Morgunblaðið - 13.11.1985, Side 19

Morgunblaðið - 13.11.1985, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR13. NOVEMBER1985 19 „ÞaÖ er alveg ljóst að stjórnvöld veröa aö fjalla um þessi mál hið allra fyrsta og koma með harðari aðgerðir gegn þessari þjóðarvá. Margir hafa unnið vel að þess- um málum og eiga þakk- ir skilið, en eituríyfja- málin eru komin á það alvarlegt stig að við verðum öll að taka hönd- um saman til lausnar máli þessu.“ Stelton berðu fram með stolti - hvenær og hvar sem er. Hönnunin er frábær, byggð á einfaldleika og hreinum stíl, enda verðlaunuð á alþjóðlegum vettvangi. Stelton er stolt eigandans. m KRISTJÓn SIGGEIRSSOn HE LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870 Sölumenn dauðans — eftir Kristínu Sigtryggsdóttur í leiðara Morgunblaðsins, sunnudaginn 3. nóvember er fjall- að um eiturlyfjasmygl og viður- eign þá sem lögreglan háði nýlega við eiturlyfjasmyglara. Heilshug- ar er hægt að taka undir hvert orð sem þar er ritað. Brýnt er að tekið verði á eiturlyfjamálum mun ákveðnar en gert hefur verið fram til þessa. Þetta mál þolir enga bið og allir ættu að láta sig það varða. Fíkniefnamarkaðurinn er stærri en flestir gera sér grein fyrir, sem sýnir sig best af því hve mikið hefur verið gert upptækt af eitur- lyfjum undanfarið. Hvað þá ef reiknað er með að það sé aðeins brot af því sem berst hingað. Samfara þessu eykst glæpatíðni og öryggi landsmanna er stefnt í voða. Þurfandi eiturlyfjaneytandi svífst einskis til að fjármagna kaupin. Seljandinn er óprúttinn og reynir sífellt að gera fleiri háða eitrinu. Peningarnir sem veltast á þessum mannskemmandi markaði skipta milljónum. Það er alveg ljóst að stjórnvöld verða að fjalla um þessi mál hið allra fyrsta og koma með harðari aðgerðir gegn þessari þjóðarvá. Margir hafa unnið vel að þessum málum og eiga þakkir skilið, en eiturlyfja- málin eru komin á það alvarfegt stig að við verðum öll að taka höndum saman til lausnar máli þessu. Hjálparþurfi fórnarlömb Ljóst er að hérlendis er nú þegar nokkur fjöldi forfallinna eitur- lyfjaneytenda, þar á meðal er ungt fólk. Fólk sem ætti að öllu jöfnu að erfa landið, en sökum örkuml- unar sinnar fær það ekki neinu við komið. Þessu fólki þarf að veita aðstoð, áður en orðið er um seinan. Nýlega var í sjónvarpinu endur- sýnd myndin „Gulla, fórnarlamb fíkniefna". Þar kom í ljós þörfin fyrir sérstakt endurhæfingar- heimili til hjálpar unglingum sem lent hafa inn á þessari ógæfubraut. SÁÁ og aðrar stofnanir hafa hjálpað hundruðum sjúklinga og væru fíkniefnamálin án efa komin á mun alvarlegra stig, hefði aðstoð þeirra ekki komið til. Einnig er gleðilegt til þess að vitað að nú ætlar sterkur félagsskapur Lions- manna að láta til sín taka í þessum málum. Vonandi verða þessi átök hvati til að komið verði upp með- ferðarstöð fyrir þetta unga ógæfu- sama fólk. Eiturlyfjasmygl Einn alvarlegasti þátturinn í eiturlyfjamálum er smyglið. Greinilegt er að þeir sem smygla eiturlyfjum eru samviskulausir og svífast einskis. Þeir nota saklaus ungbörn og eignir annarra sem felustaði fyrir eitrið, sem síðan veldur landsmönnum ómældu tjóni. Þeir sem fjármagna og hagnast á þessu eru gjörsneyddir ábyrgðartilfinningu. Mannslíf verður ekki metið til fjár. Illt er að trúa að gróði, sem kostað getur áhrifagjarnan ungling lífið, skapi vellíðan. Sumir eiturlyfjabraskar- ar neyta ekki efnanna sjálfir, en halda þvi óspart að öðrum. Það er alvarlegt ef menn sem gera sér grein fyrir afleiðingunum, kæra sig kollótta. Aðgerðir Eiturlyfj abraskarar óttast sjaldan að verða gripnir, enda eru refsingar hérlendis fyrir slíkt lög- brot vægar. Hér þurfa yfirvöld að taka til hendi. Þessir menn eiga miklu harðari refsingar skilið en núgildandi lög segja til um. Það er ótækt hvernig bæði smyglarar og dreifiaðilar komast upp með síendurtekin eiturlyfjamisferli. Stjórnvöld og almenningur verða að standa saman að lausn þessa þjóðarböls, áður en það verð- ur óviðráðanlegt. Mannslífin eru dýrmæt, en það er tíminn einnig. Höfundur er í stjórn Neytendasam- takanna. Kristín Sigtryggsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.