Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 11 Katrínu í annað sæti — Sjálfstæðisflokksins vegna — eftirÁslaugu Ragnars Hvarð var til ráða? Átti að láta „hinn almenna flokksmann" ráða listanum, birta hann eins og hann kom fyrir af skepnunni og iáta svo bara ráðast hvernig hann félli kjósendum í geð? Nei, það var ekki vogandi. Sem betur fer hafði kjör- nefnd hugrekki til að taka af skar- ið. Til þess er hún líka. Tvær efstu konur í prófkjörinu voru færðar upp á listanum og síðan var leitað um allan bæ að konu sem væri nógu sterkur frambjóðandi i bar- áttusætið. Þetta var djörf ákvörðun af hálfu kjörnefndar en það kom í ljós að hún var rétt. Konan í bar- áttusætinu skilaði því sem henni var ætlað, meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn Reykja- víkur. Konan í baráttusætinu var Katrín Fjeldsted læknir. Sakir mannkosta, hæfni, dugnaðar og víðtækrar reynslu er hún einhver nýtasti borgarfulltrúinn í þeim hópi sem ræður ráðum Reykvík- inga á yfirstandandi kjörtímabili. Þvílíkt traust hefur hún áunnið sér á stuttum stjórnmálaferli að fáum ef nokkrum blandast hugur um að í prófkjörinu sé hún sterkasti kvenframbjóðandinn og eina kon- an sem eigi möguleika á því að komast í annað sæti á borgar- stjórnarlistanum. Með Katrínu Fjeldsted í öðru sæti á borgarstjórnarlistanum endurspeglar Sjálfstæðisflokkur- inn jafnrétti sem er annað og meira en orðin tóm. Það er nauð- synlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Katrín Fjeldsted verði í öðru sæti í því prófkjöri sem stendur fyrir dyrum og það er ekki síður Stykkishólmur: Nóg að gera við að ausa og þurrka upp vatnið StvkkiNholnn, 18. nóvember. SL. FÖSTUDAG geisaði hér ofsaveð- ur og má mildi kallast að ekkert verulegt tjón hlaust af. Á tímabili var veðurofsinn svo mikill að fólk réð sér ekki á götunni og bflar hreyfðust verulega og varð að aka með gætni. Það voru helst girðingar, skilti, pallar og laust timbur sem skemmdust í veðrinu. Inn um glugga streymdi regnið og er vitað um nokkra sem höfðu nóg að gera við að ausa og þurrka upp vatnið og verja innbú og gólfteppi skemmdum. f fyrradag lægði veðrið heldur, en seinna um kvöldið sótti í sama horfið. Skipst hafa á regn og él. Stundum er jörðin hvít og stund- um snjólaus. Snjórinn bæði vex og minnkar í fjöllunum. Erfiðara hefir verið að ferðast en áður og margir hætt við, en fjallið hefir verið fært og smábílar ekki látið aftra sér og rútan heldur sína áætlun þrátt fyrir allt. Sumir velta því fyrir sér að ef öll þessi rigning sem dunið hefir undanfarið hefði verið sjókoma, hve háir skaflar væru þá hér til að moka eða klofast yfir. En frost hafa ekki verið mikil og er það bót í máli. f i Atvinna hefir verið hér næg. Ekki heyrist annað. Klúbbarnir og j félögin hafa byrjað vetrarstarfið og svo er verið að æfa leikrit. t Lúðrasveitin æfir og Tónlistar- ðkólinn lætur til sín taka. Sem .sagt, það er gróska í félags- og menningarlífi hér um þessar mundir. í þessum samtökum. Samt náði Kvennaframboðið nokkrum árangri og fékk kjörna tvo borgar- fulltrúa til uppfyllingar í þann sundurþykka hóp vinstra manna sem ráðið hafði Reykjavíkurborg undanfarið kjörtímabil, en varð nú að láta af hendi við lítinn orðs- tír. Fyrir byggðakosningar 1982 efndi Sjálfstæðisflokkurinn að vanda til prófkjörs. Þrátt fyrir Kvennaframboð og þrátt fyrir lát- laust jag um nauðsyn jafnréttis, nauðsyn aukinnar þátttöku kvenna í stjórnmálum og um „reynsluheim kvenna" urðu úrslit- in þau að einungis ein kona varð í níu efstu sætum í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningar 1982. „Þetta var djörf ákvörðun af hálfu kjör- nefndar en það kom í Ijós að hún var rétt. Konan í baráttusætinu skilaði því sem henni var ætlað, meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur.“ bjóða fram í borgarstjórnarkosn- ingum í Reykjavík. Það vildi borg- aralegum öflum til happs að það kom fram í dagsljósið í tæka tíð að vinstri konur voru allsráðandi Katrín Fjeldsted. Það var fyrir fjórum árum að konur voru búnar að fá nóg af tóm- læti stjórnmálaflokka og sáu sér ekki annað fært en ráðast í stofnun eigin stjórnmálasamtaka til að nauðsynlegt að fleiri hæfar og reyndar konur verði í efstu sætum. Sterkur borgarstjóri þarf að hafa sterkan framboðslista á bak við sig og sterkan borgarstjórnar- flokk þegar hann hefur hlotið nýtt umboð til að fara með stjórn Reykjavíkur. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn náði Reykjavík aftur úr höndum sundrungaraflanna í síð- ustu borgarstjórnarkosningum var Katrín Fjeldsted í baráttusæt- inu og án efa réð sú ráðstöfun miklu um farsæl kosningaúrslit. Það er mín skoðun að aldrei hafi verið úr svo glæsilegum hópi frambjóðenda í prófkjöri að velja sem nú og að aldrei hafi gefizt betra tækifæri til að velja saman sterkan lista. Það gera sjálfstæðis- menn með því að setja, allir sem einn, Davíð Oddsson í fyrsta sæti í prófkjörinu og Katrínu Fjeldsted í annað sæti. Katrín er jafnsjálfsögð í annað sætið og Davíð í fyrsta, Sjálfstæð- isflokksins vegna. Höfundur er rithöfundur og blaða- maður í Reykjavík. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA 24. OG 25. NÓV. 1985 VEGNA BORGARSTJÓRNARKOSNINGA í REYKJAVÍK1986 VILHJÁLMUR Þ.VILHJÁLMSSON Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, hefur víðtæka reynslu í meðferð borgarmála og glögga þekkingu á hagsmunamálum Reykvíkinga. Hann hefur í borgarstjórn Reykjavíkur unnið ötullega að stefnumálum Sjálfstæðisflokksins. LÁTUM VERKIN TALA Tryggjum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins Símanúmer stuðningsmanna að Suðurlandsbraut 14,3. hæð eru 81017 og 81047 VAL ÞITT NÚ SKIPTIR MÁLI Árni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.