Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 59 Fleiri eru breyskir Nýendurskipuð ríkisstjórn endurskoðaði nýlega fjárlaga- frumvarp ársins 1986 í því augnamiði að lækka útgjöldin svo, að hjá því verði komist að hækka skatta enn og/eða erlend- ar ríkisskuldir. Um árangur skal hér engu spáð, en fyrstu fréttir af við- brögðum ráðherra lofa ekki góðu að ekki sé meira sagt. Nýi menntamálaráðherrann Sverrir Hermannsson var varla sestur í stólinn þegar hann lýsti því yfir að háskólaútibú skuli stofnað á Akureyri á komanda hausti. Þurfti hann sýnilega hvorki að kynna sér hversu brýn þörf væri fyrir slíka stofnun né heldur hvað hún kæmi til með að kosta. Slíkt er ábyrgðarleysið hjá ráðherranum þrátt fyrir yfirlýsta viðleitni ríkisstjórnar um að draga úr útgjöldum eftir því sem framast er unnt. Þessum annars ágæta ráð- herra mun ýmislegt betur gefið en gætileg meðferð ríkisfjár. Til dæmis mun hann hafa liðið það að á liðnu sumri var haldið úti um 20 manna vinnuflokki með tilheyrandi vélakosti við vega- gerð á Fljótsdalsöræfum. Hefur þó legið fyrir um nokkur ár að þessa vegar verður ekki þörf á þessari öld. Verði hans þörf upp úr aldamótum verður hann að mestu horfinn af yfirborði jarðar og kemur því aldrei að notum. En fleiri eru nú breyskir en en Björn Björn. Samgönguráðherrann tel- ur mjög aðkallandi að verja tugum eða hundruðum milljóna til þess að bora göt á Vestfjarða- fjöllin og brúa þar firðina. Sennilega hefðum við nú getað orðið við þessum óskum ráð- herranna og reyndar ýmsum fleiri ef við á sínum tíma hefðum haft þor og kjark til að þiggja af hernum steyptan veg milli Reykjavíkur og Langaness og Fljótsdalsvirkjun frá erlendu auðfélagi, hvort tveggja okkur að kostnaðarlausu. Það er seint að iðrast eftir dauðann. Trúlega hafa fleiri ráðherrar en þeir tveir, sem hér hafa verið nefndir, einhverjar álíka bráðað- kallandi framkvæmdir í poka- horninu, þótt þeir ekki varpi þeim fram að svo stöddu. Þrátt fyrir ailt er þó vonandi að ríkisstjórn og Alþingi beri gæfu til að snúa af villigötunni og gera fjárlagafrumvarpið og þar með fjárlögin svo úr garði að hvorki komi til auknar lántök- ur né skattahækkanir. Neskaupstaö, Eyþór Þórðarson. Til stjórnenda harmonikku- þáttar Stjórnendur harmonikkuþáttar virðast sniðganga íslenzka harm- onikkusnillinga en sækja allt til útlanda. Starfsbræður ykkar hér eru jafnvel betri en þeir sem þið eruð að dragnast með — sumir miklu betri. Megum við ekki heyra í ís- lenzkum listamönnum? Þarf allt að vera útlent? Næst spyr ég Markús Örn hvort þetta sé hans vilji, því hann ræður yfir ykkur. Hins vegar vona ég að þið takið ábendingum þessum svo alvarlega sem ég heyri marga gagnrýna þetta. Má ég nefna nokkra snillinga sem þið forðist að láta okkur heyra í: Bragi Hlíð- berg, Jón Hrólfsson, Karl Jóna- tansson, örvar Kristjánsson svo dæmi séu tekin. { þessum mönnum vill fólk heyra, en hitt er siðleysi að bjóða alltaf upp á einhverja útlendinga. Ég er ekki einn um þetta álit og við munum senda Markúsi Erni kæru, ef þið hættið ekki þessum ósóma. Jóhann Þórólfsson, Norðurbrún 1. Börn og gamalmenni í umferðinni Áhætta eldra fólks í umferð- hönd. inni er mun meiri en þeirra sem Börnin í umferðinni eru börnin yngri eru. Sjón og heyrn þeirra okkar. Þar sem þau eru á eða við hefur daprast. Það er stirðara til akbrautir er nauðsynlegt að sýna gangs og eftirtektin lakari en sérstaka aðgát. öll viljum við áður. Sýnum öldruðum tillits- vernda börnin fyrir hættum í semi og réttum þeim hjálpar- umferðinni. Umboösmenn — sölumenn — heildsalar Norskt innflutningsfyrirtæki sem verslar meö gæöa- vörur frá hinum ýmsu löndum óskar eftir samstarfi við íslenska aðila. Um er að ræða vörur fyrir sólbaðs- og líkamsræktarstofur og bensínstöðvar, ilmvötn, gjafavörur, skó- og leðurfatnaö. A’BAC International, 1620 Gresvik Norge. Sími: 90 47 32 28400. :shannon: :datastor: :ðatastor: Allt á sínum staö Cl elnhver serstök vörzluvandamál þarf aö leysa biöjum viö viökomandi góöfúslega aö hafa samband vlö okkur sem anralyrst og munum vlö fúslega sýna fram á hvernig SnflHHOH skjalaskápur hefur ,,allt á sínum staö". Otaölustaðir: REYKJAVlK Penninn Hallamiúla KEFLAVlK Bókabuí Keflavikur AKRANES Bokaversi Andrés Nielsson HF ISAFJÖRÐUR Bókaverslun Jónasar Tómassonar AKUREYRI. Bókaval bóka- og ntfangaverslun HUSAVlK Bókaverslun .Pórarrns Slalánssonar ESKIFJÖRÐUR Elrs Guónason verslun VESTKANNAEYJAR Bókabuðrn EOILSSTAOW Bókabuðm Hloðum t SUNOABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 r KROSSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verði SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! LAND5!NS> \ W<5 fáið að sníða niður allt plötuefni BBSTA okkur í stórri sög ÚfZVAL /(JV'X - ykkur að kostnaðarlausu. BJÖRNINN Við erum í Borgartúni 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.