Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Komið til hafnar. gert kleift að verja Þór frekari hrörnun og halda honum jafnan í haffæru standi. 44. Fiskiþing lýsir ánægju sinni með það átak í námskeiðahaldi fyrir sjómenn um öryggismál, sem Slysavarnafélag Island hefur stað- ið fyrir að undanförnu og einnig með fyrirliggjandi tillögur stjórn- skipaðrar nefndar um eflingu þessa fræðslustarfs. Heitir þingið á fjárveitingavaldið að leggja fram nægilegt fé til þessa mikilvæga máls. Ennfremur ályktar þingiö eftirfar- andi um öryggismál: Skorar á samgöngumálaráðu- neytið og Siglingamálastofnunina að unnið verði að því að fyrirskipað verði að hafa ljós á öllum bjarg- beltum og flotbúningum, sem not- aðir eru í skipum. Einnig verði því beint til framleiðenda sjófatnaðar að endurskinsborðar verði hafðir á hettum og herðaskikkjum sjó- fatnaðar. Tekin verði upp skyldutrygging allra þeirra, sem stunda sjósókn á smábátum, er ekki falla nú þegar undir skyldutryggingu. Átelur harðlega að Landhelgis- gæslunni skuli ekki gert kleift að halda úti skipakosti sínum til lög- boðinna gæslustarfa. Skorar á vitanefnd að hún sjái um uppsetningu ratsjársvara á þeim stöðum sem brýnast er talið, að höfðu samráði við Landhelgis- gæsluna. Vegna slæmra fjarskiptaskil- yrða í innanverðum Húnaflóa og Berufirði skorar þingið á Póst- og símamálastofnunina að bæta úr því hið fyrsta. Beinir þvi til hafnaryfirvalda að þau sjái til þess að varnarkantar á bryggjum séu ávallt 1 lagi og vel merktir, neyðarstigar séu til stað- ar svo og landgöngubrýr og viður- kennd öryggisnet. Þingið styður framkomnar hug- myndir um orðsendingar og stutta fræðsluþætti i ríkisfjölmiðlunum um öryggismál sjófaranda. Þingið fagnar því að teknar hafa verið upp skyndiskoðanir skipa af Siglingamálastofnun og Landhelg- isgæslu og itrekar að þeim verði hajdið áfram. öðrum tillögum deilda um ör- yggismál leggur nefndin til að vísað verði til stjórnar Fiskifélags íslands, og hún hvött til þess að fylgja þeim eftir af festu. Það er: 1. Innsiglingabætur við Horna- fjarðarós. 2. Flateyjarhöfn á Skjólfund, verði hreinsuð. 3. Veðurlýsingar frá Grímsey, Hrauni á Skaga, Siglunesi, Síðumúla og Vatnsskarðshól- um. 4. Öldumælingarduflum verði Morjfunblaðiö/Snorri Snorrason. Samþykktir Fiskiþings: Vaxtakostnaður er kominn út í öfgar 4 til 9 % vextir til viðbótar lánskjara- vísitölu flokkast undir okurlánastarfsemi Fiskiþingi, því 44. lauk síóastliðinn Töstudag með samþykktum um helztu þætti í sjávarútvegi og kosn- ingu stjórnar. Hér fara á eftir helztu samþykktir þingsins: Afkomumál sjávar- útvegsins 1. 44. Fiskiþing skorar á alla þá, sem að sjávarútvegi starfa, að standa saman um bætta stöðu atvinnugreinarinnar og betri kjör starfsfólks hennar. 2. 44. Fiskiþing krefst þess að nú þegar verði hafin raunskráning gengis. 3. 44. Fiskiþing staðhæfir að fjár- magnskostnaður sjávarútvegs- fyrirtækja hefur aukist stórlega á undanförnum árum, en í opin- berum afkomuútreikningum er sá liður óraunhæfur og gefur ranga mynd af afkomu. Er þess krafist, að þjóðhagsstofnun noti raunhæfar tölur um vaxta- kostnaði í útreikningum sínum. 