Morgunblaðið - 12.09.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1985
17
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Það gildir sama um peninga og
áburðinn, þeir koma að litlu
gagni nema þeim sé dreift.
Speki frá 16. öld — Francis
Bacon
Við dreifum peningunum á undir-
stöðuatvinnuvegi landsmanna eins
og Ld. með næsta rétti, en það er
Fiskur í
brauðhjúpi
Fyrir 5—6
Brauðdeig;
1W bolli hveiti *
'k bolli smjörlíki mjúkt
lk bikar sýrður rjómi
salt
egg
1. Brauðdeigið er útbúið fyrst.
Hveiti, smjörlíki, sýrðum rjóma
og salti er blandað vel saman og
hnoðað létt og verður úr því mjúkt
deig.
2. Vefjið það síðan með smjör-
pappír og látið standa í kæli i 1—2
klukkustundir eða lengur.
800 gr ýsu- og þorskflök
'k sítróna, safinn
(‘/4 tsk. tarragon, ‘/4 tsk. basil)
salt
1 bolli rifinn ostur (26%)
1. Fiskflökin eru roðflett og
skorin í stykki. Sítrónusafinn er
settur yfir fiskinn og örlítið salt
og er hann látinn standa um stund.
2. Brauðdeigið er siðan flatt út
í lítið eitt ílanga köku. Þar sem
hentugast er að baka það í eldföstu
móti, er best að smyrja mótið og
láta útflatt deigið að hluta í mótið
(u.þ.b.%)
3. Fiskstykkjunum er síðan rað-
að á deigið í mótinu og er osturinn
settur á milli stykkjanna. Þeir sem
vilja bragðmikinn fisk strái fyrst
yfir hann tarragoni og basil.
4. Því næst er brauðdeigið (V4)
lagt yfir fiskinn og brauðhjúpur-
inn lokaður alveg (límdur aftur)
með eggjahvítunni. Eggjarauðan
er hrærð með örlitlu vatni og herini
síðan smurt yfir deigið. Stingið út
með hnífsoddi eða gaffli til að
hleypa út gufu við bakstur.
5. Bakið síðan i meðalheitum
ofni (180-200) í 20 mín.
Berið fiskréttinn fram í mótinu
og skreytið síðan með niðursneidd-
um agúrkum. Hann bragðast best
með mayonessósu og kartöflusal-
ati.
Sjávarréttasósa:
% bolli mayones
lk bolli sýrður rjómi
M bolli tómatsósa (ketchup)
'k sítróna safinn
1 matsk. piparrót (horseradish)
Öllu er blandað saman. Ef ekki
er piparrót þá bætið við tómatsósu.
Kartöflusalat:
500 gr kartöflur
2 matsk. matarolia
1 matsk. cider-edik
1 matsk. rifinn laukur
V* bolli mayones
1. Kartöflurnar eru soðnar, af-
hýddar og skornar í teninga.
2. Blandað er saman mataroliu
og ediki og það síðan blandað
varlega kartöflunum. Laukurinn
er settur með og siðast mayones-
inn.
Það tekur u.þ.b. 1 klukkustund
að útbúa þennan málsverð, hann
er tímans virði. Einhver sagði: „Ja,
hugsa sér hvað margt er hægt að
útbúa úr ýsu!“ Spurði einhver um
kaloriur? Menn lifa nú aðeins einu
sinni!
Verð á hráefni:
Ýsuflök Kr. 115,00
Sýrður rjómi Kr. 43,00
Egg Kr. 10,00
Sítróna Kr. 11,00
Mayones Kr. 35,00
Kartöflur Kr. 24,00
Kr. 238,00
VÐ FLYIJUM A MORGUN!
Frá Frakkastíg 13 að Krókhálsi 4 (2. hæð), Reykjavík.
Ath! Nýtt og breytt símanúmer
7/^
SMA-
LÖND
fHOOA. (o x FESTI Heildverslun
U / ZiÁtt (3 linur) i
110 Reykjavík
STÓRKAUPSKASSI
.ð 2 69ó kr- eða Sparto i °
Innihald: Almennt verð
5 kg. Nauta-grillsteik 280 kr. = 1.400 kr.
7 kg. Nautahakk 428 - = 2.996 -
5 kg. Kjúklingar 298 - = 1.490 -
5 kg. Lamba súpukjöt 183 - = 915 -
2,5 kg. Lambalæri sneitt 350 - = 875 -
3 kg. Bacon búðingur 260 - = 780 -
27,5 kg 8.456 kr.
Okkar verð 5.760 kr.
Sparnaður 2.696 kr.
Kiötmiðstöðin V Ltugalak 2, t. 686511 Kostakaup Hatnarfiröi «. 53100 ■
+0. j B