dregið. Það á að hætta að draga upp mynd af ein- hverju ríki, t.d. Sovétríki, sem óvini. Þar búa valdahagsmunir að baki. það á að stefna að samvinnu við þau, því að Austur-Evrópa er traustur samskipta- og viðskipta- aðili. Styrjöldin í Afganistan var hrapalleg valdbeitingarmistök. Það á að hætta að reka utanrík- ispólitík á grundvelli hugmynda- fræði. Það þýðir að það á ekki að halda því fram, að annað hagkerf- ið sigri hitt. Það þýðir að ekki má minnast á Gúlagið, né segja sann- leikann um innanlandsástand í Sovétríkjunum, né skýra frá markmiði utanríkisstefnu þeirra. Það væri að mála af þeim „óvina- mynd“. Erhard Eppler kyndir undir hugmyndum annars Þjóðverja, Jónatans Schells. Maðurinn er æðsta stig þróunarinnar. Sprengj- an er æðsta stig siðmenningarinn- ar. Því er ekki um annað að velja en að afnema siðmenninguna, þvi að annars drepur sprengjan allt líf. Hún mun eyða genabanka mannkyns. Hinum þarf að bjarga. Hinn algjöra dauða, sem yfir vof- ir, kalla þeir, með tilvísun f Op. Jóh. 20,6, „hinn annan dauða". Eppler segir þessar hugmyndir valda svima. Það þarf ímyndunar- afl til að setja sér fyrir sjónir, hvernig þessir menn hugsa. Þeir virðast álíta, að maðurinn, hið æðsta stig þróunarinnar, sé ekki skyni gæddari en svo, að nú standi fyrir dyrum, að hann útrými sjálf- um sér sem tegund. Árangur mannvitsins, sprengjan, er hold- tekja hins illa. Rétta viðbragðið er að flýja mannvitið og kasta sér flötum í grasið úti í sveit. Ekki að furða, að Eppler kallar þennan hugmyndagraut staðlausa stafi, útópíu. Aö lifa með sæmd Svo virðist sem Eppler og lið hans viti varla í hvaða heimi þeir búa eða hvar þeir eru staddir i honum. Þeim ætti að vera það ljóst, að þriðja heimsstyrjöldin hefst á þeirri stundu sem sovét- stjórnin álítur að hún geti sigrað Vesturlönd með áhlaupi. Það er alls ekki gefið, að kjarnorkuvopn verði notuð. Hvaðeina sem veikir varnarmátt Vesturlanda færir okkur nær styrjöld. Leggi Vestur- lönd niður iðnað og viðbúnað, er ljóst hvað siglir í kjölfarið. Vest- urlönd eru dæmd til varna. Æski- legt er, að dregið verði sem mest úr vígbúnaði. En að afvopnum kemur ekki, fyrr en sovétstjórn- inni verður ljóst, að ekki þýðir að efna til „byltingarsinnaðs frelsun- arstríðs" gegn Vesturlöndum. Þau hljóta að standa vörð um frelsi og mannréttindi. Eppler og Schell telja menningu Vestur-Evrópu ekki þess virði að halda lífi i henni. En þá skulum við fara að búa okkur undir það að súpa dauð- ann úr skel að sovézkum sam- yrkjuhætti. Fyrir hvað börðust ungir menn í Evrópu og Ameríku í stríðinu gegn Hitler? Fyrir því að þjóðir þeirra mættu búa við fullveldi, lýðstjórn og fulla sæmd, en yrðu ekki einræði að bráð. Nú telja Eppler og Co. að fullveldi og ör- yggi ríkja eigi að afnema. Það taki því ekki að verja mannréttindi. Nú sé um það eitt að ræða að bjarga líftórunni, hvað sem það kostar. Þeim virðist ekki detta í hug, að nokkur maður vilji leggja líf sitt að veði fyrir því að fá að lifa með sæmd. Vel má skilgreina lífið sem varðveizlu erfðaeinda og aðstöðu til að treina tóruna. Þá skiptir litlu máli, hverjar aðstæður eru að öðru leyti, ef þetta er tryggt. Hingað til hefur verið álitið, og ekki aðeins í kristni, að kjarni mannlífsins væri andleg auðæfi. Að þeim verður ekki hlúð, nema þar sem þjóðleg menning fær að þrífast á grunni réttar og virð- ingar einstaklingsins. Stjórnleysi boðar ekki frið. Séu