Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.11.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1985 Minning: Anton Schneider sápugerðarmaður Fæddur 23. október 1898 Dáinn 7. nóvember 1985 I dag, 13. nóvember, verður elskulegur afi minn til moldar borinn frá Kristskirkju i Landa- koti. Hann fæddist 23. október í Schwintochlowitsch í Efri-Slesíu, sem þá tilheyrði Þýskalandi. Þar ólst hann upp í stórum og glöðum systkinahópi, en örlögin höguðu því þannig, að til íslands kom hann ungur að aldri eftir að hafa orðið að taka þátt í fyrri heimsstyrjöld- inni. í þeim ægilega hildarleik særðist hann lifshættulega, en náði sér þó og var sæmdur járn- Jón Aóalsteinn Jónasson, Kristfn Sigurrós Jónasdóttir, Guómundur Helgi Jónasson, Erling Garóar Jónasson, Guórún Marsibil Jónasdóttir, krossinum, sem var æðsta heiðurs- merki á þeim tíma í Þýskalandi. Á íslandi ílengdist hann og bjó þar alla tíð. Á örlagatímum kom það í hans hlut að velja á milli landanna sinna tveggja, sem hann unni báðum, en unga eyjan sem hafði fóstrað hann svo lengi varð fyrir valinu. Hann giftist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Ingólfsdóttur, þann 20. september 1927 ogeignuð- ust þau tvær dætur, Sigrúnu Maríu, sem sá á bak eiginmanni sínum, ólafi Byron Guðmunds- syni, fyrir ári siðan og Lydíu Bertu, sem gift er Valgarð Jörg- Margrét Sveinsdóttir, Sveinn Valtýrsson, Kolbrún Carlsen, Jóhanna Guönadóttir, Gísli Sumarliðason, Freyja Leopoldsdóttir Guömundur Sæmundsson, Kristjana Einarsdóttir, Gunnar Klingbeil Gústavsson, Gunnar Bjarnason. ensen og búa þau á Blönduósi. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína, Guðrúnu Barböru. Afi og amma bjuggu mest allan sinn búskap í Reykjavík og síðustu tuttugu og sjö árin í Gnoðarvogi 26. Afi var sápugerðarmaður að mennt og starfaði sem verkstjóri í Sápugerðinni Frigg um fjörutíu ára skeið og var hann orðinn átt- ræður er hann lét af störfum. En afi sat ekki auðum höndum, áhugamál hans voru margvísleg, en þar bar hæst málaralistina. Hann málaði sér til ánægju og allra þeirra, sem urðu mynda hans aðnjótandi. En að verðleggja myndir eða selja var óþekkt hug- tak hjá honum og oft var stokkið inn í Gnoðarvog til að biðja afa um að mála þetta eða hitt, sem heimilið vanhagaði um, eða til að skreyta einhverja tækifærisgjöf. Afi hafði alla tíð brennandi áhuga á þjóðmálum og var heið- ursfélagi í Landsmálafélaginu Verði. Einnig hafði hann mikinn áhuga á íþróttum og þá sérstak- lega knattspyrnu, en hann stund- aði hana í Þýskalandi á sínum yngri árum. f erli dagsins kemur oft upp sú staða, að smáfólkinu er ofaukið og voru þá afi og amma í Gnoðarvog- inum alltaf boðin og búin til að passa litlu Sigrúnu Lilju, dóttur okkar hjónanna, sem oft dvaldi þá yrfir nótt hjá þeim. En núna er afi farinn til Guðs og Sigrún Lilja, svo ung að árum, hefur kynnst sorg- inni og söknuðinum, sem yfir okkur öllum hvílir. En þó á amma um sárast að binda, lífsförunaut- urinn í meira en hálfa öld er horf- inn yfir móðuna miklu þar sem landamæri og milliríkjadeilur eru óþekkt hugtök. Megi Guð styrkja hana og vernda á þessum erfiðu tímum. Við eigum afa svo ótal margt að þakka. Allt sem hann kenndi okkur og vakti athygli okkar á, sem okkur var annars hulið, og aldrei var langt í glaðværðina og spaug- semina, sem var svo ríkur þáttur í skapferli hans. Minningin um afa mun ylja okkur um ókomna tíð. Guðrún Barbara Þann 7. nóvember kvaddi faðir okkar þennan heim og hélt til nýrra og göfugari heimkynna, eftir viðburðaríka og uppfyllta ævi. Hann hélt til þeirra heimkynna, sem frelsarinn býður okkur, og það er ekkert vafamál, að okkar elsku- legi faðir á vísan stað í návist Drottins og hans eilífa friðar. Ungur að árum kom faðir okkar til litla landsins í norðri og fann hér lífshamingju sína, móður okk- ar, og leið þeirra lá saman á bein- um vegi í 58 innihaldsrík ár. Ár, sem veittu þeim ekki einungis gleði, heldur einnig þrengingar og mótlæti, en slík var samheldni þeirra, að þau sigruðu alltaf og lífshamingjan varð yfirsterkari. Eflaust hafa það verið viðbrigði fyrir pabba að koma hingað, þar sem allt var minna í sniðum heldur en hann átti að venjast, en hann var fljótur að samlagast hinum nýju löndum sínum og gerðist ís- lenskur ríkisborgari. Og ekki leið á löngu uns hann talaði lýtalausa íslensku. Svo gott mál, að tekið var eftir. Til að byrja með gegndi hann verslunarstörfum í Braunsverslun { Austurstræti, enda hafði hann numið verslunarmenntun í heima- landi sínu. Seinna lagði hann sápugerð fyrir sig og fór til Kaupmanna- hafnar til þess að nema þá list. Og að sápugerðarnáminu loknu hóf hann störf hjá sápugerðinni Frigg, sem var lítil í sniðum þá og á byrjunarstigi. Sápugerðinni Frigg helgaði