Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Andstæður í Hamrahlíð Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð: EINN ÞÁTTUR eftir Jóhannes Kjarval og ÁST DON PERLIMPLÍNS TIL BELÍSU í GARÐI HANS eftir Federico García Lorca Guðbergur Bergsson þýddi leikrit García Lorca Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson Tónlist: Hlín Pétursdóttir og Sigfús Baldursson Leikmynd: Ingunn og leikhópurinn Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð hefur nú fengið til liðs við sig Ingunni Ásdísardótt- ur leikstjóra og verður ekki annað sagt en skólinn njóti góðs af. Ingunn hefur með sviðsetn- ingu á Einum þætti eftir Kjarval og Ást Don Perlimplíns til Belísu í garði hans eftir Federico García Lorca sýnt hugkvæmni og vilja til að bera á borð lifandi leiklist. Einn þáttur eftir Kjarval er leikrit um lífið og listina, spurt er þeirrar spurningar hvort skáldið kafi nógu djúpt í list sinni. Lætur það ekki oft nægja að spegla yfirborðið, raða saman fallegum setningum og hirða brot úr arfleifðinni, samanber ljóð þess um eldinn, Njál og Bergþóru? Hvernig er til dæmis unnt að finna jafnvægi andstæðna og hver vill kaupa óprentaða blað- ið? Skáldið á sér hlutverk sem er stærra og meira en það að tyggja upp eftir öðrum. Þess vegna kastar skáldið í Einum þætti ljóðum sínum á eld eftir að nátt- úruandarnir hafa heimsótt það og gert því þetta ljóst. Þorsteinn Örn Andrésson leik- ur skáldið í anda þess absúrd- isma sem leikstjórinn vill laða fram og á vel við í verki eftir Kjarval. Sama er að segja um skrifara skáldsins, athyglisverða túlkun Gunnars Hanssonar og stúlku Guðmundu L. Grétars- dóttur. Náttúruandar og blað- sölubörn létu ekki sitt eftir liggja. Ritverk Kjarvals eru oft sam- bland af barnaskap, skringileg- heitum og snilld. Þetta kom vel fram í Einum þætti í túlkun Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Niðurstaðan er sú að þetta er einmitt verk sem hæfir ungu áhugafólki, mjög skemmtileg sýning. Það er auðvitað alvarlegra mál að fást við Federico García Lorca. Ást Don Perlimplíns til Belísu í garði hans er yndislegt leikrit í anda súrrealisma, í senn gáskafullt og harmþrungið. Spænskt andrúmsloft með þjóð- legum siðum sínum er ramminn. Bókaormurinn Don Perlimplín er narraður til þess af Markólfu, þjónustustúlku sinni, að biðla sér konu og kvænast henni. Belísa er fögur og lostafull og kemst fljótlega að því að Don Perlimpl- ín er til einskis nýtur í ástum. Hún hefur þennan göfuga eldri mann að fífli. Hann er mann- gæskan uppmáluð og ákveður að fórna sér fyrir ástina. Hann tekur til ráða sem eru óvænt og lýsa þrátt fyrir allt óvenjulega sterkum tilfinningum. í flutningi Leikfélags Mennta- skólans við Hamrahlíð verður Ást Don Perlimplíns til Belísu í garði hans eins konar skólaleik- rit, en heppnað sem slíkt þótt ekki nái það að gefa fullkomna hugmynd um frumtextann í lag- legri þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Þó kemst ljóðrænan til skila á köflum. Ásta Gunnarsdóttir náði óvenju góðum tökum á Belísu af áhugaleikara að vera. Þóranna Jónsdóttir var gustmikil og líka viðkvæm Markólfa. Dýrleif Dögg Guðmundsdóttir var hressileg Belísumóðir og gæddi hlutverkið þokka og húmor. Húmvofurnar tvær, Edda Bryndís Ármanns- dóttir og Hera Ólafsdóttir, létu að sér kveða