Morgunblaðið - 13.08.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 13. ÁGÚST 1985
15
Æfing í söguritun
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
SAGNIR.
6. árg. 101 bls.
Útg. Félag sagnfrædinema við HÍ.
Rvík, 1985.
Að ytra útliti er rit þetta tals-
vert íburðarmikið. Höfundar eru
líka nokkuð margir. Sýnilega
fjölgunar von í stétt íslenskra
sagnfræðinga. í stórum dráttum
skiptist ritið í tvennt. Fyrri hlut-
inn ber yfirskriftina Milli stríða,
sjö þættir, en seinni hlutinn fjall-
ar um Jón Sigurðsson, níu þættir,
auk annars efnis. Inngang að fyrri
hlutanum ritar Valdimar Unnar
Valdimarsson, en Gunnar Karls-
son að síðari hlutanum. Annars
eru höfundarnir sagnfræðinemar
við Háskóla íslands.
Nokkuð sýnast þeir vera mis-
langt á veg komnir í fræðunum og
ritlistinni. Sumir þættirnir eru vel
og hlutlægt unnir, aðrir of yfir-
borðskenndir og meira í ætt við
stílæfingar en sagnfræði. Stað-
reyndatal er hvergi yfirþyrmandi,
og er það út af fyrir sig ágætt.
Nokkuð þykir mér hins vegar á
vanta að stöku höfundur grafist
fyrir orsakir og kanni forsendur
þeirra atburða sem rætt er um.
Það er t.d. af og frá að dæma orð
og gerðir manna á þriðja og fjórða
tug aldarinnar út frá því sjónar-
miði að þeir hafi átt að sjá fyrir
þróun mála til dagsins í dag. Póli-
tík síðustu ára, sem mér sýnist
sumir höfundarnir hafa að leið-
arljósi, getur reynst meir en lítið
vafasöm til skilnings á orðum og
athöfnum fyrr á tíð og eru árin á
milli heimsstyrjaldanna tveggja
þá síst undanskilin. Viðhorf til
manna og málefna voru þá í mörg-
um greinum önnur. Til dæmis
voru stjórnmálaflokkarnir ís-
lensku þá ekki meir en svo full-
mótaðir. fsland var enn konungs-
ríki og fór ekki sjálft með öll sín
mál. Reykjavík og aðrir þéttbýl-
isstaðir fóru ört vaxandi en íbúar
þeirra voru flestallir fæddir og
upp aldir í sveitum. Sveitin var því
enn — í huglægum skilningi —
kjölfestan í þjóðlifinu.
Bóndi, se'm hætti búskap og
fluttist til Reykjavíkur með fjöl-
skyldu sinni, »flosnaði upp«. Hon-
um þótti því vænlegast að hafa
sem fæst orð um flutning sinn.
Fyrstu árin í höfuðstaðnum urðu
sýnu erfiðari, oft og tíðum, en
hokrið í sveitinni. Eftir hverju var
þá verið að sækjast? Það eiga
sagnfræðingar eftir að kanna.
Kreppan og atvinnuleysið var
þrúgandi. Var að furða þó sumir
stjórnmálamenn, sem töldu sig
bera fyrir brjósti hag verkalýðs-
ins, sæju þann kost vænstan að
hluti verkamanna flyttist aftur
heim í sveitina svo rýmkast gæti
um hina sem eftir yrðu? Þótt erf-
itt væri að selja íslenskar fram-
leiðsluvörur vegna kreppunnar
var fólk ekki farið að skilja að
hægt væri að framleiða of mikið
af matvælum og ósennilegt að
nokkur maður hafi verið svo
draumspakur að honum vitnaðist
þess háttar framtíðarsýn.
Þrátt fyrir bágan hag horfði þó
ýmislegt til framfara. Bílaöld
rann upp. Og það var vissulega
gagngerðasta bylting sem hér hef-
ur orðið í samgöngum. Sagnfræð-
ingar eiga eftir að skrifa þann
kapítula. Fjöldi verkafólks gat
auðveldlega flutt sig milli lands-
hluta eftir árstíðum: norður á
sumrin, suður á veturna. Þess
konar ferðalög settu verulegan
svip á þjóðlífið og mun meiri en
verkföll og vinnudeilur sem sumir
sagnfræðingar virðast þó álíta að
verið hafi megineinkenni þessara
ára. Pólitískar umræður voru á
þessum árum niun harðari en nú.
Þó skyldi varast að taka bókstaf-
lega allt sem sagt var og skrifað.
Stóryrðin voru eins konar kækur.
Eigi að síður voru stjórnmáiin
mörgum manni ótrúlega við-
kvæmt tilfinningamál.
Evrópa var aðalátakasvæðið í
heiminum, enda voru stórveldin
þar öll í einum hnapp. Bretar voru
enn alls ráðandi á heimshöfunum.
Þegar þeir stigu hér á land 1940
uggðu margir að þeir færu ekki
héðan framar. Var að furða?
En þrátt fyrir almenna erfið-
leika voru til einstaklingar og fjöl-
skyldur sem komust nokkuð
áfallalaust gegnum þetta tímabil
og er saga einnar slíkrar einmitt
vel rakin í þessum árgangi Sagna.
