Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985 Umdeildu hrossin rekin af heiðinni á fó.studaginn. Jónas í Sunnuhlíð fer fyrir en Jón í Hofi og Jón í Ási á eftir stóðinu. Deilur Vatnsdælinga um Grímstungu- og Haukagilsheiðar: „Held uppi lögum í héraðinu hverjir sem í hlut eiga“ Þórir Magnússon á Syðri-Brekku, oddviti Sveinsstaðahrepps. — segir sýslumaður Húnvetninga, Jón ísberg MIKILL ágreiningur hefur verið á milli hreppsnefnda Ás- og Sveinsstaða- hrepps í Austur-Húnavatnssýslu um nýtingu sameiginlegra afrétta hreppanna á Grímstungu- og Haukagilsheiðum og víðar. Hefur verið sagt frá deilum hreppanna hér í Morgunblaðinu öðru hverju frá því í fyrravor en í síðustu viku blossuðu deilurnar upp þegar tveir ba-ndur í Sveinsstaðahreppi ráku hross á heiðina í trássi við bann sýslunefndar og ekki minnkuðu deilurnar þegar ba-ndur úr Áshreppi og lögreglumenn sóttu hrossin að beiðni sýslu- manns. Deilan snýst um nýtingu afrétt- arins, sem hrepparnir eiga sam- eiginlega auk þess sem Þverár- hreppur í Vestur-Húnavatnssýslu á hluta af Haukagilsheiði. Ás- hreppingar hafa viljað ganga lengra í að hlifa afréttinum en Sveinstæðingar og það hafa Land- Texti og tnyndir: Helgi Bjarnason græðsla ríkisins og gróðurvernd- arnefnd sýslunnar einnig viljað gera. Vegna þess að ekki náðist samkomulag um takmörkun beit- ar krafðist Landgræðsla ríkisins ítölu á afréttinn í fyrravor. Hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps hefur alltaf mótmælt ítölunni og hefur haft ýmislegt við gerð henn- ar að athuga og hefur nú höfðað mál á hendur Landgræðslu ríkis- ins og fleiri aðilum til ógildingar henni. Ekki náðist heldur samkomulag um beitartakmörkun í vor á grundvelli samkomulagstillögu sem Landgræðslan og Búnaðarfé- lagið lögðu fram um aðlögun að ítölunni. Skaut hreppsnefnd Ás- hrepps þá ágreiningnum til sýslu- nefndar Austur-Húnavatnssýslu sem kvað upp úrskurð sem gekk mjög í sömu átt og samkomulags- drög Landgræðslunnar. Hrepps- nefnd Sveinsstaðahrepps telur að sýslunefnd hafi ekki haft heimilt til afskipta af málinu og fór fram á að félagsmálaráðuneytið úr- skurðaði samþykktina ógilda. Svona stóðu málin þegar tveir bændur í Sveinsstaðahreppi ráku 50 hross á heiðina á frídegi versl- unarmanna og þegar hrossin voru sótt að vörmu spori að kröfu sýslumanns Húnvetninga. Þó félagsmálaráðuneytið hafi ekki úrskurðað í málinu hefur það spurst út að lögfræðingur ráðu- neytisins hafi fyrir löngu gert drög að úrskurði og lagt fyrir sína yfirmenn þar sem lagt er til að úrskurði sýslunefndar verði hnekkt, en það hefur ekki fengist staðfest. Ráðuneytismenn bera við fjarvistum ráðherra og ráðuneyt- isstjóra þegar þar er spurst fyrir um málið. Þetta kemur Jóni ís- berg sýslumanni Húnvetninga spánskt fyrir sjónir, hann kannast ekki við neinn úrskurð og segir að hann hafi ekki verið beðinn um nein málsgögn þó hann hafi frum- rit þeirra undir höndum. „Ofært að sýslunefnd sé að velja hverjir megi reka hross“ — segja upprekstrarmennirnir Björn á Hólabaki og Einar á Hjallalandi „OKKUR finnst þetta harkalegar aðgerðir. Við sættum okkur ekki við þær og munum leita réttar okkar,“ sögðu upprekstrarmennirnir, Björn Magnús- son á Hólabaki og Kinar Svavarsson á Hjallalandi ■ Sveinsstaðahreppi þegar rætt var við þá um deilumálin. Upprekstrarmennirnir Björn á Hólabaki og Einar á Hjallalandi. Þeir félagar sögðust hafa leyfi hreppsnefndar Sveinsstaðahrepps fyrir upprekstrinum, því hrepps- nefndin hefði samþykkt að hrossa- upprekstri skuli hagað á svipaðan hátt í sumar og verið hefur. Þá sögðust þeir hafa tilkynnt oddvita sínum um þetta og rekið í fullu samráði við hann. Þeir sögðust líka hafa mikinn stuðning í hreppnum enda menn í grundvallaratriðum alveg sammála í þessum deilumál- um. — Þessi samþykkt stangast á við úrskurð sýslunefndar og sam- kvæmt honum er hrossaupprekstur ykkar bannaður, eða er það ekki? „í úrskurði sýslunefndar frá 27. júní 1985 sem við fengum er eftir- farandi ákvæði: „Upprekstur hrossa fram fyrir girðingu á Grímstungu- og Haukagilsheiði verði ekki