Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 25

Morgunblaðið - 22.11.1985, Side 25
■ f.TN:í/( ;í ítf-7/.íí JT&.Vf .díÖÁ im Joaolií MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 1'^ 25 Gústaf Níelsson skipaður skrif- stofustjóri ÁTVR — Þór Oddgeirsson sölustjóri og Bjami Þorsteinsson útsölustjóri í Kringlumýri Fjármálaráðherra hefur skipad Gústaf Níelsson sagnfræðing í stöðu skrifstofustjóra Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins frá næstu áramót- um en þá lætur Ragnar Jónsson af störfum vegna aldurs. Jafnframt verða gerðar breytingar á starfssviði skrifstofustjóra og hluti af vérkefn- unum sett undir stjórn sölustjóra. Hefur Þór Oddgeirsson lögg. endur- skoðandi verið settur í starf sölu- stjóra. Umsóknarfrestur um skrifstofu- stjórastarfið rann út 20. október. Umsækjendur voru fjórir, Gústaf, sem er settur fulltrúi skrifstofu- stjóra ÁTVR, Þór Oddgeirsson, Björn Stefánsson fyrrverandi skrifstofustjóri og einn sem óskaði nafnleyndar. Staða sölustjóra er ný, eins og áður segir, og hefur hún verið auglýst laus til umsókn- ar en Þór Oddgeirsson settur í hana. Höskuldur Jónsson ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu sagði að meðal verkefna sölustjóra væri að hafa umsjón með allri vörusölu, innheimtu, birgðabók- haldi og vörutalningum og útsölum ÁTVR. Þá væri gert ráð fyrir að sölustjóri geti verið staðgengill forstjóra en áður var það bundið að skrifstofustjóri skuli vera stað- gengill forstjóra. Undir skrifstofu- stjóra heyrir eftir sem áður um- sjón skrifstofu, starfsmannamál, greiðslur, bókhald og fleira. Fjármálaráðherra hefur skipað Bjarna Þorsteinsson, sem haft hefur umsjón með útsölum ÁTVR en var áður útsölustjóri á Seyðis- firði og í Keflavík, í starf útibús- stjóra væntanlegrar útsölu ÁTVR í Hagkaupshúsinu í Kringlumýri. Sjö aðrir sóttu um starfið: Birgir Stefánsson útsölustjóri, Erlingur ólafsson, útsölustjóri, Einar Ól- afsson útsölustjóri, Guðmundur Einarsson ökukennari, Pálmi Ein- arsson varaútsölustjóri, Steinunn Friðriksdóttir, skrifstofumaður og Sverrir Valdimarsson varaútsölu- stjóri. Höskuldur sagði að Bjarna væri ætlað að undirbúa opnun út- sölunnar. Hann færi m.a. til Finn- lands til að kynna sér sjálfsaf- greiðsluverslanir, en nýja verslun- in verður með því sniði. Ungirframbjóðendurí Valhöll Heimdallur efndi til kynningarkvölds sl. föstudagskvöld með ungum frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins vegna borgarstjórnarkosninganna á næsta ári. Þrátt fyrir slæmt veður var góð mæting og stemning í ungu fólki. Á myndinni eru frá vinstri: Baldvin Einarsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Kristín Sigtryggsdóttir, Sólveig Pétursdóttir, Árni Sigfússon og Anna K. Jónsdóttir. Marinó L. Stefánsson Barnasaga eftir Marinó L. Stefánsson SIGGI á Grund nefnist saga fyrir börn eftir Marinó L. Stefánsson, sem Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út. Þetta er þriðja bók Marinós. Fyrri bækur hans eru manni litli í Sólhlíð og Strákarnir sem struku til Skotlands. Á bókarkápu nýju bókarinnar segir: „Þessi nýja bók Marinós, Siggi á Grund, fjallar um gamla tímann, þegar enn var fært frá og Siggi, sem er ekki nema 8 ára þegar sagan hefst, er látinn vaka yfir vellinum á næturnar og passa að kindur og hross fari ekki í tún- ið, sem var ógirt. í þessari bók lýsir Marinó sveitalífinu eins og það var fyrri hluta þessarar aldar og er það holl og góð lesning fyrir börn, sem eru að alast upp í dag. Siggi lendir í ýmsum ævintýrum og er sagan bráðskemmtileg og spennandi." Siggi á Grund er 92 blaðsíður. Kristinn G. Jóhannsson teiknaði kápu og myndir. Bókin var unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK DAGANA 24. OG 25. NÓV. 1985 GUTTORMUR P. EINARSSON forstjóri Tryggjum athafnamanninum Guttormi P. Einarssyni fullgilt sœti í borgarstjórn með góðri kosningu í prófkjörinu um helgina. Við teljum að reynsla hans ogfyrri störfí atvinnulífinu viðhaldi þeirri breidd sem jafnan hefur einkennt fulltrúa Sjálfstœðisflokksins. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa: Ármúla 21. Sími 82888. Uurfaf ^....^,oK;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.