4. 44. Fiskiþing ályktar að vaxta- kostnaður sé kominn út í öfgar. Fiskiþing er sammaála að lán skuli bundin vísitölu, en vextir ofan á vísitölu mega ekki vera hærri enl% til 2%. Telja verður að 4—9% vextir til viðbótar lánskjaravísitölu séu engir raunvextir, heldur flokkist undir okurlánastarf- semi. 5. 44. Fiskiþingbendiráaðsjávar- útvegur aflar um 70—80% af útflutningstekjum þjóðarinnar og að ef áfram heldur sem horfir, verður innan tíðar að finna nýjan aðila til að sjá þjóð- inni fyrir megningu af þeim gjaldeyri. Sjávarútvegur er í dag rekinn með miklum halla eins og ráð- herrar hafa staðfest á síðustu dögum. Endurteknar skuld- breytingar undanfarin ár lýsa afkomu þeirra ára og undanfara núverandi ástands. Þessum taprekstri þarf strax að snúa við svo hægt sé að byrja niður- greiðslu á uppsöfnuðum halla. 6. 44. Fiskiþing bendir á þá stað- reynd að eiginfjárstaða fyrir- tækja í sjávarútvegi hefur hrunið á síðustu árum vegna tapreksturs. Sá hrunadans sem nú er hafinn í íslenskum sjávar- útvegi og fær takt sinn frá uppboðshamrinum, mun leggja fleira í rúst, ef ekki verður grip- ið í taumana strax. 7. 44. Fiskiþing beinir því til nefndar um endurskoðun sjóða- kerfis sjávarútvegsins, að stokka þetta kerfi upp þannig að það verði einfaldað og af- numið að hluta til. Fyrsta skref verði að útflutn- ingsgjald á sjávarafurðir verði stórlækkað og síðar fellt niður. Verði engar ráðstafanir gerðar á næstunni til að tryggja sjávarút- vegi viðunandi rekstrargrundvöll, ítrekar 44. Fiskiþing fyrri sam- þykktir um að gjaldeyrisverzlun verði gefin frjáls, þannig að þeir sem gjaldeyris afla geti notið fulls arðs af starfsemi sinni. Ekki er lengur hægt að hlusta á þær radd- ir, sem fullyrða að bati sé i nánd og aðeins verði að þrauka um hríð. Biðlund og greiðslugeta sjávarút- vegsfyrirtækja þolir ekki lengur gengisstýrða verðmætaskömmtun. Stjórnun fiskveiða Fiskiþing samþykkir í megin- dráttum frumvarp um stjórn fisk- veiða með eftirfarandi breyting- um: a) Gildistími verði tvö ár í stað þriggja. b) I 9. gr. er gert ráð fyrir veiði- stöðvun smábáta á línu og handfæraveiðum frá 15. nóv. — 9. febrúar. í stað þess komi stöðvun frá 15. desember til 15. janúar. c) Sama regla um veiðileyfi nýrra fiskiskipa verði látingildajafnt um fiskiskip undir 10 lestum og yfir 10 lestum, hafi skipið ekki verið afhent kaupanda fyrir gildistöku laganna. d) Framsalsréttur á aflakvóta þeirra skipa sem ekki eru gerð út á botnfiskveiðar verði tak- markaður verulega. Fiskiþing telur æskilegt að við gerð reglugerðar um sóknarmark, verði möguleikar þeirra báta sem stunda þorskveiðar með netum gerðir aðgengilegri með einhverri fjölgun sóknardaga. Fiskiþing felur stjórn Fiskifélags- ins að leita álits Hafrannsókna- stofnunarinnar á gagnsemi friðaða svæðisins á Selvogsbanka (Frí- merkið) og friðaða svæðisins útaf Breiðafirði, og óska eftir að gerðar verði tillögur til breytinga ef ástæður eru til. Nefndin leggur til við Fiskiþing að það feli stjórn Fiskifélagsins að óska álits Hafrannsóknastofn- unarinnar á því hvort um sé að ræða vannýtt kolasvæði við landið, sem takmarkast af landhelgislínu. Verði um aukningu á humar- kvóta á næsta ári að ræða þá verði henni skipt með jöfnu magni til núverandi leyfishafa, og að ekki verði úthlutað leyfum til nýrra aðila. 