Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Guðmundur skip- herra Kjærnested Síðara bindi minninga komið út BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlygur hefur gefið út síðara bindi æviminn- inga Guðmundar Kjærnested skip- herra, skráða af Sveini Sæmunds- syni. Fyrra bindið kom út fyrir síð- ustu jól og varð metsölubók. I seinna bindinu eru 140 ljós- myndir á 56 blaðsíðum er varpa skýru ljósi á þau hatrömmu átök sem Guðmundur segir frá í bók Á bókarkápu segir m.a.: „Þetta er saga hatrammra átaka, tauga- stríðs og ofbeldisverka; saga um harðfylgi og þrautseigju íslenskra varðskipsmanna og óumdeildan foringja þeirra í baráttunni við ofurefli, sem að lokum laut í lægra haldi. Sveinn Sæmundsson skráir sögu Guðmundar skipherra og barátt- unnar við breska ljónið sem náði hámarki er herskip reyndi að sökkva varðskipinu Tý. Breskir útgerðarmenn kröfðust þess að Guðmundur yrði rekinn í land og herskipamenn óttuðust hann og hötuðu. „Við erum ekki stríðsmenn," sagði Guðmundur, „en þegar ráðist er á okkur með ofbeldi legg ég allt í sölurnar til að verja sjálfstæði íslands." Bókin Guðmundur skipherra Kjærnested er 280 blaðsíður. 1 henni er ítarleg nafnaskrá yfir alla þá sem koma við sögu. Bókin er sett og prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arnarfelli hf. Sigurþór Jakob- sson hannaði kápuna. Reykjavík tíma“ 99 fyrri Bækur Árna Óla í endurútgáfu ÚT er komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá í Hafnarfirði, Reykjavík fyrri tíma II eftir Árna Óla. Þetta er annað bindið í endurútgáfu Reykjavíkurbóka hans, en þær voru sex að tölu. Þessi nýja útgáfa Reykja- víkurbókanna verður í þremur bind- um, þ.e. tvær bækur í hverju bindi. Fyrsta bindið kom út í fyrra, en í því'voru Fortíð Reykjavíkur og Gamla Reykjavík. í öðru bindinu, sem nú er að koma út, eru Skuggsjá Reykjavíkur og Horft á Reykjavík. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Reykjavíkurbækur Árna óla hafa að geyma geysilega mikinn fróðleik um Reykjavík fyrri tíma, um persónur, stofnanir og staði, en í þessu bindi eru hátt í hundrað gamalla mynda frá þessum tíma, m.a. nokkrar myndir af málverk- um Jóns Helgasonar biskups. Saga og sögustaðir verða ríkir af lífi og frá síðum bókanna gefur sýn til fortíðar og framtíðar. Nútíma- maðurinn öðlast nýjan skilning á höfuðborg landsins og forverun- um, sem Reykjavík byggðu. 011 er útgáfan hin vandaðasta, svo sem vera ber. Sigurður Bjarnason frá Vigur, sem var um langt árabil náinn vinur og samstarfsmaður Árna Óla á Morgunblaðinu, skrifar formála fyrir þessari nýju útgáfu, er birtist í fyrsta bindinu. Þar segir hann m.a.: „ ... íslenzka þjóðin og þá ekki sízt íbúar Reykjavíkur eiga honum mikið að þakka. Þessi mikilhæfi fræðimaður var alla sína ævi að grafa upp alþýðlegan fróðleik. Ég hefi leyft mér að staðhæfa: Hann var hógværastur allra, leitaði ávallt sannleikans að fomu og nýju.“ Reykjavík fyrri tíma II er 582 bls. í stóru broti. Káputeikningu gerði Böðvar Leós. Stjórn og varastjórn Gamla miðbæjarins. Frá vinstri Guðni Pálsson arkitekt, Jafet Ólafsson, SÍS, Sigurður Steinþórsson, Gulli og silfri, Haukur Gunnarsson, Rammagerðinni, Benedikt Geirsson, SPRON, Edda Ólafs- dóttir, lögfræðingur, Bolli Kristinsson, versiuninni Sautján, Guðlaugur Bergmann, Karnabæ, Helga Bachmann, Þjóðleikhúsinu, Skúli Jóhannesson, Tékk-kristal, Ásgeir Ásgeisson, Kúnígúnd, Baldvin Jónsson, Morgun- blaðinu, Ásgeir Hannes Eiríksson, Pylsuvagninum, Páli Bragi Kristjónsson, Skrifstofuvélum, Jón Hjaltason, Óðali, Einar Óskarsson, Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, og Guðmundur Sigmundsson, Bókabúð Braga. Á myndina vantar Garðar Kjartansson, Sportvali og Bikarnum, Pétur Arason, ACO, og Einar Högnason, Skó- verslun Axels Ó. Gamli miðbærinn stærsti stórmarkaður landsins — segir Guðlaugur Bergmann formaður fram- kvæmdastjórnar félagsins Gamli miðbærinn FÉLAG um gamla miðbæinn var stofnað í síðustu viku. Nýkjörin stjórn félagsins kom saman síðast- liðinn þriðjudag og kaus eftirtalda menn til trúnaðarstarfa og um leið í framkvæmdastjórn. Guðlaugur Bergmann