með dramatískum tilburðum og léttum hreyfingum. Don Perlimplín sjálfan lék Magnús J. Guðmundsson. Magn- ús átti eins og skiljanlegt er í nokkrum erfiðleikum með hlut- verkið sem er vandasamara en öll önnur hlutverk í leikritinu. Ingunn Ásdísardóttir fylgdi for- dæmi sígiidra skólaleikrita. Með það í huga gerði Magnús vel, framsögn hans skýr, en túlkun einhæf. Ég er ekki fylgjandi því að skólafólk glími við vandasamar leikbókmenntir, verk sem það getur engan veginn ráðið við. Samt er margt gott að segja um túlkun leikrits García Lorca í Hamrahlíð, en einhvern veginn á Kj arval betur við þar. Leikmynd sem er svo veiga- mikill hluti sýninga á verkum eftir Kjarval og García Lorca var alls ekki fráleit, en aðstæður leyfðu ekki mikil tilþrif í þeim efnum. Mér fannst þó að hluta góð spænsk stemmning í Ást Don Perlimplíns til Belísu í garði hans. Frá æfingu á einum þætti eftir Jóhannes Kjarval PAITEIGnfllMA VITAITIG 15, .1.26020,96065. Þverbrekka 2ja herb. falleg íbúð, 55 fm. Verö 1550þús. Bollagata 2ja herb. íbúð, 45 fm. Sérinng. Verð 1250 þús. Laugavegur — steínhús 2jaherb.íb.,60fm. Verð 1550 þ. Kjarrhólmi 3ja herb. íbúö, 90 fm. Fallegt útsýni. Þvottahús á hæðinni. Verð 1950 þús. Sörlaskjól 3ja herb. íbúð, 85 fm. Sérinng. Góður garður. Verð 1850 þús. Sæviðarsund 3ja herb. íbúð, 90 fm, auk herb. i kjallara. Glæsileg íbúö. Suöur- svalir. Verð 2.650 þús. Blöndubakki 4ra herb. íbúð, 110 fm, auk herb. í kjallara. Suðursvalir. Verö 2.250-2.300 þús. Eyjabakki 4ra herb. íbúð, 110 fm, laus. Verö2,3millj. Goðheimar 5 herb. falleg íb., 140 fm, sérinng. Bílsk. Verö 3.500-3.550 þús. Kaplaskjólsvegur 4ra-5 herb. íbúöá2hæðum, 120 fm, suðursvalir. Verö 2.450 þús. Fjöldi annarra eigna á söiuskrá. Bergur Oliveraaon hdl., Gunnar Gunnaraaon ha: 77410. „Allt bendir til að vaktavinnufólkið í lögreglunni sé skammlífara en aðrir“ — segir Einar Bjarnason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur „Það hefur lengi verið okkar skoðun að vaktavinnufólkið í lögregl- unni sé skammlífara en annað fólk í landinu," sagði Einar Bjarnason, formaður Lögreglufélags Reykjavík- ur, í samtali við Morgunblaðið en hann ásamt þeim Ólafi Guðmunds- syni og Bjarka Elíassyni eru um þessar mundir að vinna að úttekt á lífslíkum vaktavinnufólks innan lögreglunnar í Reykjavík. „Okkur sýnist að mismunurinn hlaupi á nokkrum árum hvað varð- ar meðalaldur lögreglumanna annars vegar og annarra íslenskra karlmanna hinsvegar, sem eru 74 ár. Slíkar kannanir hafa verið framkvæmdar víða erlendis. Þær eru allar erfiðar viðfangs en lík- lega er ísland einna best fallið til að gera slíkar kannanir að því leyti að auðveldast er að ná til alls þess fólks sem þarf. Þeir félagar útbúa spjaldskrár yfir alla þá lögreglu- menn sem starfað hafa í lögregl- unni í Reykjavík í fimm ár eða lengur allt til ársins 1946. Eftir b c V) 'C0.C Í2g s! WCO 14 síðna myndskreytt söluskrá nóvember- mánaðar þeirra starf tekur tryggingarfræð- ingur við og túlkar niðurstöður nánar." Á þessu ári hafa 33 menn sagt upp störfum af 240 lögregluþjón- um sem starfandi eru í Reykjavík. Tuttugu og fjórir af þeim hafa farið í önnur óskyld störf, sem eru 10% af mannaflanum. Illa hefur gengið að ráða nýja menn í þeirra stað. Einar sagði að orsakir fyrir svo miklu hruni væri m.a. óánægja með