44. Fiskiþing samþykkir að veið- ar á ýsu með 6“ netum sem hingað til hafa verið leyfðar á vetrarvertíð verði miðaðar við 1. apríl en ekki páska eins og verið hefur undan- farin ár. Öryggismál 44. Fiskiþing fagnar því að Slysavarnafélag íslands hefur nú eignast varðskipið Þór og í því sambandi bendir Fiskiþing á samþykkt sína frá síðasta þingi um hugmynd að þjálfunarmiðstöð sjómanna. í framhaldi af því skorar 44. Fiskiþing á stjórnvöld, sjómanna- skólana og aðra velunnara öryggis- mála sjómanna að leggja þessu máli lið, þannig að SVFÍ verði Skreiðin flokkuð. komið fyrir á fiskimiðum minni báta. 5. Ljósmagn á Þrídrangavita verði aukið. 6. Að veðurathugunum og lýsing- um verði framhaldið á Hval- látrum. 44. Fiskiþing lýsir yfir stuðningi við þá hugmynd að SVFÍ fái að halda nafninu á varðskipinu Þór, sem það hefur fest kaup á. Á þann hátt verði haldið á lofti nafni fyrsta björgunar- og hjálp- arskipi Islendinga, sem Vest- manneyingar keyptu á sínum tíma, og það þannig tengt órjúfanlegum böndum, björgunarstörfum á fs- landi. Veiðiréttindamál 44. Fiskiþing skorar á stjórnvöld að taka nú þegar upp samningavið- ræður við Grænlendinga um gagn- kvæm veiðiréttindi á Dombanka- svæðinu og kantinum NA af því. Endurnýjun fiskiskipa- stólsins Á síðustu árum hefur fiskveiðiflot- inn lítið sem ekkert verið end- urnýjaður með nýbyggðum skip- um. Meginhluti bátaflotans er byggður á sjöunda áratugnum og er því orðinn 20 ára gamall. Nær allur togaraflotinn er byggður á áttunda áratugnum og mun meðal- aldur hans vera um 10 ár. Þessi þróun er í alla staði óæski- leg. Til þess að fylgjast með nýj- ustu tækni og hagkvæmni á hverj- um tíma verður jafnan að eiga sér stað einhver bygging nýrra skipa. I stað nýbygginga hafa verið gerðar talsverður endurbætur á gömlum skipum með endurbygg- ingu og breytingum þeirra. Sú hætta er þó jafnan við endurbætur á gömlum skipum, að þau, þrátt fyrir mikinn tilkostnað svari alls ekki kröfum tímans. Endurnýjunarþörf íslenska fiskiskipaflotans er því orðin afar brýn og fer hraðvaxandi með hverju ári sem líður. Erfið staða sjávarútvegs hefur undanfarið takmarkað nauðsynlega endurnýj- un. Þessu verður að breyta svo eðlilega rekin útgerð geti end- urnýjað skipakost sinn. Endurnýjun fiskiskipastólsins markist af eftirtöldum atriðum: 1. Raunveruleg minnkun flotans nái fram m.a. með breyttum reglum og eflingu Úreldinga- sjóðs. 2. Innlendur skipasmíðaiðnaður verður að vera samkeppnisfær í verði annars er hætt við að endurnýjun fari fram að mestu erlendis. 3. Endurnýjun verður að fara fram með verulegu eigin fé út- gerðaraðila. Þannig að lán til endurnýjunar verði ekki hærri en 60—65% af kostnaði. 44. Fiskiþing samþykkir að fela tæknideild Fiskifélags Islands að Morj?unblaöió/Friðþjófur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.