heimilaður." Þrátt fyrir þetta ráku Þverhreppingar hross á Haukagilsheiði 24. júlí — 60 að eig- in sögn — án nokkurra vandkvæða. Þeirra hross voru því búin að vera á heiðinni í nærri hálfan mánuð þegar við rákum okkar hross 5. ág- úst. Við vorum umsvifalaust kærð- ir og okkar hrossum smalað en enginn skiptir sér af hrossum Þverhreppinga og sá hluti þeirra sem kom niður þegar náð var í okkar hross meira að segja rekinn aftur inn á afrétt af lögreglu og oddvita Áshrepps. Það er auðvitað dæmalaus málsmeðferð að skoða ekki öll hrossin, eins og við fórum fram á. Frá Hjallalandi hafa verið rekin hross á heiðina í áratugi og ekki hægt að stöðva það í einni svipan og þessi hross voru fyrsti búfénað- urinn sem frá Hólabaki er rekinn á afrétt í sumar. Þessar jarðir eiga töluverðan ítölurétt á heiðinni, enda erum við langt í frá að vera landlausir menn. Við rákum á Haukagilsheiði en það er land sem menn eru sammála um að engin ofbeit sé á. Við teljum ekki réttlæt- anlegt að níðast á öðrum hlutum afréttarins (Sauðadal og Víði- dalsfjalli) til að hlífa svæðum þar sem ekki er nein ofbeit." — Er þessi hrossaupprekstur ykkar mótmælaaðgerð? „Við getum ekki viðurkennt að við séum að níðast á hrossunum í slíkum tilgangi, enda þörfin fyrir hrossaupprekstri fyrir hendi. En eins og smölunin var framkvæmd er verið að níðast á hrossunum; við ætluðumst ekki til þess. Það var raunar mesta mildi að þau skyldu öll lifa þessar aðfarir af. Við verð- um auðvitað að viðurkenna að við höfum þennan sýslunefndarúr- skurð yfir okkur á meðan honum hefur ekki verið hnekkt, þó menn hér telji að hann fái ekki staðist og hafi ekki gildi þar sem sýslunefnd- in hafi ekki átt að fjalla um þessi mál. Hins vegar finnst okkur að jafnt eigi yfir alla að ganga í þessu sem öðru, og ófært að sýslunefnd sé að velja úr hverjir mega reka hross á þennan hluta afréttarins og hverjir ekki.“ Oddviti Sveinsstaðahrepps: „Hlýt aó mótmæla niðurrekstrinum*' „Hreppsnefndin hefur aldrei fallist á þessa lokun landsins fyrir hrossum, hún samþykkti að hafa hrossaupprekstur óbreyttan frá því sem var í fyrra. Okkar afstaða er óbreytt," sagði Þórir Magnússon á Syðri-Brekku, oddviti Sveinsstaða- hrepps. „Ég vil láta þess getið að með því að breyta svona til er öðru afréttarsvæði sem notað er til upp- rekstrar fyrir hross íþyngt óeðli- lega. Það er meginástæðan fyrir af- stöðu okkar að önnur svæði eru með þessu sett í hættu," sagði Þórir einnig. Um síðustu atburði í deilum Ás- og Sveinsstaðahreppa um sameig- inlega afrétti, það er hrossaupp- reksturinn, sagði Þórir: „Mér finnst þessar aðfarir lögreglu og Áshreppinga fráleitar og brjóta þær í bága við fjallskilareglugerð Austur-Húnavatnssýslu. Það er á hreinu að engum er heimilt að taka fénað úr afrétti nema það sé sam- þykkt í fjallskilastjórn áður — það verður að vera samkomulag um það eins og annað. Ég tel að þeir hafi haft aðrar leiðir. Til dæmis gátu þeir beitt sektum á þessa menn, hafi þeir brotið lög, og þá hefðu aðrir fénaðareigendur ekki þurft að gjalda þess svona illa, því við svona mikla smölun, eins og þarna virðist hafa átt sér stað, hlýtur fé að hafa hrakist til. Hreppsnefndin skiptir sér ekki af upprekstri sérhvers bónda, sem rekur innan þess tíma sem samþykktur er, og töldu þessir menn sig vera innan þess tíma. Ég hlýt því að mótmæla þessum niður- rekstri þeirra og mun líka halda fund í hreppsnefndinni um málið." Hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps kærði margumræddan úrskurð sýslunefndar til félagsmálaráðu- neytisins, taldi nefndina hafa grip- ið inn á verksvið hreppsnefnda. Hefur Sveinsstaðahreppur ekki viðurkennt úrskurðinn og sagðist Þórir ekki starfa eftir honum fyrr en úrskurður um lögmæti hans lægi fyrir. „Það er meira en mán- uður síðan við óskuðum úrskurðar ráðuneytisins og er ég satt að segja orðinn langþreyttur á að ganga eft- ir úrskurði þess um þetta inngrip sýslunefndar. Það er ekki hægt annað en undrast að svona skuli standa á jafn einföldum úrskurði," sagði Þórir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.