Þættirnir í síðari hlutanum eru
— að sögn Gunnars Karlssonar —
valdir með hliðsjón af pólitískum
áhugamálum á líðandi stund. »Eru
ekki allir orðnir leiðir á Jóni Sig-
urðssyni fyrir löngu?* spyr hann í
inngangi. »Jomo Kenyatta, Fidel
Castro og Kim II Sung eru hver
með sínum hætti jónar sigurðs-
synir okkar aldar,« segir hann
ennfremur. Og síðar i inngangin-
um standa þessi orð: »En ef við
viljum halda lífi í minningu Jóns
Sigurðssonar hjótum við að
endurskoða myndina af honum,
skafa af honum gyllingu hundrað
ára og sjá hvert efni er þar undir.«
Þó auðvelt sé að fallast á að
endurskoða megi sögu Jóns Sig-
urðssonar eins og alla aðra sögu
þykir mér inngangur prófessors-
ins hálfglannalegur — nema mað-
ur leggi t.d. þann skilning í söguna
að hún skuli vera pólitískt bar-
áttutæki í samtímanum og liðni
tíminn skipti í sjálfu sér engu
máli. Með sama hætti og sextándu
og sautjándu aldar lslendingar
klipptu forn skinnhandrit niður í
fatasnið kann auðvitað svo að fara
að þjóðin kjósi að gleyma Jóni Sig-
urðssyni og sjálfstæðisbaráttunni.
En hvað þá verður framundan
hygg ég að við sjáum ekki betur en
kreppukynslóðin sá fyrir hvað nú
er orðið.
Þættirnir um forsetann eru
annars læsilegir og sumir nokkuð
góðir. Og þar er einnig sagt frá
Ingibjörgu Einarsdóttur, konu
forsetans, sem löngum hefur stað-
ið í skugganum af manni sínum.
Þá er farið ofan í kvæði sem sam-
tímaskáld ortu til forsetans. En sá
var háttur nítjándu aldar manna
að þakka afreksmönnum með því
að lesa eða syngja yfir þeim kvæði
í veislum sem þeim voru haldnar
við hátíðleg tækifæri.
Sem betur fer virðist mér rit
þetta bera með sér að ungir
sagnfræðingar vilji yfirhöfuð hafa
það er sannara reynist og ekki séu
allir orðnir leiðir á Jóni Sigurðs-
syni. Ennfremur er sýnt að sögu-
ritarar æru ekki með öllu orðnir
fráhverfir persónusögu, þrátt
fyrir allt.
ÁNÆGJULEG BYRJUN Á ALVÖRU TÖLVUNOTKUN:
SINCLAJR QL128K
TÖLVAN SEMFÓRÁ
ISLENSKUNÁMSKEK)!
Sinclair QL tölvan er allt þaö sem hinn
reyndi tölvunotandi leitar að, en einnig
skemmtilegur félagi og kennari fyrir
byrjandann. Þegar þú færð þér QL þá
ertu að gera sérlega hagstæð kaup.
Tölvunni fylgja nefnilega fjórir hugbún-
aðarpakkar, - þér að kostnaðar-
lausu. Samanlagt eru þeir á svipuðu
verði og tölvan!
MEÐ ÍSLENSKUNA Á HREINU
Lyklaborð Sinclair QL er gert fyrir
íslendinga. Hugbúnaðarpakkinn er
fullkomlega aðlagaður íslensku máli og
ritvinnslan er jafn íslensk og þjóðsög-
urnar! Þannig eiga góðar tölvur að vera.
ÖFLUG OG NOTADRJÚG TÖLVA
Sinclair QL er 128 K, og má stækka í
640 K. Hún hefur létt lyklaborð í
ritvélarstíl og með aðstoð 2ja inn-
byggðra míkródrifa er hægt að spila allt
að 90 K forrit inn á smásnældu (snæld-
ettu) á aðeins 6 sekúndum, - og svo
auðvitað sækja það þangað seinna.
Forritunarmál QL er hið öfluga Super-
basic. QL-in hefur yfir að ráða 8 lita
háupplausnargrafík, ellefu tengimögu-
leikum við jaðarbúnað m.a. við prent-
ara, modem og allt að 63 aðrar QL
tölvur. Að sjálfsögðu er hægt að tengja
hana við sérstakan skjá eða venjulegt
sjónvarp.
FJÓRIR HUGBÚNAÐARPAKKAR
Þú getur byrjað að notaSinclairQLstrax
því fjórir hugbúnaðarpakkar fylgja:
Ritvinnsluforrit af bestu gerð, forrit fyrir
grafík, félagaskrá eða „spjaldskrá" og
áætlunargerð fyrir heimilið.
Hefurðu fengið nægju þína af tækni-
upplýsingum? Taktu þá smáhvíld en
hafðu síðan samband við okkur í
tölvudeild Heimilistækja. Við lumum á
fleirum handa þér!
0
Heimilistæki hf
TOLVUDEILD SÆTÚNI8 - SÍMI27500