Morgunblaðið - 12.09.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985 3
Bygging íbúða fyrir aldraða og verkamannabústaða á ísafirði:
Eiríkur og Einar Valur sf. fengu verkið
þó tilboð þeirra væru hærri en lægstu boð
Urgur í verktökum vegna þessa máls og fleiri útboöa á ísafirði í sumar
FYRIR nokkru voru opnuð tilboð í
hyggingu 42 íbúða fyrir aldraða,
sem Byggingarsamvinnufélagið
Hlíf á ísafirði hyggst reisa þar í bæ.
Stjórn félagsins ákvað að taka til-
boði frá Eiríki og Einari Val sf. á
ísafirði, sem hljóðaði upp á kr.
36.922.000. Lægsta tilboðið var hins
vegar frá Jóni Friðgeiri Einarssyni í
Bolungarvík og var það tæplega l'/i
milljón lægra. Þetta útboð og fleiri
sem farið hafa fram á ísafirði í
sumar hafa valdið mikilli óánægju
meðal byggingaverktaka þar um
slóðir.
„Ég hef engar skýringar fengið
á því hvers vegna mínu tilboði
var ekki tekið,“ sagði Jón Frið-
geir Einarsson. „Ég fékk skeyti
fyrir nokkrum dögum þar sem
mér var tjáð að ákveðið hafi verið
að taka tilboði frá Eiríki og Ein-
ari Val sf., en engar skýringar
fylgdu. Ég hitti síðan formann
bygginganefndarinnar, Snorra
Hermannsson, á förnum vegi og
spurði hann um þetta, en hann
varðist allra skýringa. Tilboðin
höfðu öll verið birt hér í blöðum
og ég held að fólk hafi almennt
reiknað með að ég fengi þetta, því
mitt tilboð var langlægst. Það er
því hart bæði fyrir mig og það
fólk sem á að borga þessar íbúðir
að fá engar skýringar á þessu.
Ég hef vissulega mínar hug-
myndir um hvernig á þessu
stendur en ég vil ekki láta hafa
neitt eftir mér um þær að svo
stöddu", sagði Jón Friðgeir að
lokum.
Snorri Hermannsson varðist
allra frétta er blaðamaður spurði
hann um þessi mál, en Halldór
Guðmundsson framkvæmdastjóri
Hlífar hafði þetta að segja: „Það
er rétt við ákváðum að taka til-
boði Éiríks og Éinars Vals þó það
væri 1,3 milljónum hærra. Það er
reyndar ekki nema 3‘/t% umfram
tilboð Jóns Friðgeirs. Við höfum
fulla heimild til að taka hvaða
tilboði sem er og við höfum okkar
ástæður fyrir þessu, en ég vil ekki
ræða þær við fjölmiðla fyrr en ég
hef gert viðkomandi aðilum grein
fyrir þeim. Það verður gert nú
næstu daga.“
Hafði það áhrif að Eiríkur og
Éinar Valur eru heimamenn en
Jón Friðgeir ekki?
„Það hafði vissulega áhrif, en
það réði ekki úrslitum," sagði
Halldór Guðmundsson að lokum.
Blaðamaður ræddi einnig við
byggingameistarana Guðmund
Þórðarson og Halldór Antonsson
á ísafirði. Hjá þeim kom fram
mikil óánægja með hvernig staðið
var að þessu máli og einnig
tveimur öðrum útboðum sem
fram fóru á ísafirði í sumar.
Annars vegar er þar um að
ræða útboð á byggingu verka-
mannabústaða, sem fram fór í
vor. Þar var Guðmundur Þórð-
arson með lægsta boð en tilboði
frá Eiriki og Éinari Val, sem var
lítið eitt hærra, var tekið eftir að
þeir höfðu gert frávikstilboð, sem
gerði þeirra tilboð hagstæðara að
mati bæjarstjórnar. Að sögn
Guðmundar var honum og öðrum
tilboðsgjöfum ekki gefinn kostur
á að gera slík frávikstilboð.
I hinu tilfellinu var um að ræða
útboð á byggingu stjórnsýsluhúss
á ísafirði. Að sögn Halldórs Ant-
onssonar var hann þar með næst-
lægsta tilboð en tekið var tilboði
frá byggingafyrirtækinu lsverki
sem var lægst. Að sögn Halldórs
fékk ísverk síðar að hækka tilboð
sitt eftir að samningar voru gerð-
ir. Kvaðst hann hafa óskað skýr-
inga á þessu, en engar fengið.
Jón Axel Steindórsson, bæjar-
bókari á ísafirði, sagði um útboð-
ið á verkamannabústöðunum að
þar hefðu Éiríkur og Einar Valur
notfært sér rétt, sem þeir hefðu
samkvæmt íslenskum staðli um
útboð, til að gera frávikstilboð
sem hefði valdið því að tilboð
þeirra hafi verið metið hagstæð-
ast. Aðrir hefðu ekki notfært sér
þennan rétt og ekki væri heimilt
að nota þannig tilboð frá einum
aðila eftirá sem viðmiðun í samn-
ingum við aðra bjóðendur.
Hjá Guðmundi Þórðarsyni og
Halldóri Antonssyni kom fram að
byggingameistarar á tsafirði og í
nágrenni væru mjög óánægðir
með hvernig staðið hefði verið að
þessum útboðum og sæju þeir
ekki tilgang í þvi að vera að bjóða
í verk þar sem engin trygging
væri fyrir að þau fengjust þó
lægst væri boðið. „Þetta er sið-
Ieysi,“ sagði Guðmundur Þórðar-
son.
Othar Örn Petersen, fram-
kvæmdastjóri Verktakasam-
bands íslands, sagði að það væri
meginregla að þegar um opin út-
boð væri að ræða ættu allir að
sitja við sama borð og ef ekki
væri tekið lægsta tilboði þá yrðu
að vera á því fullnægjandi skýr-
ingar eins og til dæmis að við-
komandi bjóðandi væri ekki hæf-
ur. t tilfelli Jóns Friðgeirs hefðu
engar skýringar komið fram. „Ég
hef nú skrifað og beðið um skýr-
ingar. Fyrr en á það reynir hvort
þær fást vil ég ekki tjá mig frekar
um þetta mál,“ sagði Othar Örn
að lokum.