fastakaúp, slæmur vinnutími og eins fyndu lögregluþjónar visst tilgangsleysi með störfum sínum viðvíkjandi dómskerfinu. „Lög- reglumennirnir eru sífellt að hand- taka sömu afbrotamennina. Við finnum að við getum ekki veitt almenningi þá vernd sem hann hlýtur að eiga rétt á. Afbrotamað- urinn er hinsvegar nær ofverndað- ur þrátt fyrir sífelld afbrot. Hann er saklaus þangað til búið er að dæma í máli hans og er dómskerfið okkar alls ekki þekkt fyrir fljót- virkni. Hinsvegar er lítið hugsað um þau fórnarlömb sem verða á vegi hans þann tíma sem hann gengur laus og eru algjörlega varn- arlaus úti á götu ef síbrotamenn eru annars vegar. Lögreglan er í raun að bregðast sínum skyldum gagnvart fólki sem ráðist er á og þetta finna lögreglumenn auðvit- að. Það er engin allsherjarlausn að loka menn inni en þessa hættulegu síbrotamenn - árásarmenn, fíkni- efnasalar og svo ég tali nú ekki um nauðgara - verður að taka úr umferð. Meiri hraða þarf í dóms- kerfið svo að ekki sé verið að loka menn inni jafnvel eftir að þeir eru búnir að bæta ráð sitt. Ég viður- kenni ekki fangelsið sem hefnd en líklega þarf að breyta lögum í landinu til að bæta ástandið hér.“ Hægt væri að hækka fastakaup og næturvinnuálag lögreglumanna um fjóra launaflokka án þess að ríkið tapaði á því miðað við núver- andi ástand, að sögn Einars. Samkvæmt upplýsingum dóms- málaráðuneytisins kostar yfir hálfa milljón að þjálfa upp einn lögregluþjón. Því myndi kosta yfir 12 milljónir að mennta 24 menn — sama fjölda og sagði upp störfum á árinu. Kostnaðurinn er því sambærilegur því að hækka alla lögregluþjóna í Reykjavík um fjóra launaflokka. Að meðaltali munar rúmlega 1.000 krónum á milli flokka með næturvaktaálagi og Miklaholtehreppur: Vegaskemmdir í veðurham Borg í MiklaholUthreppi, 20. október. í ÞEIM mikla veóurham sem hér hefur blásið meó stuttu millibili hafa sem betur fer ekki orðið teljandi skaðar. Þó skal þess getið að vega- skemmdir hafa orðið af völdum þessa veðurhams. Fyrir nokkrum árum var sett bundið slitlag á vegarkafla í Kol- beinsstaðahreppi. í þessum veður- ham hefur klæðning sums staðar fokið burt og þá koma fljótt holur í veginn. Á nokkrum stöðum hefur klæðningin sópast burtu. Nú er búið að taka nýju brýrnar af Fáskrúð og Laxá í notkun. Er nú verið að hækka veginn frá Fá- skrúð að Kleifá, því á næsta ári er áformað að setja bundið slitlag á þennan vegarkafla. Einar Bjarnason, formaður Lögregln- félags Reykjavíkur. kostar hækkun eins launaflokks ríkið því um þrjár milljónir króna. „Þó má draga viss mörk viðvíkj- andi skammlífi lögreglumanna- Svo virðist að lögreglumenn sem hætta áður en þeir komast yfir miðjan aldur séu betur á vegi staddir en þeir sem hætta á efri árum. Slíkar kannanir hafa verið gerðar víða erlendis og benda þær til að vaktavinnufólk verði skammlífara en annað fólk. Erfitt hefur þó reynst að sanna það fylli- lega enda hefur fólk frekar dregið sig frá vaktavinnustörfum þegar það eldist." Einar sagði að lögreglustéttin væri sú stétt í landi sem ynni hvað mesta yfirvinnu og þá helst á næturnar. Hinsvegar kvaðst Einar ekki vilja bera lögreglustéttina saman við sjómannsstéttina. „Ég hef sjálfur verið á sjó og öfunda sjómenn ekki. Engin stétt í landi getur borið sig saman við sjó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.