þjóðir af- numdar, er skorið á rætur sjálfsv- itundar hvers manns. Ekki er það friðvænlegt. Endanlegur friður verður aldrei i þessum heimi. Samfélag án árekstra er samfélag kirkjugarðsins. Sæmileg milliríkj- asamskipti byggjast á því, að rétt- ur einstaklings og þjóða sé virtur og sú regla höfð í heiðri, að ekkert ríki hefur rétt til að blanda sér í innanríkismál annars eða innlima annað ríki með ofbeldi. Friðarvinátta Á íslandi eru uppi menn sem kalla sig „friðarvini". f greinum, sem birtust í Morgunblaðinu haustið 1984 (og síðar komu út sérprentaðar), vék ég nokkrum orðum að hugmyndum þeirra. Séra Gunnar Kristjánsson er einn „friðarvina“. Hann hefur lýst því yfir, að við eigum að elska óvini okkar. Hann hefur mælt með því, að menn forðist að draga um „óvinamyndir". Orðum mínum svarar hinn blessaði guðsmaður í Morgunblaðinu 14.11.1984. Þeirri grein verður vart öðruvísi lýst, en að hún sé samsafn fúkyrða, níðs og svívirðinga. Þannig fer prestur- inn að því að iðka það sem hann prédíkar. Ég bið alla kristna menn, sem þessar línur lesa, að minnast hans i bænum sínum. Ileimildir: Krhard Eppler Die tödliehe lltopie der Sicher- heiL Hamburg 1983. Oskar Lafontaine: Der andere FortahritL Ham- burj? 1985. Höíundur er dósent rið Hiskóla tslands. Kynlíf íslenskra karlmanna Myndlíst Bragi Ásgeirsson Salurinn, að Vesturgötu 3, eða „flotta galleríið", eins og sumir aðstandendur þess vilja einnig nefna það, býður til sýningar er ber heitið „Kynlíf íslenskra karlmanna". Listrýnirinn var þar á ferð á dögunum og bjóst við krassandi sýningu og blóðmiklu æskufjöri en varð fyrir allnokkrum von- brigðum. Ekki verður séð hvað flestar myndirnar á staðnum koma kynlifi íslenzkra karl- manna við, nema þá helst að ver- ið sé að visa til þess að það sé í daufara lagi. Máski er það lúmsk orðsending frá betri helming meðlimanna, sem munu í meiri- hluta ef ég veit rétt. Á miðju sumri hefði verið þjóðráð að hafa sýningu undir þessu nafni og skipta réglubundið um mynd- ir þannig að allir sem að salnum standa hefðu getað látið ljós sitt skína um þetta mikilsverða þema. Þá hefðu mátt liggja frammi ýmsar leiöbeiningar í rituðu máli, uppskriftir að ástarseiðum ásamt litríkum uppákomum í stíl frumstæðra þjóða, sem eru meira í tengslum við náttúruna en við hér uppi á skerinu kalda. Dregið saman í hnotskurn þá er þetta frekar dauf sýning þótt víða megi sjá myndræn tilþrif, létt og leikandi strik með eró- tísku ívafi. En það er einungis ekki nóg. Hér þarf meiri kraft og áræði, þlóð, tár og svita. Nú þegar sýningarsalurinn er kominn af stað aukast kröfurnar og reynir á útsjónarsemi stjórn- endanna, — það er nefnilega harla flókið mál að halda úti galleríi. Vekja stöðugt forvitni fólks, sem svo verður ekki fyrir vonbrigðum, hneykslast gjarnan en kemur þó stöðugt aftur knúið af áleitinni forvitni. VOLVOKJOR 25% lÁNUÐ Með þessum einstöku greiðslukjörum gerum við enn fleirum kieift að eignast Voivo. Volvo 340. - Auk þess að vera búinn öllum bestu kostum Volvo er hann sparneytinn og á verði frá: Volvo 340 kr.487þús. IOmánaða og gamli bíllinn tekinn upp’i Volvo 340 Verð frá 487.000,- PSO Dœmi: Volvo 340 Ríó, Verð: 487 þús. Lán........125 þús. Gamli bíllinn upp í.....200 þús. Utborgun ...162 þús. Samtals:487 þús. Gjörðu svo vel, - komdu og kynnsfu Votvonum af eigin raun. SUÐURLANDSBRAUT 16 SlMI 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.