Morgunblaðið - 12.09.1985, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. SEPtEMBER 1985 ■ ■ 45
fyrir mann gert var hann reiðubú-
inn.
Við vorum nágrannar öll upp-
vaxtarárin og Kiddi var vinur og
leikbróðir okkar Helgu systur,
enda aldursmunurinn lítill, aðeins
þrír mánuðir.
Það var oft glatt á hjalla heima
á þessum árum. Við vorum mörg
krakkarnir á þremur nágranna-
bæjum og þar að auki voru oft
krakkar í sveit á sumrin. Oft vor-
um við í leikjum langt fram á
kvöld á sumrin, oftast útilegu-
mannaleik.
En lífið var ekki tómir leikir.
Það var líka tekið til hendinni og
Kiddi var ekki stór þegar hann var
farinn að fylgja pabba sínum við
öll verk og vera stoð hans og
stytta við búskapinn, ekki síst á
vélunum við heyskapinn. Þeir voru
mjög samrýndir feðgar og Kiddi
var duglegur og áhugasamur við
það sem hann var að gera.
Þeir lögðu rauðmaganet á vorin
feðgarnir og það var gaman að
fara niður í Skipavík þegar þeir
voru að koma að. Stundum tóku
þeir okkur Helgu með þegar þeir
vitjuðu um. í minningunni er allt-
af sól í þessum sjóferðum, glitr-
andi sjórinn, hrúgur af hrognkels-
um í bátnum og Kiddi og ólafur
íklæddir útprjónuðum lopapeys-
um sem ólöf hafði prjónað. Öft
fékk mamma sendan rauðmaga í
soðið eftir vel heppnaða veiðiferð.
Margar voru ferðirnar milli
bæjanna, ýmist til að fá lánaðar
bækur eða til að leika. Kiddi átti
kassabíl sem var mikill kostagrip-
ur með pedölum til að drífa hann
áfram. Ég man að ég öfundaði
Kidda talsvert af þessum grip. Á
kassabílnum voru stundum teknar
rosaspyrnur þegar eigandinn var
á þeim buxunum.
Tíminn leið og unglingsárin
tóku við. Alltaf var Kiddi sami
góði vinurinn. Á þessum árum var
markmiðið að verða sextán ára til
að komast inn á sveitaböllin. Þeg-
ar því langþráða marki var náð
fórum við ótal ferðir saman,
Kiddi, Addi, Deiigsi, Helga og ég.
Seinna skildu leiðir. Eg fór til
Akureyrar í skóla. Kiddi var óráð-
inn hvað hann vildi leggja fyrir
sig og vann þann vetur. Ævinlega
hittumst við þó á sumrin og í frí-
Kiddi sé allur. Og það er erfitt að
sætta sig við að hann fékk ekki að
lifa lengur með konunni sinni og
dætrum sínum sem nú eru fimm
og tveggja ára. Hver er tilgangur
þessa alls?
Ég flyt aðstandendum Kidda
einlæga samúð mína og fjölskyldu
minnar. Kidda kveð ég með ein-
lægu þakklæti fyrir allt og óska
honum góðrar ferðar og heim-
komu.
„Því hvað er það að deyja annað en
standa nakinn í blænum og hverfa inn í
sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga andann
annað en að fresla hann frá friðlausum
oldum lífsins, svo að hann geti risið upp
í mætti sínum og ófjötraður leitað á
fund guðs síns?“
(Úr Spámanninum
eftir Kahlil Gibran)
Sigga
ÚR BINDINGU
06 HÖMLUM
1FREISIÐ Á TINDINUM
Eigirðu ríkisskuldabréf sem losna úr bindingu d nœstunni,
getur þú haft samband við Rdðgjafann í Útvegsbankanum og
beðið um að bankinn annist innlausn bréfanna og komi andvirðinu
á Innlánsreikning með Ábót.
Nú á nœstunni verða eftirtalin bréf laus:
10. september:
1977 - 2. flokkur
1978 - 2. flokkur
15. september:
1971 - 1. flokkur
1972 - 2. flokkur
1973 - 1. flokkur
1974 - 1. flokkur
1979 - 2. flokkur
1. október:
1982 - 2. flokkur
um.
Síðar fór Kiddi í Vélskólann og
lauk þaðan prófi. Þá var hann líka
búinn að kynnast konunni sinni,
henni Gunnhildi. Þau bjuggu
fyrstu árin í Reykjavík en fluttu
síðan til Sauðárkróks þar sem
Kiddi var vélstjóri á togurum Út-
gerðarfélags Skagfirðinga fyrstu
árin en siðan í vélsmiðju félagsins.
Ég hitta Kidda alltof sjaldan
síðustu árin, enda bjuggum við
lengst af hvor á sínu landshorn-
inu. Helst að við sæjumst þegar
við vorum bæði í leyfi heima á
Ánastöðum. Þar sá ég hann líka
síðast síðastliðið sumar ásamt
Gunnhildi og litlu dætrunum
þeirra, Bergrúnu og Halldóru. Það
var stuttur fundur því Kiddi var á
kafi í vélaviðgerðum með pabba
sínum.
Skjótt skipast veður í lofti. Það
er erfitt að sætta sig við það að
Á VAXTATINDINN MEÐ OKKUR
ÚTVEGSBANKINN
RÁÐGJAFINN VÍSAR VEGINN