var kjörinn formaður, Skúli Jóhannesson varaformaður, Ásgeir Hannes Eiríksson ritari, Bolli Kristinsson gjaldkeri. Fulltrúi í framkvæmdastjórn er Jón Hjalta- son og framkvæmdastjóri var ráð- inn Sigurður V. Kolbeinsson. „Ákveðið var að láta nokkur verkefni félagsins hafa forgang fram til jóla,“ sagði Guðlaugur Bergmann. „Mikil þörf er á að benda fólki á þau bílastæði sem fyrir hendi eru í miðbænum. Ákveðið hefur verið að auglýsa hvar þessi bílastæði eru. Á sama hátt verður akstur inn og út úr miðbænum athugaður. Félagið mun athuga í samráði við borgaryfirvöld hvort hægt væri að fá strætisvagn sem ganga mundi um gamla mið- bæinn og þá sérstaklega til og frá bílastæðum. Þá var rætt um að auglýsa umfang gamla mið- bæjarins. Hann er ótvírætt Sigurður K. Kolbeinsson kvæmdastjóri. fram- stærsti stórmarkaður landsins - miðstöð allra landsmanna. í desember verða skipulagðar ýmsar uppákomur á hinum ýmsu stöðum í miðbænum. Opnunar- tími verslana verður skipulagður í samræmi við samkeppnisaðila utan svæðisins, svo sem ýmsa stórmarkaði. Við munum hvetja forráðamenn verslana til að hafa opið til klukkan 16 á laugardög- um. Einnig var rætt um að hefja viðræður við Póst og síma um opnunartíma pósthúsa í gamla miðbænum fram til jóla. Mörg fleiri mál voru rædd, enda mikill hugur í stjórnarmönnum," sagði Guðlaugur Bergmann. Stjórnin tók ákvörðum um að félagsmenn greiddu ársgjald fyrir tímabilið 1. desember 1985 til 1. desember 1986, kr. 3000.-, nema þeir sem eiga bæði húsnæði og reka fyrirtæki, þeir greiði þá tvöfalt gjald. Félagsmenn eru eigendur húsnæðis, verslunar- og þjónustuaðilar, stofnanir ríkis og borgar, félagasamtök og íbúa- samtök. Sérsamningar verða gerðir við stofnanir og stærri fyrirtæki. Mikill fjöldi verslana og þjón- ustufyrirtækja eru aðilar að fé- laginu. Svo dæmi sé tekið eru á þessu svæði yfir 100 verslanir sem selja fatnað fyrir börn og fullorðna og eru þar með taldar svokallaðar tískuverslanir. Þá eru þarna 16 ferðaskrifstofur og 30 hárgreiðslu- og rakarastofur svo eitthvað sé nefnt. Samtals vinna um 6000 manns hjá fyrir- tækjum í gamla miðbænum. Skýrsla um hugsanlega þátttöku íslands í umræðu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd: Til meðferðar í utanríkismála- nefnd sem uppkast og trúnaðarmál STARFSMENN utanríkisráðuneytisins hafa að beiðni utanríkismálanefndar Alþingis tekið saman drög að skýrslu um hugsanlega þátttöku íslands í umræðu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. „Drögin hafa verið lögð fyrir nefndina og eru þar til meðferðar sem uppkast og sem trúnaðar- mál,“ segir Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður. Árni Óla I vor samþykkti Alþingi þings- ályktunartillögu um stefnu íslend- inga í afvopnunarmálum, þar sem utanríkismálanefnd var m.a. falið „að kanna í samráðí við utanríkis- ráðherra hugsanlega þátttöku ís- lands í frekari umræðu um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum." Var nefndinni falið að skila um það áliti til Alþingis fyrir 15. nóvember 1985. Birgir ísleifur Gunnarsson seg- ir, að hér sé um umfangsmikið mál að ræða og utanríkismála- nefnd telji sig þurfa meiri tíma til að vinna að endanlegri gerð skýrsl- unnar. „Það verður fljótlega rætt í nefndinni, hvernig ganga á frá skýrslunni," sagði hann. Dagana 29. og 30. nóvember verður haldin í Kaupmannahöfn ráðstefna um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Að sögn Birgis Isleifs standa að henni óformleg samtök stjórnmálaflokkanna á Norður- löndum. „Það er ekki meiningin að gera neinar samþykktir á þess- ari ráðstefnu,“ sagði hann. „Hug- myndin er sú, að skiptast á upplýs- ingum og kannski að reyna að afmarka ágreining sem kann að vera fyrir hendi á milli einstakra landa og stjórnmálaflokka." Fulltrúar íslensku stjórnmála- flokkanna verða Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismála- nefndar, og alþingismennirnir Birgir ísleifur Gunnarsson, ólafur G. Einarsson, Ingvar Gíslason, Jón Baldvin Hannibalsson, Guðrún Agnarsdóttir, Kristín Kvaran og Svavar Gestsson. © INNLENT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.