Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1986 Nokkur orð um helstu úti- vistarsvæði Reykjavíkur — og átak við endurheimt gróðurs á mörkum byggðarinnar — eftir Hiddu Valtýsdóttur Reykvíkingar eiga því láni að fagna að lengstum hafa borgar- yfirvöld'rækt þá skyldu sína að varðveita óbyggð og opin svæði með vissu millibili innan borgar- markanna svo borgarbúar þurfi ekki að leita langt frá heimilum sínum til að njóta hollrar og góðr- ar útivistar. Sömuleiðis hafa verið friðuð stór og víðáttumikil svæði í nágrenni borgarinnar þar sem tækifæri gefst til að njóta óspilltr- ar náttúru og stunda alls konar íþróttir eða göngur. Má í því sambandi nefna Heiðmörk og Blá- fjallasvæðið en hið síðarnefnda var stofnað í samvinnu við ná- grannasveitarfélögin. Það er í verkahring umhverfis- málaráðs m.a. að standa vörð um varðveislu og uppbyggingu útivist- arsvæðanna innan borgarmark- anna og ég hygg að sjálfstæðis- menn hafi jafnan sýnt fullan skiln- ing á mikilvægi þessa. Töluverður misbrestur varð þó á í tíð vinstri- meirihlutans í Reykjavík á árun- um 1978-82, þegar sá meirihluti tók upp stefnu sem hét „þétting byggðar" og fól í sér að leggja áður varðveitt útivistarsvæði undir íbúðarbyggð. Að ósk fulltrúa Al- þýðubandalagsins í umhverfis- málaráði var gerð sérstök úttekt á vegum borgarskipulags á land- notkunarbreytingum á árunum 1974-84 með tilliti til þess á hvaða árum hefði verið gengið mest á útivistar- eða „græn svæði". Þá kom í ljós að á „vinstra“-tímabil- inu, nefnilega á árunum 1978-82, voru rúmir 74 ha lands, sem merkt var „grænt svæði" á skipulag- skorti, teknir undir íbúðir, at- vinnurekstur eða stofnanir. Síð- ustu árin, eða árin 1982-84, voru hins vegar aðeins teknir rúmlega 4 hektarar af grænu svæði til annarra nota en á sama tíma bættust 16 hektarar við hin grænu svæði. Gera má ráð fyrir að komandi kynslóðir hefðu kunnað okkur litl- ar þakkir ef þeirri stefnu hefði verið haidið áfram að virða þessa grænu reiti, sem sumir kalla „lungu stórborganna", að vettugi. Stóru útivistarsvæðin innan borgarmarkanna Eitt stærsta og fjölbreyttasta útivistarsvæði innan borgarinnar er Elliðaárdalurinn. Nýlega var tekin sú ákvörðun í borgarstjórn að fresta stofnun fólkvangs í Ell- iðaárdal sem hafði þó lengi verið unnið að og var frestunin ákveðin vegna þess að enn eru óljós atriði um yfirráðarétt á landi efst í daln- um. Mörk útivistarsvæðisins í Elliðaárdal eru þó ljós að því er „Það er í verkahring umhverfismálaráðs m.a. að standa vörð um varð- veislu og uppbyggingu útivistarsvæðanna innan borgarmarkanna og ég hygg að sjálfstæðismenn hafi jafnan sýnt fullan skilning á mikilvægi þessa.“ eignarrétt borgarinnar varðar um langstærsta hluta dalsins. í Elliðaárdalnum er stundað fjölbreytt útilíf og koma þar til bæði einstaklingar, félög og fé- lagasamtök, íþróttamenn, hesta- menn og stangveiðimenn að ógleymdum þeim fjölmörgu sem nota dalinn til gönguferða og til að njóta sólar á góðviðrisdögum í skógarlundum Elliðaárdalshólm- ans. Og við árósana hafa smábáta- eigendur aðstöðu. Vegna mikilvægis Elliðaárdals- ins sem eins helsta og markverð- asta útivistarsvæðis Reykvíkinga hafa verið samþykktar sérstakar reglur þar sem kveðið er á um hvernig umgengni þar skuli háttað og skipuð sérstök undirnefnd á vegum umhverfismálaráðs sem á að tryggja að þeim reglum sé fram- fylgt. I þeirri nefnd eiga sæti