Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAPIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Er Mengele á lífi? Morgunblaðið/AP Kona sem var fangi í Auschwitz-fangabúðunum á tímum síðari heimstyrjaldarinnar, segist hafa séð hinn illræmda stríðsglæpamann Josef Mengele, ári eftir að hann var sagður hafa látist í Brasilíu. Myndin er tekin á ráðstefnu sem fórnarlömb nasista efndu til, til að rannsaka hvort fregnir um lát Mengele væru á rökum reistar. 6 menn bíða bana í átökum í S-Afríku Jóhanne.sarborg, 21. nóvember. AP. ALLT AÐ 50.000 manns tóku þátt í. óeirðum í borgarhverfi svartra í Mamelodi í gær. Að minnsta kosti sex manns biðu bana. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælafólksins. Lögreglan hóf skothríð á fólkið er það varð ekki við beiðni um að hætta aðgerðum og hverfa til heimila sinna. Kveðst lögreglan hafa banað einni blakkri konu er hópur fólks réðst með grjótkasti að lögreglubifreið, en blaðið Star í Jóhannesarborg segir lögregluna hafa skotið sex manns til bana. Heimildir herma að lögreglan hafi árangurslaust reynt að dreifa mannfjöldanum með því að nota táragas. Segir að í hópnum hafi verið ungir sem aldnir, konur og börn. Af opinberri hálfu er sagt að sumir hinna látnu hafi líklegast troðist undir í ólátunum. Winnie Mandela, eiginkona blökkumannaleiðtogans . Nelson Mandela, heimsótti mann sinn í fangelsi í gær. Hún kvaðst ekki geta 'staðfest þann orðróm að Nelson kynni að verða látinn laus mjögfljótlega. Bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar í Datimörku: Kosningaúrslit- in áminning fyrir ríkisstjórnina Kaupmannahöfn, 21. nóvember. Frá fréttaritara Morgunbladsins, Ib Björnbak. Kosningaúrslitin í bæjar- og sveitarstjórnakosningunum eru áminning til stjórnarinnar. Stjórnarflokkarnir, íhaldsflokkurinn og Venstre komu að vísu vel út úr kosningunum en allir hljóta þó að viðurkenna að sigurvegari kosninganna er Sósíalíski þjóðarflokkurinn. Hann fékk 10 prósent atkvæða og jók fylgi sitt um 4 prósentustig. II Ihaldsflokkurinn hlaut 20 pró- sent atkvæða og bætti við sig 3,5 prósentustigum en Venstre 17,6 og tapaði 1,5 prósentustigum. Það er því ekki mikil hætta á úrslitin hafi áhrif á stjórnarsamstarf flokkanna. Litlu stjórnarflokkarn- ir tveir, Miðdemókratar og Kristi- legi þjóðarflokkurinn, urðu báðir að sætta sig við nokkuð fylgistap. Jafnaðarmannaflokkurinn fékk 36,2 prósent atkvæða í kosningun- um og bætti við sig 0,4 prósentu- stiga fylgi. Anker Jörgensen for- maður flokksins hefur gefið í skyn að þessi fylgisaukning skapi nýja möguleika í dönskum stjórnmál- um. Hann hefur þó afneitað löng- um samningaviðræðum við Sósíal- íska þjóðarflokkinn en lagt áherslu á að flokkarnir verði að ná sam- komulagi í einstökum málum. Innanríkisráðherrann, Britta Schall Hollberg, hefur sagt að úr- slitin séu áfall fyrir stjórnarstefn- una en erfitt er að finna rökstuðn- ing fyrir þeirri yfirlýsingu. Fjár- málaráðherrann, Palle Simonsen, hefur einnig sagt að kosningasigur Sósíalska þjóðarflokksins sé var- hugaverður og telur hann hættu- merki í dönskum stjórnmáium. Við þetta bætist að Græningjar hafa í fyrsta sinn hlotið umtals- ' Sovétríkin: Geimfarar snúa heim Moskvu, 21. nóvember. AP. ÞRÍR sovéskir geimfarar sneru í dag til jarðar vegna veikinda eins þeirra. Skýrði Tass-fréttastofan svo frá. Sá sem veiktist var leiðangurs- stjórinn, Vladimir Vasyutin, og sögðu læknar, sem skoðuðu hann á lendingarstað í Kazakstan að líðan hans væri „sæmileg". Ekki hefði þó verið um að villast, að hann þyrfti á sjúkrahúsvist að halda. Geimfararnir höfðu verið um borð í Soyuz-geimfarinu frá 17. september sl. vert fylgi, 2,6 prósent, sem hefði dugað þeim til að koma manni á þing ef um þingkosningar hefði verið að ræða. Ekki er enn ljóst hvernig Græningjar munu nota þetta fylgi sitt en flest bendir til að þeir muni skipa sér á vinstri væng í dönskum stjórnmálum. Mikið fylgishrun varð hjá Fram- faraflokknum í kosningunum. Af 25 fulltrúum, sem flokkurinn hafði í stjórnum amtanna, eru aðeins 2 eftir og er flokkurinn þar með úr sögunni í dönskum stjórnmálum. SvíþjóÖ: Stjórnin vill lög- leiða notkun bíl- belta í aftursætum Stokkhólmi, 21. nóvember. Frá Erik Liden fréttaritara Morgunblaó.sin.s. SÆNSKA stjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp um notkun bílbelta í öllum sætum bifrejöa. Tilgangurinn er að draga úr slysahættu í umferð- innL ^TáWrumvarpið fram að ganga verður skylda'að nota bílbelti í aftursætum, og mun það einnig ná til t.d. Islendinga, sem tækju bifreiðienar með sér í sumarleyfi til Svíþjóðar. Jafnframt skyldar frumvarpið eigendur bifreiða, sem smíðaðar eru eftir 1967, að búa bíla sína viðurkenndum bílbeltum. Komið hefur í ljós að farþegar í aftursætum eru tregir til að nota bílbelti enda þótt þau séu fyrir hendi. Samkvæmt nýrri athugun notuðu aðeins 15% fullorðinna aftursætisbílbelti. Notkun bílbelta í framsæti er hins vegar öllu betri, eða80%. ÞU LEGGUR AFSTAi í flugferð er ströngum öryggisreglum fylgt og öll siglingatæki yfirfarin og kannað hvort þau eru (fullkomnu lagi. Einnig er öllum farþegum bent á hvar björgunarvesti og gúmmíbjörgunarbátar eru geymd. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. OryggismAlanefnd sjómanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.