hann krafta sína ( 40 ár og var Frigg til að byrja með til húsa á Skólavörðustig 16, síðan á Ný- lendugötunni. Svo við Veghúsastíg og síðast í hinum stóru og nýju húsakynnum í Garðabænum. Eftir seinni heimsstyrjöldina átti faðir okkar í erfiðleikum með að framleiða þá sápu eða sápuduft sem honum líkaði sökum lélegs hráefnis eða skorts á einu og öðru. Það líkaði honum illa vegna þess að hann var mjög vandvirkur og vildi aðeins framleiða það besta og og árangursríkasta. En með árunum rættist úr þessu og fram- leiðslan varð eins og hann vildi hafa hana. Það var gaman að heimsækja pabba í verksmiðjuna þegar hann var að hleypa sápumassanum fram úr pottinum, sem var risastór. Þegar massinn vall fram myndaði hann ótal myndir og pabbi var óspar að benda á ýmsar furðu- myndir, sem líktust bæði mann- fólki og dýrum. Og þegar hugurinn reikar til baka liggur við að hin sérstæða sápulykt, sem fylgdi massanum, fylli vitin og gefi minningunni lifandi blæ. En það voru ekki einungis þessar indælu sápumyndir, sem faðir okkar gladdi okkur með, heldur málaði hann fallegar myndir og stór málverk, sem hrifu alla er litu, og þær voru ófáar stundirnar sem við sátum hjá honum og reyndum, með hans tilsögn, að mála eins fallega og hann. En árangurinn varð ekki sá sami, það vantaði þennan neista sem bjó í pabba. Faðir okkar unni einnig tónlist og þegar hann lék á mandólínið sitt var hátíð í bæ og vetrarkvöld- in, þegar fjölskyldan sat og söng aðventulög við undirleik hans, hafa greipt sig í hugann. Hann hafði og góða söngrödd og söng um árabil í kirkjukór Kristskirkju i Landakoti. Hann kom öllum í gott skap þegar hann greip munnhörpuna og spilaði svo snilldarlega á hana, að oft á tíðum var sem heil hljóm- sveit væri. Já, hann pabbi var sannkallaður listamaður og tilfinningaríkur eins og góðum listamanni er eðli- legt. Við biðjum algóðan guð að gæta hans og blessa. Sigrún og Lydía Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. barnaborn og barnabarnabörn. t Faöir okkar, BJARNI BJARNASON, Hrafnistu, Raykjavík, sem andaöist 8. nóvember, veröur jarðsunginn frá Bústaöakirkju á morgun, fimmtudaginn 14. nóvember, kl. 10.30. Guölaug Bjarnadóttir, Kristmundur Bjarnason, Bjarni Bjarnason. t Móöir okkar og tengdamóöir, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Bjargarstíg 7, Raykjavfk, er andaöist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 5. nóvemb- er sl. veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju þann 15. nóvember kl. 13.30. Blóm afbeöin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Kristín Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Guórún Eyjólfsdóttir, Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, Helga Eyjólfsdóttir, t Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÓLÖF FRIÐFINNSDÓTTIR frá Berjanesi í Vestmannaeyjum, Haukshólum 3, er lést i Sjúkrahúsi Seyöisfjaröar 5. þ.m. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. nóvemberkl. 15.00. Jón Einarsson, Elisa G. Jónsdóttir, Jón Hannesson, Ragnheióur Jónsdóttir, Ernst Backman, Gunnar Sv. Jónsson, Guórún Bergsdóttir, Einar Þ. Jónsson, Erla Blöndal, Ólöf J. Sigurgeirsdóttir, Jón Sigurösson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, SIGURÐUR JÓNSSON frá Haukagili, Víóimel 35, veröur jarösunginn frá Neskirkju föstudaginn 15. nóv. kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríóur Steingrímsdóttir. t Útför móöur okkar, UNNAR SYLVÍU ÁRNADÓTTUR veröur gerö frá Fossvogskirkju á morgun fimmtudaginn 14. nóvemberkl. 10.30. Halldór Hjartarson, Magnús Hjartarson, Benedikt Hjartarson. t Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför, dóttur okkar og systur, REGÍNU EINARSDÓTTUR, Hamri, Gaulverjabæjarhreppi, Einar Steindórsson, Þóra Egilsdóttir, Steindór Einarsson, Aóalheiöur Einarsdóttir. t Faöir okkar og bróöir GUÐMUNDUR B. THORARENSEN er látinn, jaröaförin hefur fariö fram. Sérstakar þakkir færum viö sjúkrahúsi Suöurlands Selfossi fyrir ómetanlega aöstoö í veikindum hinslátna. Fyrir hönd systkina og annara vandamanna, Guörún E. Thorarensen, Lúövík R.K. Guómundsson, Jón Á. Thorarensen, Eygló M. Thorarensen, Karolína Thorarensen, Guöbjörn J. Tómasson. t Þökkum innilega auösýnda samúö vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar og móður okkar, ÞURÍÐAR I. GUNNARSDÓTTUR, Espigerði 4. Júlíus Guömundsson, Sveinlaug Júlíusdóttir, Guómundur J. Júliusson. Lokað í dag frá kl. 14.00-16.00 vegna jarðafarar GUÐFINNU LEU PÉTURSDÓTTUR. Stefánsblóm, Barónsstíg. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUDRÚN JÓNSDÓTTIR, Mióvangi 41, Hafnarfiróí, lést í Hrafnistu Hafnarfiröi aöfaranótt 12. nóvember. Fyrir hönd aöstandenda,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.