tveir fulltrúar frá umhverfismálaráði og borgarverkfræðingurinn f Reykjavík. Annað stórt útivistarsvæði og stöðugt vinsælla í Reykjavík er Öskjuhlíðin. Þar hefur Skógrækt- arfélag Reykjavíkur annast gróð- ursetningu um árabil af miklum dugnaði í vestanverðri hlíðinni á vegum borgarinnar. Þar er nú orðin gróin brekka og skjólgóð og þar sjá menn, sem muna urðina og grjótið þarna í hlíðinni á fyrri tíð, hverju er hægt að áorka um eflingu gróðurs þegar vel er að verki staðið. Skemmtilegir göngu- stígar liggja um þetta svæði þar sem hreyfir varla vind í skjóli trjánna þótt hann blási úti fyrir. Þetta nota æ fleiri borgarbúar sér og ganga þarna um hvort sem er að sumri eða vetri. Útivistarsvæð- ið f Öskjuhlíðinni mun síðan í framtíðinni tengjast óbeint fyrir- huguðu útivistarsvæði við Naut- hólsvíkina þar sem ýmis útivistar- aðstaða er á prjónunum auk þess sem aðstaða er þar fyrir siglingar. Á kolli Öskjuhlíðar standa yfir miklar framkvæmdir. Verið er að brjóta niður gömlu hitaveitu- geymana sem eiga að víkja sakir elli fyrir nýjum. En hugmyndir eru uppi um að ofan á þeim nýju verði komið fyrir veitingasal sem áreið- anlega mun bjóða upp á hið feg- ursta útsýni. Þá má ekki gleyma Laugardaln- um og fögrum trjágarðinum í hjarta hans. Þar er líka einn fjöl- skrúðugasti grasagarður á norður- hveli jarðar, garðyrkjustöð borg- arinnar, einn af skólagörðunum og í beinu framhaldi af þessum hluta kemur íþróttasvæðið og sundlaugarnar. Nú er verið að vinna að heildar- skipulagningu Laugardalsins en austasti hluti dalsins er ætlaður sem stofnanasvæði. Má því gera ráð fyrir byggingu í þeim hluta en meginhluti hins óbyggða og ófrá- gengna svæðis er hins vegar frá- tekinn samkvæmt samþykktri til- lögu borgarstjóra frá 6. des. 1984 um að þar skyldi komið upp sér- stöku útivistar- og hátíðarsvæði í tilefni 200 ára afmælis Reykjavík- urborgar á næsta ári. Laugardalurinn er feikilega fjölsóttur. Á góðviðrisdögum sækja þangað þúsundir manna, yngri sem eldri, til að njóta útiveru í þessum skjólgóða og gróðursæla reit. Ný áhersluatriði í rækt- un og uppgræðslu Það skal viðurkennt að þótt út- sýni sé víða fagurt í Reykjavík þá er það staðreynsd að við hin næstu útmörk borgarinnar er gróður afar illa farinn, víðast blásnir melar og rofabörð. Hólmsheiðin hér rétt austan við Rauðavatn er þar engin undantekning, en þar er þó fjöl- breytt landslag með hæðum og dalverpum. Á vegum borgarinnar er nú verið að vinna að undir- búningi og skipulagningu ræktun- ar í megindráttum á þessu svæði og er þar átt við skógrækt, upp- græðslu og lagfæringu á spilltu landi eftir því sem við á. Ætlunin er að bæta þetta land verulega áður en nokkur byggð verður skipulögð þar, enda er hún ekki á næsta leiti, en hún mun þá taka mið af þeim framkvæmdum. Þetta er nýjung hér á landi og lofar góðu. Með þessu skipulagða átaki í ræktun er líka lögð áhersla á hið margþætta útivistargildi útmarka borgarinnar þar sem tækifæri gefst til að stunda vinsælar úti- vistaríþróttir. En augu manna hafa ekki aðeins beinst að Hólmsheiðinni að því er „gróðurvæðinguna" varðar. Það er orða sannast að allt umhverfið hið næsta byggð hér á höfuðborgar- svæðinu er næsta lítt aðlaðandi frá gróðurfarslegu sjónarmiði. Þessu hafa sveitarfélögin viljað ráða bót á með sameiginlegu átaki. Fyrsta verkið var að girða allt svæðið til að verja það ágangi búfjár. Þeirri girðingu er