Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 25
■ f.TN:í/( ;í ítf-7/.íí JT&.Vf .díÖÁ im Joaolií MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 1'^ 25 Gústaf Níelsson skipaður skrif- stofustjóri ÁTVR — Þór Oddgeirsson sölustjóri og Bjami Þorsteinsson útsölustjóri í Kringlumýri Fjármálaráðherra hefur skipad Gústaf Níelsson sagnfræðing í stöðu skrifstofustjóra Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins frá næstu áramót- um en þá lætur Ragnar Jónsson af störfum vegna aldurs. Jafnframt verða gerðar breytingar á starfssviði skrifstofustjóra og hluti af vérkefn- unum sett undir stjórn sölustjóra. Hefur Þór Oddgeirsson lögg. endur- skoðandi verið settur í starf sölu- stjóra. Umsóknarfrestur um skrifstofu- stjórastarfið rann út 20. október. Umsækjendur voru fjórir, Gústaf, sem er settur fulltrúi skrifstofu- stjóra ÁTVR, Þór Oddgeirsson, Björn Stefánsson fyrrverandi skrifstofustjóri og einn sem óskaði nafnleyndar. Staða sölustjóra er ný, eins og áður segir, og hefur hún verið auglýst laus til umsókn- ar en Þór Oddgeirsson settur í hana. Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu sagði að meðal verkefna sölustjóra væri að hafa umsjón með allri vörusölu, innheimtu, birgðabók- haldi og vörutalningum og útsölum ÁTVR. Þá væri gert ráð fyrir að sölustjóri geti verið staðgengill forstjóra en áður var það bundið að skrifstofustjóri skuli vera stað- gengill forstjóra. Undir skrifstofu- stjóra heyrir eftir sem áður um- sjón skrifstofu, starfsmannamál, greiðslur, bókhald og fleira. Fjármálaráðherra hefur skipað Bjarna Þorsteinsson, sem haft hefur umsjón með útsölum ÁTVR en var áður útsölustjóri á Seyðis- firði og í Keflavík, í starf útibús- stjóra væntanlegrar útsölu ÁTVR í Hagkaupshúsinu í Kringlumýri. Sjö aðrir sóttu um starfið: Birgir Stefánsson útsölustjóri, Erlingur ólafsson, útsölustjóri, Einar Ól- afsson útsölustjóri, Guðmundur Einarsson ökukennari, Pálmi Ein- arsson varaútsölustjóri, Steinunn Friðriksdóttir, skrifstofumaður og Sverrir Valdimarsson varaútsölu- stjóri. Höskuldur sagði að Bjarna væri ætlað að undirbúa opnun út- sölunnar. Hann færi m.a. til Finn- lands til að kynna sér sjálfsaf- greiðsluverslanir, en nýja verslun- in verður með því sniði. Ungirframbjóðendurí Valhöll Heimdallur efndi til kynningarkvölds sl. föstudagskvöld með ungum frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins vegna borgarstjórnarkosninganna á næsta ári. Þrátt fyrir slæmt veður var góð mæting og stemning í ungu fólki. Á myndinni eru frá vinstri: Baldvin Einarsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Kristín Sigtryggsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Árni Sigfússon og Anna K. Jónsdóttir. Marinó L. Stefánsson Barnasaga eftir Marinó L. Stefánsson SIGGI á Grund nefnist saga fyrir börn eftir Marinó L. Stefánsson, sem Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út. Þetta er þriðja bók Marinós. Fyrri bækur hans eru manni litli í Sólhlíð og Strákarnir sem struku til Skotlands. Á bókarkápu nýju bókarinnar segir: „Þessi nýja bók Marinós, Siggi á Grund, fjallar um gamla tímann, þegar enn var fært frá og Siggi, sem er ekki nema 8 ára þegar sagan hefst, er látinn vaka yfir vellinum á næturnar og passa að kindur og hross fari ekki í tún- ið, sem var ógirt. í þessari bók lýsir Marinó sveitalífinu eins og það var fyrri hluta þessarar aldar og er það holl og góð lesning fyrir börn, sem eru að alast upp í dag. Siggi lendir í ýmsum ævintýrum og er sagan bráðskemmtileg og spennandi." Siggi á Grund er 92 blaðsíður. Kristinn G. Jóhannsson teiknaði kápu og myndir. Bókin var unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK DAGANA 24. OG 25. NÓV. 1985 GUTTORMUR P. EINARSSON forstjóri Tryggjum athafnamanninum Guttormi P. Einarssyni fullgilt sœti í borgarstjórn með góðri kosningu í prófkjörinu um helgina. Við teljum að reynsla hans ogfyrri störfí atvinnulífinu viðhaldi þeirri breidd sem jafnan hefur einkennt fulltrúa Sjálfstœðisflokksins. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa: Ármúla 21. Sími 82888. Uurfaf ^....^,oK;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.