Morgunblaðið - 13.11.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.11.1985, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 Tllögur um skipulag Kvosarinnar kynntar í borgarráði: Kvosín verði áfram mið- stöð viðskipta, þjónustu og fjölskrúðugs mannlífs — Rætt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson formann skipulagsnefndar og Guðna Pálsson arkitekt GAMLI miðbær Reykjavíkur, Kvosin svonefnda, hefur löng- um skipað ákveðna sérstöðu í hugum Reykvíkinga. Sögulegur bakgrunnur Kvosarinnar, Innréttingar Skúla Magnússonar og sá þéttbýliskjarni, sem myndaðist út frá þessari fyrstu tilraun til að koma á fót iðnaðarframleiðslu á Islandi, hefur í tímans rás orðið til að treysta Kvosina í sessi, sem þjón- ustu- og viðskiptamiðstöð Reykjavíkur og raunar landsins alls. Það er því að vonum almennur áhugi fyrir því að fylgj- ast með þeim hugmyndum sem uppi eru um framtíöarskipu- lag gamla miðbæjarins. Endanlegar skipulagstillögur arki- tektanna Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar voru kynntar í borgarráði í gær og ákveðið hefur verið að efna til sérstakrar sýningar á tillögunum síðar í þessum mánuði, þar sem almenningi gefst kostur á að kynna sér hugmyndir arkitektanna í þessum efnum. Af því tilefni hafði Morgun- blaðið samband við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann skipu- lagsnefndar Reykjavíkurborgar, og Guðna Pálsson, arkitekt, og spurði þá nánar um þessar skipulagstillögur og þær hug- myndir sem að baki búa. „Kvosin hefur alltaf verið hinn eini og sanni miðbær Reykjavíkur og borgaryfirvöld vilja stuðla að því að svo verði áfram. Það er ein af ástæðunum fyrir því að arki- tektunum Dagnýju Helgadóttur og Guðna Pálssyni var falið að gera tillögur um skipulag Kvosarinn- ar,“ sagði Vilhjálmur. „Skipulags- vinna Kvosarinnar, svo og Skúla- götu- og Laugavegssvæðis ásamt endurskoðun skipulags gamla bæjarins, til dæmis Vesturbæjar og Þingholtanna, myndar eina heild og er forsenda þess, að Kvos- in byggist upp og þjóni áfram því mikilvæga hlutverki í stjórnsýsiu, þjónustu og viðskiptum, sem hún hefur jafnan haft. Það er reynsla fyrir því erlendis að erfitt er að viðhalda gömlum miðhverfum vegna fækkunar íbúa og skorts á bílastæðum, en þessar skipulags- tillögur gera hins vegar ráð fyrir verulegri fjöigun bílastæða og íbúða, 60—80 íbúðir," sagði Vil- hjálmur ennfremur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði, að þótt ýmsar tillögur hefðu verið lagðar fram um einstaka hluta gamla miðbæjarins, hefði aldrei verið ráðist í heildarskipu- lag þessa svæðis fyrr en nú, en þetta svæði markast af Tjörninni og höfninni annars vegar og Lækj- argötu og Aðalstræti hins vegar. „Ég tel að þær tillögur, sem nú liggja fyrir, séu mjög raunhæfar og þær sé hægt að framkvæma í ákveðnum áföngum á næstu árum. Það er mikill vilji hjá borgaryfir- völdum að efla og endurnýja gamla miðbæinn sem stjórnsýslu-, þjón- ustu- og verslunarmiðstöð og ekki síst, að þar verði vettvangur fyrir fjölskrúðugt mannlíf. Þessar til- lögur hafa einmitt tekið mið af þessum viðhorfum," sagði Vil- hjáimur. Guðni Pálsson arkitekt sagði að upphaflega hefðu þau Dagný, í desember 1983, lagt fram skipu- lagstillöguna „Kvosin 1983, Aðal- stræti og umhverfi", sem innihélt uppbyggingu húsa í Aðalstræti vestanverðu ásamt nýbyggingu á Hótel íslandsplani og Steindórs- plani. Tillaga þessi gerði einnig ráð fyrir að stór hluti Kvosarinnar yrði gerður að göngusvæði. „Þetta hafði í för með sér víðtækar breyt- ingar á umferð í miðborginni og síðan hefur verið unnið í samráði við Borgarskipulag og borgarverk- fræðing um mögulegar lausnir á umferðarvandanum. Þetta leiddi af sér stækkun verkefnisins, þar sem óhjákvæmilegt var annað en að taka afstöðu til uppbyggingar Kvosarinnar í heild," sagði Guðni Pálsson. Forsendurog markmið Guðni sagði að meginhugmynd hinnar nýju heildartillögu væri Arkitektarnir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson ásamt Davíð Oddssyni, borgarstjóra, og Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni, borgarfulltrúa og formanni Skipulagsnefndar, við líkan af Kvosinni, eins og gert er ráð fyrir að hún verði samkvæmt tillögunum. byggð á þeim hugmyndum, sem lagðar voru til grundvallar tillög- unni „Kvosin 1983“ en markmið hennar var „að miðbær Reykjavík- ur skuli vera miðstöð stjórnsýslu, þjónustu, sérverslana, viðskipta og vettvangur fyrir fjölskrúðugt mannlíf", eins og það var orðað í tillögunni. Einnig var gert ráð fyrir að skipulagið skapaði góð skilyrði fyrir alls kyns mannamót, menningarstarfsemi og skemmt- anir. „Þessi markmið standa enn og eru lögð til grundvallar í þess- um heildartillögum sem nú liggja fyrir," sagði Guðni. 1 greinargerð með tillögunum, segir m.a. að til að ná þessum markmiðum vilji höfundar leggja áherslu á eftirfarandi: — Að byggt verði í skörð og eyður með húsum, er hafa yfirbragð borgarhúsa og gera Kvosina að heilsteyptum miðbæ, en við það skapast betri afmörkun Kvos- arinnar í heild sem borgar- kjarna. — Að stór hluti Kvosarinnar verði gerður að göngusvæði. — Með skjólmyndunum sé reynt að stuðla að betri nýtingu úti- vistarsvæða. — Miðstöð fyrir strætisvagna komi í Kvosinni. — Bakgarðar verði hreinsaðir og þeir gæddir lífi með því að stígar verði lagðir í gegnum þá og milli þeirra. — Fjölskrúðugra götulíf með hönnun á innréttingu á torgum og göngugötum. — Gróðursetningu götutrjáa, er gefa hlýlegt yfirbragð og undir- strika götulínur. — Fjölgun íbúða á svæðinu til að bærinn deyi ekki út eftir að verslunum og skrifstofum er lokað. Guðni Pálsson sagði að í dag einkenndist Kvosin af tvenns kon- ar húsgerðum. Annars vegar væru það háreist steinhús og væru Reykjavíkurapótek, Hótel Borg og gamli Landsbankinn gott dæmi um glæsilegt yfirbragð miðbæjar- húsa. Hins vegar væru það lágreist timburhús frá aldamótum. Þau síðarnefndu væru mörg hver löngu búin að glata upprunalegu útliti og innra skipulagi. „Við leggjum hins vegar ríka áherslu á að halda þeim húsum, sem hafa menningar- sögulegt gildi, en teljum vafasamt að halda í hús, sem löngu eru búin að lifa sitt skeið," sagði Guðni. Guðni benti ennfremur á, að stór skörð horfinna húsa væru áber- Austurhlið Lækjargötu: Núverandi ástand. Bindíha n — l 1tM0P-1t mm Austurhliö Lækjargötu: Samkvæmt skipulagstillögunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.