nú svo til lokið. Þá var og gerð könnun á trjágróðri á þessu svæði og landið flokkað með tilliti til gróðurskil- yrða. Og nú nýlega hefur sérstök nefnd á vegum Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins unnið að tillögu um trjárækt á svæðinu sem samþykkt var samhljóða á aðal- fundi samtakanna 1984. Þessi til- laga var á þá leið að á næstu 5 árum skyldi trjárækt á höfuð- borgarsvæðinu efld að því marki að gróðursett verði á vegum sveit- arfélaganna að minnsta kosti ein trjáplanta á hvern íbúa árlega í byggð eða í námunda við byggð. Þetta átak á vafalaust eftir að koma íbúunum margfalt til góða og auka veg sveitarstjórnanna. - O - Nú er verið að vinna að endur- skoðun aðalskipulags Reykjavíkur á vegum borgarskipulags. Einn þáttur þess verkefnis er unninn á teiknistofu Reynis Vilhjálmsson- ar. Hann er sá er varðar þátt grænna svæða og göngustígakerf- isins í aðalskipulaginu og er m.a. lögð áhersla á að ekki sé of langt á milli þessara svæða svo menn eigi þess kost að ganga á milli þeirra með góðu móti — að þau myndi nokkuð samhangandi keðju inni í byggðinni. f tengslum við þetta verkefni má einnig nefna það sem þeir Reynir og samstarfsmaður hans, Þráinn Hauksson landslagsarki- tekt, kalla „græna stíga“ eða úti- vistarstíga til aðgreiningar frá hinum hefðbundnu stígum þar sem megintilgangurinn er að komast sem beinasta leið á milli ákveðinna staða s.s. heimilis og almennings- vagns eða heimilis og skóla. En markmiðið með þessum svokölluðu „grænu stígum" er að tengja sam- an mikilvægustu „grænu svæðin" í eitt kerfi. Eftir þeim á að vera hægt að rölta, trimma, hjóla eða ganga á skíðum á milli borgar- hluta í vistlegu umhverfi. Þessir stígar verða nokkru plássfrekari en hinir hefðbundnu þar sem þeim á að fylgja ýmist gróðurbelti, grasflatir, leiktæki eða sleða- brekkur. Þessum stígum má koma fyrir á óbyggðum geirum sem skildir hafa verið eftir í nýrri hverfum og hins vegar má ætla þeim stað á núver- andi grassvæðum meðfram stofn- og tengibrautum. Þeir hönnuðirnir gera grein fyrir hugmyndum sínum um þessa „grænu stíga" í greinargerð sem þeir hafa tekið saman um græn svæði í borginni og flokkun þeirra í sambandi við aðalskipulagið. Þessi mál eru þó enn á umræðu- stigi. - O - Með þessum línum hef ég leitast við að gefa lesendum svolitla inn- sýn í hvað helst er að gerast í þeim málum sem flokkast undir meiri- háttar útivistarsvæði í Reykjavík, og nýjum áheyrsluatriðum í tengslum við endurheimt gróðurs við útmörk borgarinnar. Ég hef hins vegar ekki minnst á hin fjölmörgu minni útivistar- svæði innan borgarinnar eða leik- svæði barna sem skipta hundruð- um og eru ýmist stutt eða sæmi- lega á veg komin að því er frágang varðar. Þeim málum miðar í rétta átt þótt mörgum finnist of hægt ganga. Þess má þó geta að á síðasta ári var samþykkt tillaga frá sjálf- stæðismönnum í borgarstjórn að veita töluverðu fé til að endurnýja leiktæki fyrir börn á leiksvæðum borgarinnar, bæði á þeim opnu, gæsluvöllum og á þeim sem heyra undir dagvistarkerfið og er það framlag ætlað sem sérstök af- mælisgjöf til bama í Reykjavík í tilefni 200 ára afmælisins. Fram- kvæmdinni verður skipt niður á fimm ár og leiktæki endurnýjuð á um það bil 20 leikvöllum árlega. Höíundur er borgarfulltrúi í Reykjavtk ogá sæti í borgarráði. Hún er einnig formaður umhverfís- málaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.