Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B STOFNAÐ1913 265. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nýtt skref stigið tíl bættrar sambúðar — sagði Ronald Reagan að loknum leiðtogafundinum í Genf_ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovét- ríkjanna, kveðjast að lokn- um fundi með fréttamönn- um í gærmorgun. Fundur- inn með fréttamönnunum batt endahnútinn á viðræð- ur leiðtoganna að þessu sinni, en þeir hyggjast hitt- ast á nýjan leik á næsta ári í Bandaríkjunum. tienf, 21. nóvember. ÞRÁTT fyrir að alvarlegur ágreiningur ríki milli stórveldanna um nokkur megin málefni, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga þeirra, sem birt var í morgun að loknum toppfundinum, þá voru viðræður þeirra opinskáar og gagnlegar og árangur náðist á ýmsum sviðum. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, sagði að loknum fundinum að nýtt skref hefði verið stigið til bættrar sambúðar. Hann hélt í morgun, fimmtudag, til Brussel til að gera leiðtogum Atlantshafsbandalagsríkjanna grein fyrir við- ræðunum og þaðan hélt hann samdægurs áfram til Washington, til að skýra Bandaríkjaþingi frá niðurstöðum fundarins. Gorbachev fór til Prag á fund leiðtoga Varsjárbandalagsríkjanna. Bæði stórveldin lýstu yfir ánægju sinni og vilja til að halda áfram viðræðum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og samþykktu að flýta þeim viðræð- um. Akveðið var að halda tvo leið- togafundi til viðbótar, í Bandaríkj- unum á næsta ári og í Sovétríkjun- um árið 1987. Samþykkt var að taka upp menningarsamskipti á nýjan leik. Þá var ákveðið að vinna að því að tryggja flugöryggi á Norður-Kyrrahafi til þess að koma í veg fyrir slys, eins og það þegar Sovétmenn skutu niður suður-kór- eska farþegaþotu. Ákveðið var að opna ræðismannsskrifstofur í Kiev og New York. Þjóðirnar voru sammála um að hraða gerð al- þjóðlegs sáttmála um efnavopn og vilja þeirra til að banna þau með öllu og eyðileggja birgðir af þeim. Þá voru undirritaðir samningar um gagnkvæm samskipti á tækni- og menningarsviðum. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á fundi með fréttamönnum, að hann teldi að Reagan forseta hefði tekist að fitja upp á nýjum þræði í samskiptum ríkjanna og fundist hafi leið sem gæti leitt til stöðugs og gagnlegs sambands milli þjóð- anna. Hins vegar myndi framtíðin leiða í ljós hvert áframhaldið yrði. Hann sagði ennfremur að geim- varnaáætlun Bandaríkjanna hefði verið rædd í smáatriðum á fundin- um og hefði Reagan hvergi hvikað frá fyrri afstöðu sinni í því máli. Þá sagði hann að mannréttinda- mál hefðu verið rædd ítarlega og þau svæði á jarðarkringlunni þar sem ófriður rikir. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sagðist á fundi með fréttamönnum vera vongóður um framtíðina að viðræðunum lokn- um. Hann sagði að viðræðurnar hefðu verið orðnar bráðnauðsyn- legar vegna ástandsins í vígbúnað- armálum. Mikilvægt væri að hafa getað rætt þessi mál áður en ný hringrás vopnakapphlaupsins hæfist. Hann leyndi þvi ekki að mistekist hefði að fá Reagan ofan af fyrirætlunum sinum varðandi geimvarnaáætlunina og itrekaði þá skoðun sina, að þarna væri um nýja tegund vopna að ræða. Hann bætti því við að ef Bandaríkja- menn héldu við fyrri ætlanir sínar i þessum efnum, þá myndu Sovét- menn finna eitthvert svar. Sagan hefði sýnt að þeir væru færir um það. Sjá ennfremur forystugrein Morg- unblaósins á miðsíðu og fréttir og myndir á bls. 28—29. AP/Símamynd AP/Simamynd Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna með Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna, skömmu áður en fundurinn hófst, þar sem Reagan skýrði frá árangri viðræðna sinna við Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna. Leiðtogar NATO-rfkja ánægðir með fund Reagans og Gorbachevs: Enginn vafi að fundur- inn hefur slakað á spennu - segir Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra LEIÐTOGAR aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins lýstu allir ánægju sinni með árangur leið- togafundar Reagans Bandaríkja- forseta og Gorbachevs, aðalritara Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, á fundi f Brussel í gær, þar sem Reagan skýrði frá viðræðum þeirra Gorbachevs. Reagan flaug eft- ir fundinn með Gorbachev til Brussel og viðstaddir fund hans í höfuðstöðvum Atlantshafsbanda- lagsins voru m.a. forseti Atlants- hafsráðsins, Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. „Það er enginn vafi á því að leiðtogafundurinn hefur slakað á spennunni og gefið nýjar vonir um að stórveldin séu eitthvað að nálgast hvort annað. Allir við- staddra lýstu ánægju sinni með skýrslu Reagans og árangur fundarins, en hins vegar er ljóst að eftir er að útfæra ýmislegt, sem fram kom í viðræðunum," sagði Geir Hallgrímsson m.a. í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn með Reagan. „Reagan virtist vera ánægður með leiðtogafundinn og sagðist vera bjartsýnn. Hann lagði ákaf- lega mikla áherzlu sð lykillinn að árangri væri raga úr þeirri tortryggn ríkir á milli stórveldann^ ð virðist hafa náðst töluverðui árangur í þeim efnum," sagði Steingrímur Hermannsson. Sjá nánar samtöl Morgunblaðs- ins við Geir og Steingrím á bls. 28-29. Varsjárbandalagið: Fagnar nið- urstöðum fundarins Prag, 21. nóvember. AP. LEIÐTOGAR Varsjárbandalagsins lýstu yfir ánægju sinni með niður- stöður fundar leiðtoga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Genf, en Gorba- chev leiðtogi Sovétríkjanna skýrði þeim frá viðræðunum í dag. Lýstu Varsjárbandalagsríkin yfir fullum stuðningi við upp- byggilega afstöðu Gorbachevs í viðræðunum og lýstu því yfir að í heildina tekið hefði fundurinn skapað betra andrúmsloft á al- þjóðavettvangi og skapað mögu- leika á slökun í samskiptum hern- aðarbandalaganna. írska þingið samþykkir Dublin, 21. nóvember. AP. ÍRSKA þingið samþykkti í dag samkomulag það sem gert var milli ríkisstjórna írlands og Bretlands um málefni Ulster. Samkomulagið felur í sér að írska lýðveldið hefur formleg- an rétt til þess að hafa hönd í bagga með þróun mála á Norður-írlandi, gegn því að viðurkenna yfírráð Breta yfír héraðinu svo lengi sem meiri- hluti ibúanna óskar þess. Atkvæði féllu þannig að 88 greiddu samkomulaginu atkvæði sitt, en 75 voru á móti. Sjá nánar á miðsíðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.