Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 5 U 99 Birtan að handan Saga Guðrúnar Sigurðardóttur frá Torfufelli skráð af Sverri Pálssyni ■'Jftyff 'íjfff'tttttoj Mtf/tf t&f mlf 'jttu t /Ítí Jt tjffl< //t ^/i-fiift ■J}t/.tf tt i/táiti BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar fírði, hefur gefíð út bókina Birtan að handan. Saga Guðrúnar Sigurð- ardóttur tri Torfufeili, sem Sverrir Fálsson skólastjóri á Akureyri skráði. Á bókarkápu segir: Guðrún Sig- urðardóttir frá Torfufelli var landskunnur miðill, og frá miðils- sambandi hennar eru komnar bækurnar Leiðin til þroskans, Leið- in heim og Ragnheiður Brynjólfs- dóttir I-II. Hér birtist nú saga Guðrúnar sjálfrar, sagan af ævi hennar, reynslu og lífsviðhorfi. Guðrún var gædd fágætri Þröstur Arnason Islensk skákstig: Þrettán ára piltur hækkar um 380 stig ÞRÖSTUR Árnason, hinn kornungi og efnilegi skákmaður, hækkaði mest allra á íslenska skákstiganum, sem nýlega var gefínn út. Þröstur, sem hækkaði um hvorki meira né minna en 380 stig, sem undirstrikar stórstígar framfarir þessa unga skák- manns, hefur nú 2.050 stig. Margeir Pétursson er efstur á listanum, en á hæla hans er Frið- rik ólafsson. Tuttugu stigahæstu íslensku skákmennirnir kvæmt listanum eru nú: sam- Stig Skákir Margeir Pétursson 2545 372 Friðrik Ólafsson 2530 125 Helgi Ólafsson 2525 385 Jóhann Hjartarson 2525 439 J6n Loftur Árnason 2510 329 Guðmundur Sigurjónss. 2480 197 Karl Þorsteins 2435 307 Ingi R. Jóhannsson 2380 67 Jón Kristinsson 2380 176 Ingvar Ásmundsson 2360 173 Sævar Jóhann Bjarnas. 2360 452 Elvar Guðmundsson 2355 336 Ólafur Magnússon 2335 57 Bragi Kristjánsson 2300 142 Kristján Guðmundss. 2300 199 Björn Þorsteinsson 2295 428 Davíð Rúrik ólafsson 2280 254 Ásgeir P. Ásbjörnsson 2275 186 Björgvin Jónsson 2275 302 Guðmundur Halldórss. 2275 273 Hátt fiskverð erlendis FERSKUR fiskur var á fimmtudag soldur af íslenzkum fiskiskipum í Bretlandi og Þýzkalandi fyrir tæpar 22 milljónir króna. Verð erlendis er gott nú, rúmar 50 krónur að meðaltali í Bretlandi og yfír 40 krónur í Þýzka- landi. Ottó Wathne NS seldi á miðviku- dag 105 lestir í Grimsby, mest þorsk. Heildarverð var 5.679.000 krónur, meðalverð 54,06. Breki VE seldi á fimmtudag 183,9 lestir í Cuxhaven, mest ufsa og karfa. Heildarverð var 8.571.100 krónur, meðalverð 46,60. Snæfugl SU seldi sama dag 123 lestir, mest þorsk í Grimsby. Heild- arverð var 6.354.200 krónur, meðal- verð 51,68. Loks seldi Höfðavík AK sama dag 130,3 lestir, mest þorsk og kola í Hull. Heildarverð var 6.916.800 krónur, meðalverð 53,07. skyggni- og miðilsgáfu, sem hún notaði óspart öðrum til hjálpar og huggunar. Af lífi og sál helgaði hún sig kærleiksþjónustunni, sem var henni heilög köllun. Um viðhorf sitt til framhaldslífs segir Guðrún sjálf m.a.: „Trú mín á annað líf og vissan um það er svo sterk, að engum getur tekist að leiða mig frá henni eitt andar- tak.“ „Hins vegar vil ég taka það mjög skýrt fram, að við eigum alls ekki að láta það skyggja á okkur, að við vitum, að dauðinn kemur. Það má ekki draga úr löngun okkar til að lifa jarðlífinu og njóta þess á heilbrigðan og eðlilegan hátt, uppfylla skyldurnar, sem það legg- ur okkur á herðar, og njóta gleði og yndis, sem það hefur að bjóða. Það, sem við köllum dauða, er aðeins hluti af lífi okkar. Við höf- um bara vistaskipti. Eigendur smábáta á Norðausturlandi: Eigendur smábáta fái atvinnuleysisbætur Bakkafirdi, 20. nóvember. MANUDAGINN 18. nóvember síðastliðinn var haldinn á Þórshöfn stofn- fundur svæðisfélags smábátaeigenda á Norðausturlandi. Félagið hlaut nafnið Fontur. Fundinn sátu smábátaeigendur frá Raufarhöfn, Þónshöfn og Bakka- firði. Einnig sátu fundinn tveir stjórnarmenn frá undirbúningsstjórn Lands- sambands smábátaeigenda, þeir Artúr Bogason, formaður, og Sigurður Gunnarsson. Fyrir mér eru báðir heimarnir, hinn andlegi og hinn efnislegi, jafnsannar, eðlilegar og óhaggan- legar staðreyndir. Það er ekki aðeins trú mín, heldur einnig sannfæring og reynsla." Birtan að handan er 223 bls. að stærð með mörgum myndum. Á fundinum kom meðal annars fram megn óánægja smábátaeig- enda með ofstjórn á veiðum smá- báta á þessu ári. Einnig kom fram að hlutdeild smábáta í botn- fiskafla landsmanna á þessu ári næmi um 22.000 lestum. Útflutn- ingsverðmæti þess afla er um 27 milljónir dollara eða um 1.125 milljónir króna. Einhugur var meðal fundarmanna um stofnun landssambands smábátaeigenda. í lok fundarins var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Fundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við fram- komnar tillögur á Fiskiþingi varð- andi veiðiheimildir smábáta. Fundurinn lítur svo á að stjórnvöld hafi leyst frá störfum alla smá- bátasjómenn frá og með 15. nóv- ember síðastliðnum til næstkom- andi áramóta. Fundurinn lýsir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöld- um vegna þessara aðgerða og ályktar að félagsmálaráðherra beri þegar í stað að gera ráðstafan- ir til þess að allir atvinnulausir smábátasjómenn fái þegar í stað fullar bætur vegna áðurgreindra aðgerða og geti haldið heilög jól með sæmilegri reisn eins og aðrir kristnir menn.“ Fréttaritari PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK dagana 24. og 25. nóv. 1985 HULDA VALTÝSDÓTTIR borgarfulltrúi Við hvetjum þig til að setja Huldu í öruggt sæti á prófkjörslistanum vegna dýrmætrar reynslu hennar, fjölþættra hæfileika og nútímalegra viðhorfa. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa Lágmúla 9, 2.h. Símar: 36323 og 37595 Verið velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.